Listakonur spretta úr spori Friðrika Benónýsdóttir skrifar 18. október 2014 12:30 Aksjónistar: Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Halla Margrét Jóhannesdóttir, Jónína Leósdóttir og Ólöf Ingólfsdóttir skemmta gestum í Anarkíu í dag. „Við Ólöf höfum þekkst lengi og unnið saman, enda báðar fjöllistakonur og við fengum hinar tvær með okkur í að búa til þessa dagskrá,“ segir Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngkona, ein fjögurra kvenna sem bjóða til skemmtunar í Anarkíu í Kópavogi í dag. Hinar eru Halla Margrét Jóhannesdóttir, Jónína Leósdóttir og Ólöf Ingólfsdóttir. Allar hafa þær stöllur nýverið gefið út bækur eða geisladiska og munu lesa og syngja brot af efni þeirra. „Þetta er frumraun okkar saman, en vonandi gengur þetta vel og við höldum ótrauðar áfram,“ segir Jóhanna. Allar eru þær á besta aldri og Jóhanna segir þær vera eldri aksjónista í listinni. „Fólk er bara að finna hvað það er gaman að vera á þessum aldri og engin ástæða til að draga sig í hlé,“ segir hún. „Enda erum við ekki þannig týpur að við læðumst með veggjum. Við viljum miklu frekar spretta úr spori.“ Halla Margrét á útgáfufyrirtækið Nikku sem gaf nýverið út ljóðabók hennar, 48, og bók Ólafar, Dagar og nætur í Buenos Aires. Forlagið gaf út bók Jónínu, Bara ef… og útgáfufyrirtækið Valgardi gaf út geisladisk Jóhönnu, Söngvar á alvörutímum. Þær stöllur verða í Anarkíu, Hamraborg 3, í dag klukkan 16 og lesa og syngja, en léttar veitingar verða á boðstólunum. Í Anarkíu er einnig sýning á verkum Helgu Ástvaldsdóttur og Jónasar Braga Jónassonar. Ókeypis er inn, bæði á sýninguna og kynninguna. Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Við Ólöf höfum þekkst lengi og unnið saman, enda báðar fjöllistakonur og við fengum hinar tvær með okkur í að búa til þessa dagskrá,“ segir Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngkona, ein fjögurra kvenna sem bjóða til skemmtunar í Anarkíu í Kópavogi í dag. Hinar eru Halla Margrét Jóhannesdóttir, Jónína Leósdóttir og Ólöf Ingólfsdóttir. Allar hafa þær stöllur nýverið gefið út bækur eða geisladiska og munu lesa og syngja brot af efni þeirra. „Þetta er frumraun okkar saman, en vonandi gengur þetta vel og við höldum ótrauðar áfram,“ segir Jóhanna. Allar eru þær á besta aldri og Jóhanna segir þær vera eldri aksjónista í listinni. „Fólk er bara að finna hvað það er gaman að vera á þessum aldri og engin ástæða til að draga sig í hlé,“ segir hún. „Enda erum við ekki þannig týpur að við læðumst með veggjum. Við viljum miklu frekar spretta úr spori.“ Halla Margrét á útgáfufyrirtækið Nikku sem gaf nýverið út ljóðabók hennar, 48, og bók Ólafar, Dagar og nætur í Buenos Aires. Forlagið gaf út bók Jónínu, Bara ef… og útgáfufyrirtækið Valgardi gaf út geisladisk Jóhönnu, Söngvar á alvörutímum. Þær stöllur verða í Anarkíu, Hamraborg 3, í dag klukkan 16 og lesa og syngja, en léttar veitingar verða á boðstólunum. Í Anarkíu er einnig sýning á verkum Helgu Ástvaldsdóttur og Jónasar Braga Jónassonar. Ókeypis er inn, bæði á sýninguna og kynninguna.
Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira