Lífið er oft skemmtilegt drullumall Friðrika Benónýsdóttir skrifar 16. október 2014 15:00 Leikhópurinn Verkið er unnið í spunavinnu innan leikhópsins út frá ákveðnu efni sem í þessu tilfelli er mold. Mynd: Jóhanna Þorkelsdóttir „Undirtitill sýningarinnar er drullumall enda er lífið oft skemmtilegt drullumall og gaman að leika sér í moldinni og drullunni,“ segir Helga Arnalds brúðuleikhúskona sem hannar myndræna hlið verksins Lífið sem 10 fingur setur upp. „Við erum með dálítið táknrænar myndir og sýningin er öll myndræn, textinn er sáralítill. Börnin sem hafa komið á æfingar hafa margvísleg svör við spurningunni um það hvað verkið fjalli um. Sum segja það fjalla um framtíðina, önnur um fortíðina og enn önnur um nútíðina. Það les hver myndirnar sem verkið birtir á sinn hátt. En við lögðum upp með það að sýningin fjallaði um sköpunarkraftinn, vináttu og hringrás lífsins.“ Sýningin er unnin á sama hátt og Skrímslið litla systir mín með óvenjulegri aðferð þar sem sagan í verkinu fær að kvikna út úr efniviðnum sem notaður er í sýningunni. Leikhópurinn vann spunavinnu í um þrjá mánuði við sköpun verksins. „Þetta var spuni hópsins með ákveðið efni. Í Skrímslið litla systir mín unnum við með pappír en hér erum við að vinna með mold. Við byrjuðum á að leika okkur með moldina og búa til myndir úr henni,“ segir Helga. „Síðan röðuðum við þeim myndum saman og út úr því fengum við söguþráð. Þetta er ekki hefðbundið leikhús þar sem unnið er eftir handriti heldur er þetta meira eins og myndlist og ég myndi kalla þetta myndleikhús, sem er auðvitað dálítið nálægt brúðuleikhúsi. Hlutir lifna við á sviðinu en við erum ekki með neinar eiginlegar brúður.“ Það er Charlotte Böving sem leikstýrir Lífinu og auk hennar og Helgu samanstendur leikhópurinn, sem allur er skrifaður fyrir verkinu, af þeim Sólveigu Guðmundsdóttur og Sveini Ólafi Gunnarssyni. Tónlist semur Margrét Kristín Blöndal og lýsingu hannar Björn Bergsteinn Guðmundsson. Frumsýningin verður í Tjarnarbíói á laugardaginn klukkan 14 og önnur sýning strax á sunnudag á sama tíma. Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Undirtitill sýningarinnar er drullumall enda er lífið oft skemmtilegt drullumall og gaman að leika sér í moldinni og drullunni,“ segir Helga Arnalds brúðuleikhúskona sem hannar myndræna hlið verksins Lífið sem 10 fingur setur upp. „Við erum með dálítið táknrænar myndir og sýningin er öll myndræn, textinn er sáralítill. Börnin sem hafa komið á æfingar hafa margvísleg svör við spurningunni um það hvað verkið fjalli um. Sum segja það fjalla um framtíðina, önnur um fortíðina og enn önnur um nútíðina. Það les hver myndirnar sem verkið birtir á sinn hátt. En við lögðum upp með það að sýningin fjallaði um sköpunarkraftinn, vináttu og hringrás lífsins.“ Sýningin er unnin á sama hátt og Skrímslið litla systir mín með óvenjulegri aðferð þar sem sagan í verkinu fær að kvikna út úr efniviðnum sem notaður er í sýningunni. Leikhópurinn vann spunavinnu í um þrjá mánuði við sköpun verksins. „Þetta var spuni hópsins með ákveðið efni. Í Skrímslið litla systir mín unnum við með pappír en hér erum við að vinna með mold. Við byrjuðum á að leika okkur með moldina og búa til myndir úr henni,“ segir Helga. „Síðan röðuðum við þeim myndum saman og út úr því fengum við söguþráð. Þetta er ekki hefðbundið leikhús þar sem unnið er eftir handriti heldur er þetta meira eins og myndlist og ég myndi kalla þetta myndleikhús, sem er auðvitað dálítið nálægt brúðuleikhúsi. Hlutir lifna við á sviðinu en við erum ekki með neinar eiginlegar brúður.“ Það er Charlotte Böving sem leikstýrir Lífinu og auk hennar og Helgu samanstendur leikhópurinn, sem allur er skrifaður fyrir verkinu, af þeim Sólveigu Guðmundsdóttur og Sveini Ólafi Gunnarssyni. Tónlist semur Margrét Kristín Blöndal og lýsingu hannar Björn Bergsteinn Guðmundsson. Frumsýningin verður í Tjarnarbíói á laugardaginn klukkan 14 og önnur sýning strax á sunnudag á sama tíma.
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira