Ætlar sér að verða jafn góður og Gylfi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. október 2014 11:00 Höfundur Gunnar Helgason skrifar sögurnar um Jón og félaga. Saga Jóns og félaga í Þrótti er sögð í bókinni Gula spjaldið í Gautaborg og er skrifuð af Gunnari Helgasyni. Þetta er þriðja bókin um þennan skemmtilega gaur og af því tilefni svaraði Jón nokkrum spurningum Fréttablaðsins.Nafn? Jón Jónsson. EKKI Jón Ragnar, eins og tónlistarmaðurinn og FH-ingurinn.Aldur? Alveg að verða 14 ára. Fótboltafélag? Þróttur. Besta lið í heimi. Staða í boltanum? Vinstra megin á miðjunni. Flottasta mark sem þú hefur skorað? Hjólhestaspyrna á Gothia Cup í sumar. Ótrúlegt mark. Og það var njósnari á vellinum og allt.Jón Jónsson skoraði úr hjólhestaspyrnu á Gothia Cup og það er flottasta mark sem hann hefur skorað.Eftirminnilegasti leikurinn? Úff, ætli það sé ekki fyrsti leikurinn sem ég sá Eivöru spila í atvinnumennskunni með Gautaborg FC. Það fór sko allt í rugl í stúkunni. Ég keypti sko blóm handa… æ, og svo bara var Helena þarna – og Rósa sá… Æi, þetta var bara allt einn stór misskilningur. (Vonandi les Helena þetta ekki!)Uppáhaldsfótboltamaðurinn þinn? Gylfi Sigurðsson. Ég ætla að verða jafn góður og hann.Uppáhaldsfótboltaliðið? Þróttur og Arsenal. Og landsliðið, bæði karla og kvenna. Systir mín er sko í kvennalandsliðinu.Önnur áhugamál? Draumaráðningar. Nei, djók. Lestur! Áttu kærustu? Hvurslags spurningar eru þetta? Nei! Eða jú, eða sko – það er svolítið flókið akkúrat núna.Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðinn stór? Atvinnumaður í fótbolta.Voru stelpur líka að keppa á Gothia Cup? Já, það eru sko stelpur á þessu móti alveg eins og á ReyCup. Það er allt öðruvísi að vera á móti þar sem stelpur eru líka að keppa. Það er miklu betra. Nei, ég meina miklu verra. Eða sko það getur verið vesen. Sérstaklega ef stelpurnar eru sætar. Og það voru mjööög sætar stelpur á Gothia Cup. Alltof sætar. Og það var ótrúlegt vesen. Reyndar var algjörlega frábært að hafa stelpur á ReyCup í fyrra því Rósa bjargaði Ívari alveg. En á Gothia Cup fór allt í fipl! Sko, Rósa var þarna og ég var alveg…sko, og Helena frá Ísafirði var þarna líka og hún syngur svo vel og ég bara…oh! Ég veit það ekki. Þú verður bara að lesa bókina og ákveða sjálf/ur. Takk fyrir mig. Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fleiri fréttir Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Sjá meira
Saga Jóns og félaga í Þrótti er sögð í bókinni Gula spjaldið í Gautaborg og er skrifuð af Gunnari Helgasyni. Þetta er þriðja bókin um þennan skemmtilega gaur og af því tilefni svaraði Jón nokkrum spurningum Fréttablaðsins.Nafn? Jón Jónsson. EKKI Jón Ragnar, eins og tónlistarmaðurinn og FH-ingurinn.Aldur? Alveg að verða 14 ára. Fótboltafélag? Þróttur. Besta lið í heimi. Staða í boltanum? Vinstra megin á miðjunni. Flottasta mark sem þú hefur skorað? Hjólhestaspyrna á Gothia Cup í sumar. Ótrúlegt mark. Og það var njósnari á vellinum og allt.Jón Jónsson skoraði úr hjólhestaspyrnu á Gothia Cup og það er flottasta mark sem hann hefur skorað.Eftirminnilegasti leikurinn? Úff, ætli það sé ekki fyrsti leikurinn sem ég sá Eivöru spila í atvinnumennskunni með Gautaborg FC. Það fór sko allt í rugl í stúkunni. Ég keypti sko blóm handa… æ, og svo bara var Helena þarna – og Rósa sá… Æi, þetta var bara allt einn stór misskilningur. (Vonandi les Helena þetta ekki!)Uppáhaldsfótboltamaðurinn þinn? Gylfi Sigurðsson. Ég ætla að verða jafn góður og hann.Uppáhaldsfótboltaliðið? Þróttur og Arsenal. Og landsliðið, bæði karla og kvenna. Systir mín er sko í kvennalandsliðinu.Önnur áhugamál? Draumaráðningar. Nei, djók. Lestur! Áttu kærustu? Hvurslags spurningar eru þetta? Nei! Eða jú, eða sko – það er svolítið flókið akkúrat núna.Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðinn stór? Atvinnumaður í fótbolta.Voru stelpur líka að keppa á Gothia Cup? Já, það eru sko stelpur á þessu móti alveg eins og á ReyCup. Það er allt öðruvísi að vera á móti þar sem stelpur eru líka að keppa. Það er miklu betra. Nei, ég meina miklu verra. Eða sko það getur verið vesen. Sérstaklega ef stelpurnar eru sætar. Og það voru mjööög sætar stelpur á Gothia Cup. Alltof sætar. Og það var ótrúlegt vesen. Reyndar var algjörlega frábært að hafa stelpur á ReyCup í fyrra því Rósa bjargaði Ívari alveg. En á Gothia Cup fór allt í fipl! Sko, Rósa var þarna og ég var alveg…sko, og Helena frá Ísafirði var þarna líka og hún syngur svo vel og ég bara…oh! Ég veit það ekki. Þú verður bara að lesa bókina og ákveða sjálf/ur. Takk fyrir mig.
Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fleiri fréttir Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“