Áhorfandinn ræður ferðinni Friðrika Benónýsdóttir skrifar 23. október 2014 15:00 Vinnslan. Vala Ómarsdóttir og hluti hópsins. Vísir/GVA Strengir er sviðslistaverk sem skoðar hvað er á bak við tjöldin í leikhúsi og við listsköpun. Öllum listformum er blandað saman og vinnuferlið verður að einu heildarverki sem sett er upp í átta rýmum Tjarnarbíós. „Hugmyndin er um það bil ársgömul en við byrjuðum að vinna þetta með vinnustofum í júní í sumar,“ segir Vala Þórsdóttir, leikstjóri sýningarinnar. „Þá fengum við fleiri listamenn með okkur og verkið fór á flug.“ Verkið er eftir Vinnsluna en 24 listamenn koma að uppsetningunni í heild sinni – leikarar, dansarar, tónlistarmenn, búninga-, leikmynda-, ljósa-, tækni- og sviðsmyndahönnuðir, dramatúrg, sviðstjórar, sýningarstjórar, smitberi, myndlistarmenn, framleiðandi og barstjóri. Vala er beðin að útskýra hvað Vinnslan standi fyrir. „Þetta er listahópur og við erum sjö í honum,“ segir hún. „Við stofnuðum þennan hóp fyrir rúmlega tveimur árum þegar flest okkar fluttu heim eftir nám í London. Við höfum öll áhuga á því að geta sett saman alls kyns margmiðlunarverk þar sem unnið er með alla miðlana, en líka á því að búa til vettvang fyrir fleiri listamenn til að sýna sín verk. Það höfum við gert með svokölluðum Vinnslukvöldum þar sem við höfum boðið áhorfendum að koma og fylgjast með sköpuninni.“ Strengir eru fyrsta verkið sem Vinnslan setur upp og stendur sýningin frá klukkan 19 til 23. Áhorfendur ferðast frjálst milli rýma og upplifa og taka þátt í verkinu á eigin forsendum. „Tíminn er stórt atriði í sýningunni því verkið fjallar um vinnuferlið,“ útskýrir Vala. „Áhorfendur geta mætt hvenær sem er, farið hvenær sem er, gengið í gegnum rýmin aftur og aftur og upplifað þróunina á sínum hraða. Þótt þetta sé sviðslistaverk þá er það sett upp eins og myndlistarsýning þannig að áhorfandinn ræður ferðinni alveg sjálfur og hver og einn fær mismunandi upplifun af verkinu.“ Menning Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Strengir er sviðslistaverk sem skoðar hvað er á bak við tjöldin í leikhúsi og við listsköpun. Öllum listformum er blandað saman og vinnuferlið verður að einu heildarverki sem sett er upp í átta rýmum Tjarnarbíós. „Hugmyndin er um það bil ársgömul en við byrjuðum að vinna þetta með vinnustofum í júní í sumar,“ segir Vala Þórsdóttir, leikstjóri sýningarinnar. „Þá fengum við fleiri listamenn með okkur og verkið fór á flug.“ Verkið er eftir Vinnsluna en 24 listamenn koma að uppsetningunni í heild sinni – leikarar, dansarar, tónlistarmenn, búninga-, leikmynda-, ljósa-, tækni- og sviðsmyndahönnuðir, dramatúrg, sviðstjórar, sýningarstjórar, smitberi, myndlistarmenn, framleiðandi og barstjóri. Vala er beðin að útskýra hvað Vinnslan standi fyrir. „Þetta er listahópur og við erum sjö í honum,“ segir hún. „Við stofnuðum þennan hóp fyrir rúmlega tveimur árum þegar flest okkar fluttu heim eftir nám í London. Við höfum öll áhuga á því að geta sett saman alls kyns margmiðlunarverk þar sem unnið er með alla miðlana, en líka á því að búa til vettvang fyrir fleiri listamenn til að sýna sín verk. Það höfum við gert með svokölluðum Vinnslukvöldum þar sem við höfum boðið áhorfendum að koma og fylgjast með sköpuninni.“ Strengir eru fyrsta verkið sem Vinnslan setur upp og stendur sýningin frá klukkan 19 til 23. Áhorfendur ferðast frjálst milli rýma og upplifa og taka þátt í verkinu á eigin forsendum. „Tíminn er stórt atriði í sýningunni því verkið fjallar um vinnuferlið,“ útskýrir Vala. „Áhorfendur geta mætt hvenær sem er, farið hvenær sem er, gengið í gegnum rýmin aftur og aftur og upplifað þróunina á sínum hraða. Þótt þetta sé sviðslistaverk þá er það sett upp eins og myndlistarsýning þannig að áhorfandinn ræður ferðinni alveg sjálfur og hver og einn fær mismunandi upplifun af verkinu.“
Menning Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira