Hvar erum við stödd og hvert viljum við stefna? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 17. október 2014 12:00 Sigursveinn er hæstánægður með vel heppnað afmælisár. vísir/valli „Hugmyndin að málþinginu kom upp í tengslum við afmælisárið en tónskólinn fagnar fimmtíu ára afmæli í ár. Á málþinginu förum við til dæmis yfir hvar við erum stödd og hvert við viljum stefna,“ segir Sigursveinn Magnússon, skólastjóri Tónskóla Sigursveins. Málþingið Bágt eiga þeir sem deyja með alla sína söngva ósungna verður haldið í skólanum á morgun og halda margir fyrirlesarar tölu á þinginu. Aðalfyrirlesarinn er Robert Faulkner sem kemur frá Ástralíu þar sem hann starfar við rannsóknir og kennslu á tónlistaruppeldi. „Þessi hópur mun horfa á skólana frá ólíkum sjónarhornum. Aðallega er vinnan á málþinginu samt tvíþætt. Annars vegar að skoða starfið og gildin þess, kennsluna og hvað við getum gert betur og hins vegar er sá stjórnsýslurammi sem tónlistarskólarnir hvíla í skoðaður. Staða skólanna er að mörgu leyti svolítið skrýtin og það vantar að einhver aðili taki ábyrgð á því starfi sem þar er unnið. Þó sveitarfélögin beri áyrgð þá vísa þau vissum málum frá sér. Því erum við hrædd um að þetta kerfi sem skólarnir hvíla í, skipulagslega séð, geti líðist í sundur. Við viljum í raun kanna hvernig við getum tryggt að skólarnir hafi starfsöryggi og sinn sess í þessu menntakerfi,“ segir Sigursveinn. Þessi vinna sem hann lýsir verður ekki einskorðuð við málþingið. „Hugmyndin er sú að áhugahópur vinni úr niðurstöðum málþingsins og að stjórnvöld geti haft hliðsjón af því sem þar kemur fram. Við viljum að það verði framhald á þessari vinnu og að málið endi ekki þegar við slítum þinginu í dag.“ Tónskóli Sigursveins var stofnaður þann 30. mars árið 1964 og forgöngu að stofnun hans hafði Sigursveinn D. Kristinsson, tónskáld. Tónskólinn hélt afmælishátíð í Hörpu í lok mars síðastliðnum en lokahnykkur í afmælisfögnuðinum verður útgáfa ævisögu Sigursveins. Bókin er gefin út af Íslenska bókmenntafélaginu síðar í haust og er það Árni Björnsson sem hefur skráð sögu tónskáldsins. „Þetta er búið að vera mjög ánægjulegt og skemmtilegt ár þar sem allir hafa lagst á eitt að láta allt það takast sem við réðumst í,“ segir Sigursveinn, spenntur fyrir málþingi dagsins í dag. Menning Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Hugmyndin að málþinginu kom upp í tengslum við afmælisárið en tónskólinn fagnar fimmtíu ára afmæli í ár. Á málþinginu förum við til dæmis yfir hvar við erum stödd og hvert við viljum stefna,“ segir Sigursveinn Magnússon, skólastjóri Tónskóla Sigursveins. Málþingið Bágt eiga þeir sem deyja með alla sína söngva ósungna verður haldið í skólanum á morgun og halda margir fyrirlesarar tölu á þinginu. Aðalfyrirlesarinn er Robert Faulkner sem kemur frá Ástralíu þar sem hann starfar við rannsóknir og kennslu á tónlistaruppeldi. „Þessi hópur mun horfa á skólana frá ólíkum sjónarhornum. Aðallega er vinnan á málþinginu samt tvíþætt. Annars vegar að skoða starfið og gildin þess, kennsluna og hvað við getum gert betur og hins vegar er sá stjórnsýslurammi sem tónlistarskólarnir hvíla í skoðaður. Staða skólanna er að mörgu leyti svolítið skrýtin og það vantar að einhver aðili taki ábyrgð á því starfi sem þar er unnið. Þó sveitarfélögin beri áyrgð þá vísa þau vissum málum frá sér. Því erum við hrædd um að þetta kerfi sem skólarnir hvíla í, skipulagslega séð, geti líðist í sundur. Við viljum í raun kanna hvernig við getum tryggt að skólarnir hafi starfsöryggi og sinn sess í þessu menntakerfi,“ segir Sigursveinn. Þessi vinna sem hann lýsir verður ekki einskorðuð við málþingið. „Hugmyndin er sú að áhugahópur vinni úr niðurstöðum málþingsins og að stjórnvöld geti haft hliðsjón af því sem þar kemur fram. Við viljum að það verði framhald á þessari vinnu og að málið endi ekki þegar við slítum þinginu í dag.“ Tónskóli Sigursveins var stofnaður þann 30. mars árið 1964 og forgöngu að stofnun hans hafði Sigursveinn D. Kristinsson, tónskáld. Tónskólinn hélt afmælishátíð í Hörpu í lok mars síðastliðnum en lokahnykkur í afmælisfögnuðinum verður útgáfa ævisögu Sigursveins. Bókin er gefin út af Íslenska bókmenntafélaginu síðar í haust og er það Árni Björnsson sem hefur skráð sögu tónskáldsins. „Þetta er búið að vera mjög ánægjulegt og skemmtilegt ár þar sem allir hafa lagst á eitt að láta allt það takast sem við réðumst í,“ segir Sigursveinn, spenntur fyrir málþingi dagsins í dag.
Menning Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira