Eiginlega enn þá að vinna úr vandræðaunglingnum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 18. október 2014 11:30 „Ég kem úr þessum grafíska heimi og tengi mest við grafískar nóvellur og myndasögur og allt í þeim heimi og ég verð alltaf að myndskreyta bækurnar til að finna mig í þeim.“ vísir/Valli Þetta er glæpasaga fyrir alla aldurshópa upp úr tíu ára aldri. Ég er alltaf að reyna að skrifa bækur sem er ekki hægt að skilgreina og rugla þar með markaðsfræðingana,“ segir Þórarinn Leifsson um bók sína Maðurinn sem hataði börn, sem markaðssett er sem barnabók. „Mér er að takast að rugla þá, ég sá í Máli og menningu áðan að þeir vissu ekkert hvar þeir ættu að setja bókina, föttuðu ekki að þetta væri barnabók og stilltu henni upp á góðum stað. Ég var mjög ánægður með það.“ Meinarðu að barnabækur fái ekki sama sess og „alvöru“ bækur fyrir fullorðna? „Það getur verið, en ég hef ekki velt því mikið fyrir mér. Þær fá alltaf sess einhvers staðar á endanum. Ég kem úr myndlistinni og allar mínar bækur eru myndskreyttar, sem flestir líta á sem einkenni barnabóka, en ég vil breyta þeirri flokkun. Á endanum snýst þetta bara um það hvort bókin er góð eða ekki.“ Horft inn í fiskabúrið Aðalpersóna sögunnar er spænski drengurinn Sylvek sem flytur til Reykjavíkur með ömmu sinni. Hvers vegna valdirðu að hafa innflytjanda í aðalhlutverki? „Það var til þess að fá sýn útlendingsins á Ísland og skoða það utan frá. Ég byggi þá reynslu pínulítið á sjálfum mér þar sem ég ólst upp í Danmörku og kom heim rúmlega tíu ára. Þurfti að læra íslensku upp á nýtt, hálfbrenglaðist í hausnum og varð vandræðaunglingur upp úr því. Ég er eiginlega enn þá að vinna úr því.“ Þórarinn hefur síðan dvalið langdvölum erlendis og býr nú í Berlín, það skerpir væntanlega þá tilfinningu að horfa inn í fiskabúrið Ísland utan frá. „Já, Ísland er mikið í tísku hjá útlendingum og ég var heilmikið að velta því fyrir mér hvernig þeir sjá það. Þeir hafa mjög rómantískar hugmyndir um okkur.“ Amma Sylveks virðist vera feikiskemmtileg persóna. „Já, hún kynnist íslenskum sjóara úti í Barcelona og erfir hús eftir hann þannig að hún, Sylvek og systir hans flytja í Vesturbæ Reykjavíkur. Systirin týnist fljótlega, síðan fara þessi hræðilegu morð á drengjum í gang og dularfullur leigjandi flytur inn í herbergi systurinnar. Hann lýsir því strax yfir að hann hati börn og þau gruna hann um að vera morðinginn sem er að afhausa tólf ára drengi út um alla Reykjavík.“Ekki predikun Bókin hefur fengið þá umsögn að vera hárbeitt ádeila á íslenskt samfélag, var það meðvitað? „Nei, ekki beint. Auðvitað tekur maður inn alls konar umræðu sem er í gangi, les öll rifrildin á fésbók og svo framvegis, og það síast smám saman inn í bókina. Það er ekki þannig að maður setjist niður og hugsi að maður ætli að skrifa bók um stöðu kvenna og barna á Íslandi. Það myndi eyðileggja söguna. Maður þarf helst að vera alveg utan við sig á meðan maður skrifar, þannig að sagan flæði eðlilega. Ekki setja fram skýrar skoðanir heldur spyrja margra spurninga. Þetta er alls engin predikun.“ Þótt Þórarinn neiti því að Maðurinn sem hataði börn sé barnabók er hún engu að síður lesin þannig eins og síðustu bækur hans, hvers vegna valdi hann þá leið í skrifunum? „Ég sveiflast á milli. Næsta bók verður sennilega fullorðinsbók, en hún verður samt líka myndskreytt. Mikil bók sem ég er rétt að byrja á. Ég hugsa það aldrei fyrirfram hvort ég sé að skrifa fyrir börn eða fullorðna. Ég kem úr þessum grafíska heimi og tengi mest við grafískar nóvellur og myndasögur og allt í þeim heimi og ég verð alltaf að myndskreyta bækurnar til að finna mig í þeim.“ Þórarinn byrjaði ferilinn með myndasögum í blöðum í kringum 1990, hví hvarf hann af þeirri braut? „Þetta voru mjög súrrealískar sögur og eiginlega alveg abstrakt, enginn beinn söguþráður. Þannig byrjaði ég að skrifa texta sem tók svo smám saman yfir. Nú skrifa ég textann fyrst og myndskreyti síðan.“Skilur ekki orðið klúr Aftur að flokkuninni barna- eða fullorðinsbækur. Þarf eitthvað að búa til slíka flokka? „Það er spurning. Ég ólst upp við það að lesa bækur sem ég vissi ekkert að væru ætlaðar fullorðnum. Pabbi las Góða dátann Svejk fyrir mig þegar ég var átta, níu ára og ég hélt að það væri barnabók. Svo fór ég að sýna ömmu bókina og hún sagði að þessi bók væri alltof klúr fyrir börn. Ég vissi ekki hvað klúr þýddi, þurfti að fletta því upp en hef aldrei náð því almennilega hvað það orð þýðir. Ég hef haldið því síðan að hugsa ekkert um flokkun bóka, graðga bara öllu í mig og spýti því svo aftur út. Ég held að þessi flokkun sé hættuleg og er mjög hræddur við það sem þeir eru að gera með virðisaukaskattinn núna. Ekki bara það að þeir séu að hækka hann heldur að það eigi að nota hann til að flokka í sundur barnabækur og fullorðinsbækur, þannig að það er eiginlega verið að útrýma minni vinnustofu, eða reyna að útrýma mér sem rithöfundi. Mér finnst skrítið að það sé komin hér hægri stjórn sem hegðar sér eins og Stalínisti. En auðvitað vonar maður að þetta gangi ekki í gegn hjá þeim. Sennilega draga þeir þetta til baka og þá verðum við allir listamennirnir á fésbók mjálmandi af gleði yfir því hvað Illugi sé nú þrátt fyrir allt góður píanisti.“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þetta er glæpasaga fyrir alla aldurshópa upp úr tíu ára aldri. Ég er alltaf að reyna að skrifa bækur sem er ekki hægt að skilgreina og rugla þar með markaðsfræðingana,“ segir Þórarinn Leifsson um bók sína Maðurinn sem hataði börn, sem markaðssett er sem barnabók. „Mér er að takast að rugla þá, ég sá í Máli og menningu áðan að þeir vissu ekkert hvar þeir ættu að setja bókina, föttuðu ekki að þetta væri barnabók og stilltu henni upp á góðum stað. Ég var mjög ánægður með það.“ Meinarðu að barnabækur fái ekki sama sess og „alvöru“ bækur fyrir fullorðna? „Það getur verið, en ég hef ekki velt því mikið fyrir mér. Þær fá alltaf sess einhvers staðar á endanum. Ég kem úr myndlistinni og allar mínar bækur eru myndskreyttar, sem flestir líta á sem einkenni barnabóka, en ég vil breyta þeirri flokkun. Á endanum snýst þetta bara um það hvort bókin er góð eða ekki.“ Horft inn í fiskabúrið Aðalpersóna sögunnar er spænski drengurinn Sylvek sem flytur til Reykjavíkur með ömmu sinni. Hvers vegna valdirðu að hafa innflytjanda í aðalhlutverki? „Það var til þess að fá sýn útlendingsins á Ísland og skoða það utan frá. Ég byggi þá reynslu pínulítið á sjálfum mér þar sem ég ólst upp í Danmörku og kom heim rúmlega tíu ára. Þurfti að læra íslensku upp á nýtt, hálfbrenglaðist í hausnum og varð vandræðaunglingur upp úr því. Ég er eiginlega enn þá að vinna úr því.“ Þórarinn hefur síðan dvalið langdvölum erlendis og býr nú í Berlín, það skerpir væntanlega þá tilfinningu að horfa inn í fiskabúrið Ísland utan frá. „Já, Ísland er mikið í tísku hjá útlendingum og ég var heilmikið að velta því fyrir mér hvernig þeir sjá það. Þeir hafa mjög rómantískar hugmyndir um okkur.“ Amma Sylveks virðist vera feikiskemmtileg persóna. „Já, hún kynnist íslenskum sjóara úti í Barcelona og erfir hús eftir hann þannig að hún, Sylvek og systir hans flytja í Vesturbæ Reykjavíkur. Systirin týnist fljótlega, síðan fara þessi hræðilegu morð á drengjum í gang og dularfullur leigjandi flytur inn í herbergi systurinnar. Hann lýsir því strax yfir að hann hati börn og þau gruna hann um að vera morðinginn sem er að afhausa tólf ára drengi út um alla Reykjavík.“Ekki predikun Bókin hefur fengið þá umsögn að vera hárbeitt ádeila á íslenskt samfélag, var það meðvitað? „Nei, ekki beint. Auðvitað tekur maður inn alls konar umræðu sem er í gangi, les öll rifrildin á fésbók og svo framvegis, og það síast smám saman inn í bókina. Það er ekki þannig að maður setjist niður og hugsi að maður ætli að skrifa bók um stöðu kvenna og barna á Íslandi. Það myndi eyðileggja söguna. Maður þarf helst að vera alveg utan við sig á meðan maður skrifar, þannig að sagan flæði eðlilega. Ekki setja fram skýrar skoðanir heldur spyrja margra spurninga. Þetta er alls engin predikun.“ Þótt Þórarinn neiti því að Maðurinn sem hataði börn sé barnabók er hún engu að síður lesin þannig eins og síðustu bækur hans, hvers vegna valdi hann þá leið í skrifunum? „Ég sveiflast á milli. Næsta bók verður sennilega fullorðinsbók, en hún verður samt líka myndskreytt. Mikil bók sem ég er rétt að byrja á. Ég hugsa það aldrei fyrirfram hvort ég sé að skrifa fyrir börn eða fullorðna. Ég kem úr þessum grafíska heimi og tengi mest við grafískar nóvellur og myndasögur og allt í þeim heimi og ég verð alltaf að myndskreyta bækurnar til að finna mig í þeim.“ Þórarinn byrjaði ferilinn með myndasögum í blöðum í kringum 1990, hví hvarf hann af þeirri braut? „Þetta voru mjög súrrealískar sögur og eiginlega alveg abstrakt, enginn beinn söguþráður. Þannig byrjaði ég að skrifa texta sem tók svo smám saman yfir. Nú skrifa ég textann fyrst og myndskreyti síðan.“Skilur ekki orðið klúr Aftur að flokkuninni barna- eða fullorðinsbækur. Þarf eitthvað að búa til slíka flokka? „Það er spurning. Ég ólst upp við það að lesa bækur sem ég vissi ekkert að væru ætlaðar fullorðnum. Pabbi las Góða dátann Svejk fyrir mig þegar ég var átta, níu ára og ég hélt að það væri barnabók. Svo fór ég að sýna ömmu bókina og hún sagði að þessi bók væri alltof klúr fyrir börn. Ég vissi ekki hvað klúr þýddi, þurfti að fletta því upp en hef aldrei náð því almennilega hvað það orð þýðir. Ég hef haldið því síðan að hugsa ekkert um flokkun bóka, graðga bara öllu í mig og spýti því svo aftur út. Ég held að þessi flokkun sé hættuleg og er mjög hræddur við það sem þeir eru að gera með virðisaukaskattinn núna. Ekki bara það að þeir séu að hækka hann heldur að það eigi að nota hann til að flokka í sundur barnabækur og fullorðinsbækur, þannig að það er eiginlega verið að útrýma minni vinnustofu, eða reyna að útrýma mér sem rithöfundi. Mér finnst skrítið að það sé komin hér hægri stjórn sem hegðar sér eins og Stalínisti. En auðvitað vonar maður að þetta gangi ekki í gegn hjá þeim. Sennilega draga þeir þetta til baka og þá verðum við allir listamennirnir á fésbók mjálmandi af gleði yfir því hvað Illugi sé nú þrátt fyrir allt góður píanisti.“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira