Áhyggjulausa ævikvöldið Friðrika Benónýsdóttir skrifar 21. október 2014 07:00 Öll viljum við ná sem hæstum aldri. Iðnaðurinn í kringum yngingarlyf ýmis konar og heilsusamlegan lífsstíl sem á að lengja ævina um allmörg ár veltir milljörðum og flestir hamast við að neita sér um allt það sem óhollt er og getur stytt lífdagana. Fæstir virðast hins vegar velta því fyrir sér við hvaða veruleika gamalt fólk á Íslandi býr og hvernig því gengur að verða sér úti um þá þjónustu og hjálpartæki sem hækkandi aldur og hrörnandi líkami krefjast. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að biðlistar eftir augnsteinaaðgerðum eru óralangir og að til þess að komast framar í þá röð er nauðsynlegt að vera ansi loðinn um lófana. Umfjöllunin heldur áfram í blaðinu í dag og þar kemur fram að það sama gildir um heyrnartæki og tannlækningar. Eldra fólk sem ekki er í góðum efnum hefur einfaldlega ekki ráð á þeim sjálfsögðu mannréttindum að geta séð, heyrt og tuggið. Slíkur lúxus er sérréttindi hinna efnameiri. Þeir sem þurfa að lifa á þeim lúsarlaunum sem ellilífeyririnn er geta ekki einu sinni látið sig dreyma um að borga 400.000 fyrir augnsteinaaðgerð, 500.000 fyrir heyrnartæki og guð má vita hversu margar milljónir fyrir tannviðgerðir. Og fátt er til ráða. „Þetta er mjög mikið félagslegt vandamál sem fólk hefur átt erfitt með að tala um. Ég held að þetta sé pínu feimnismál,“ segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara, í samtali við Fréttablaðið í dag og bendir á að þarna sé um að ræða hóp sem oft gleymist í umræðunni eða sé ekki að vekja mikla athygli á vandamálum sínum. En er það þar sem skórinn kreppir? Á fólk að þurfa að eyða efri árum sínum í að berjast fyrir því að fá að lifa mannsæmandi lífi? Er það ekki á ábyrgð löggjafans að tryggja það að þeir sem virkilega þurfa á að halda geti notið slíkrar þjónustu burtséð frá efnahag? Þórunn segir reyndar að fulltrúar Félags eldri borgara, sem fóru á fund velferðarráðherra og heilbrigðisráðherra í haust til þess að vekja athygli á þessum málum, hafi mætt velvilja hjá ráðherrum til þess að breyta þessum málum en ekkert hafi þó gerst enn. Velvilji dugar nefnilega ansi skammt einn og sér og á meðan vilji stjórnmálamanna nær ekki lengra en svo er lítil von um breytingar. Öll vitum við að almannatryggingakerfið er fjársvelt og nánast slegist um hverja krónu sem þar er til skiptanna, en réttlætir það að dæma fólk til einangrunar vegna sjónskerðingar og heyrnardepru þegar árin færast yfir? Á það fólk sem búið er að skila sínu starfi og borga skatta og skyldur í fimmtíu ár ekki rétt á því að samfélagið sem það byggði upp tryggi því lágmarks mannréttindi á ævikvöldinu? Þurfum við að bíða þess að sjálfhverfa kynslóðin sjálf verði öldruð til þess að eiga von um einhverjar breytingar á þessari skammarlegu stöðu? Það er óskandi að hinir velviljuðu ráðherrar láti nú hendur standa fram úr ermum og komi þessum málum í lag hið fyrsta. Allt annað er okkur öllum til skammar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Öll viljum við ná sem hæstum aldri. Iðnaðurinn í kringum yngingarlyf ýmis konar og heilsusamlegan lífsstíl sem á að lengja ævina um allmörg ár veltir milljörðum og flestir hamast við að neita sér um allt það sem óhollt er og getur stytt lífdagana. Fæstir virðast hins vegar velta því fyrir sér við hvaða veruleika gamalt fólk á Íslandi býr og hvernig því gengur að verða sér úti um þá þjónustu og hjálpartæki sem hækkandi aldur og hrörnandi líkami krefjast. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að biðlistar eftir augnsteinaaðgerðum eru óralangir og að til þess að komast framar í þá röð er nauðsynlegt að vera ansi loðinn um lófana. Umfjöllunin heldur áfram í blaðinu í dag og þar kemur fram að það sama gildir um heyrnartæki og tannlækningar. Eldra fólk sem ekki er í góðum efnum hefur einfaldlega ekki ráð á þeim sjálfsögðu mannréttindum að geta séð, heyrt og tuggið. Slíkur lúxus er sérréttindi hinna efnameiri. Þeir sem þurfa að lifa á þeim lúsarlaunum sem ellilífeyririnn er geta ekki einu sinni látið sig dreyma um að borga 400.000 fyrir augnsteinaaðgerð, 500.000 fyrir heyrnartæki og guð má vita hversu margar milljónir fyrir tannviðgerðir. Og fátt er til ráða. „Þetta er mjög mikið félagslegt vandamál sem fólk hefur átt erfitt með að tala um. Ég held að þetta sé pínu feimnismál,“ segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara, í samtali við Fréttablaðið í dag og bendir á að þarna sé um að ræða hóp sem oft gleymist í umræðunni eða sé ekki að vekja mikla athygli á vandamálum sínum. En er það þar sem skórinn kreppir? Á fólk að þurfa að eyða efri árum sínum í að berjast fyrir því að fá að lifa mannsæmandi lífi? Er það ekki á ábyrgð löggjafans að tryggja það að þeir sem virkilega þurfa á að halda geti notið slíkrar þjónustu burtséð frá efnahag? Þórunn segir reyndar að fulltrúar Félags eldri borgara, sem fóru á fund velferðarráðherra og heilbrigðisráðherra í haust til þess að vekja athygli á þessum málum, hafi mætt velvilja hjá ráðherrum til þess að breyta þessum málum en ekkert hafi þó gerst enn. Velvilji dugar nefnilega ansi skammt einn og sér og á meðan vilji stjórnmálamanna nær ekki lengra en svo er lítil von um breytingar. Öll vitum við að almannatryggingakerfið er fjársvelt og nánast slegist um hverja krónu sem þar er til skiptanna, en réttlætir það að dæma fólk til einangrunar vegna sjónskerðingar og heyrnardepru þegar árin færast yfir? Á það fólk sem búið er að skila sínu starfi og borga skatta og skyldur í fimmtíu ár ekki rétt á því að samfélagið sem það byggði upp tryggi því lágmarks mannréttindi á ævikvöldinu? Þurfum við að bíða þess að sjálfhverfa kynslóðin sjálf verði öldruð til þess að eiga von um einhverjar breytingar á þessari skammarlegu stöðu? Það er óskandi að hinir velviljuðu ráðherrar láti nú hendur standa fram úr ermum og komi þessum málum í lag hið fyrsta. Allt annað er okkur öllum til skammar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun