Knús eða kjaftshögg Sif Sigmarsdóttir skrifar 10. október 2014 15:44 Þegar dóttir mín varð eins árs á dögunum uppgötvaði hún kærleikann. Okkur foreldrunum til gremju eru það þó fyrst og fremst leikföngin hennar sem fá að njóta ástúðarinnar, tuskudýr sem hún knúsar af innlifun. Það kemur þó fyrir, þegar ekkert tuskudýr er tiltækt, að hún beini atlotum sínum að okkur. „Aaa,“ segir hún og strýkur okkur um vangann. Eða það er það sem hún heldur að hún sé að gera. Í raun eru handtökin meira í ætt við bardagabrögð Gunnars Nelsonar. Kinnhestur, munnkrækja, augnpot, „rear naked choke“. Mér varð hugsað til þessara skaðræðisatlota þegar ég fylgdist með fréttum vikunnar.Gjafmildi pólitíkusa Fréttablaðið greindi frá því í upphafi viku að velferðarráðuneytið hygðist fela Barnaverndarstofu að endurnýja tæplega 500 milljóna króna þjónustusamning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði. Barnaverndarstofa er hins vegar eindregið á móti endurnýjun samningsins. Telur stofan að tilhögunin sé ekki í samræmi við faglegar kröfur og meðferðarþörf barna sem glíma við alvarlegan hegðunar- og/eða vímuefnavanda. Þykir heimilið afskekkt, of fjarri fjölskyldum unglinganna og nauðsynlegri fagþjónustu. Auk þess hefur komið fram í fjölmiðlum að heimilið sé lítið notað og standi gjarnan tómt. Þar sem hvorki nytsemi heimilisins né hagsmunir vistmanna þess virðast spila inn í tilskipun velferðarráðuneytisins er erfitt að draga aðra ályktun en þá að byggðasjónarmið ráði för. Slík gjafmildi pólitíkusa þegar kemur að landsbyggðinni er ekki ný af nálinni. Og það eru ekki aðeins framsóknarmenn sem senda bitlinga heim í hérað eins og ríkissjóður sé jafnendurnýjanleg auðlind og mjöðurinn sem rann úr spenum geitarinnar Heiðrúnar forðum. Skemmst er að minnast eins af síðustu verkum Steingríms J. Sigfússonar í ráðherrastóli er hann lagði grunninn að kísilmálmverksmiðju á Bakka með því að senda 2,6 milljarða norður sem nota átti í vegaframkvæmdir, jarðgöng og hafnarbætur við Húsavík. Rausnarlegar sálir leyfa pólitíkusum að njóta vafans og trúa því að framferði þeirra ráðist aðeins af kærleik í garð sveita landsins. Meinhæðnara fólk kann að halda því fram að þarna sé keyptur fyrir skattfé almennings sigurinn í næsta prófkjöri. En hver svo sem hvatinn er efast enginn um að stjórnmálamenn trúi því að með gjöfum sínum strjúki þeir landsbyggðinni um vangann. Við nánari athugun kemur hins vegar í ljós að atlotin eru, rétt eins og þegar dóttir mín hyggst sýna mér væntumþykju, nær því að teljast „rear naked choke“. Þau eru kverkatak.Íslenska mafían Merkilegustu fréttir vikunnar eru þær að það hafi þótt merkilegustu fréttir vikunnar að Mjólkursamsalan er ruddi. Lengi hefur legið fyrir að starfshættir MS eiga meira sammerkt með ítölsku mafíunni en venjulegum viðskiptaháttum. Árið 2008 komst borgin Napólí í heimsfréttirnar fyrir að vera sokkin á bólakaf í rusl. Ástæðan var sú að glæpasamtökin Camorra, mafía Kampaníuhéraðsins á Suður-Ítalíu, höfðu sölsað undir sig alla sorphirðu. Sorphirða er arðvænlegur bransi og með ógnunum og samráði tókst þeim að hrekja aðra keppinauta af markaðinum. Ein um hituna gátu glæpagengin sinnt verkinu með hangandi hendi og losað sig við ruslið í vegaköntum og á víðavangi. Gerði einhver sig líklegan til að stofna sorphirðufyrirtæki til höfuðs þeim var viðkomandi ofsóttur af glæpagenginu og beittur fjárkúgunum uns hann gafst upp. Hljómar kunnuglega, ekki satt?Sveitirnar húðstrýktar Rétt eins og þegar kemur að því að senda bitlinga heim í hérað er það ekki aðeins Framsóknarflokkurinn sem stendur vörð um Mjólkursamsöluna. Þessi ríkisvarða einokun er í boði allra flokka. En með því að halda hlífiskildi yfir hinni ógnvænlegu og áhrifamiklu mjólkurmafíu, til að mynda með því að undanskilja hana frá samkeppnislögum, eru stjórnmálamenn að húðstrýkja sveitir landsins. Samantekt Kastljóssins fyrr í vikunni á öllum þeim fyrirtækjum á sviði mjólkuriðnaðar sem Mjólkursamsalan hefur kveðið í kútinn með bolabrögðum var fróðleg. Við nánari skoðun kemur í ljós að eitt eiga mörg þessara fyrirtækja sameiginlegt. Þau voru starfrækt úti á landi. Vel má vera að ríkisstjórnin telji sig sýna landsbyggðinni ástúð með því að moka krónum í að búa til gervistörf í hnignandi byggðum landsins. En í stað þess að vera landsbyggðinni knús jafnast þessi stefna á við kjaftshögg. Hversu lengi er hægt að viðhalda byggðunum með því að láta fólk gæta þar tómra stofnana? Hversu freistandi atvinnumöguleikar er stóriðja fyrir æsku landsins? Nær væri að stjórnvöld hættu að taka þátt í að berja niður nýsköpun í matvælaiðnaði – alvöru nýsköpun sem býr til alvöru störf – sem náttúrulegt væri að ætti sér stað í sveitum landsins. Í stað þess að gefa sveitum landsins rothögg, hvernig væri að gefa einokun Mjólkursamsölunnar náðarhögg? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Þegar dóttir mín varð eins árs á dögunum uppgötvaði hún kærleikann. Okkur foreldrunum til gremju eru það þó fyrst og fremst leikföngin hennar sem fá að njóta ástúðarinnar, tuskudýr sem hún knúsar af innlifun. Það kemur þó fyrir, þegar ekkert tuskudýr er tiltækt, að hún beini atlotum sínum að okkur. „Aaa,“ segir hún og strýkur okkur um vangann. Eða það er það sem hún heldur að hún sé að gera. Í raun eru handtökin meira í ætt við bardagabrögð Gunnars Nelsonar. Kinnhestur, munnkrækja, augnpot, „rear naked choke“. Mér varð hugsað til þessara skaðræðisatlota þegar ég fylgdist með fréttum vikunnar.Gjafmildi pólitíkusa Fréttablaðið greindi frá því í upphafi viku að velferðarráðuneytið hygðist fela Barnaverndarstofu að endurnýja tæplega 500 milljóna króna þjónustusamning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði. Barnaverndarstofa er hins vegar eindregið á móti endurnýjun samningsins. Telur stofan að tilhögunin sé ekki í samræmi við faglegar kröfur og meðferðarþörf barna sem glíma við alvarlegan hegðunar- og/eða vímuefnavanda. Þykir heimilið afskekkt, of fjarri fjölskyldum unglinganna og nauðsynlegri fagþjónustu. Auk þess hefur komið fram í fjölmiðlum að heimilið sé lítið notað og standi gjarnan tómt. Þar sem hvorki nytsemi heimilisins né hagsmunir vistmanna þess virðast spila inn í tilskipun velferðarráðuneytisins er erfitt að draga aðra ályktun en þá að byggðasjónarmið ráði för. Slík gjafmildi pólitíkusa þegar kemur að landsbyggðinni er ekki ný af nálinni. Og það eru ekki aðeins framsóknarmenn sem senda bitlinga heim í hérað eins og ríkissjóður sé jafnendurnýjanleg auðlind og mjöðurinn sem rann úr spenum geitarinnar Heiðrúnar forðum. Skemmst er að minnast eins af síðustu verkum Steingríms J. Sigfússonar í ráðherrastóli er hann lagði grunninn að kísilmálmverksmiðju á Bakka með því að senda 2,6 milljarða norður sem nota átti í vegaframkvæmdir, jarðgöng og hafnarbætur við Húsavík. Rausnarlegar sálir leyfa pólitíkusum að njóta vafans og trúa því að framferði þeirra ráðist aðeins af kærleik í garð sveita landsins. Meinhæðnara fólk kann að halda því fram að þarna sé keyptur fyrir skattfé almennings sigurinn í næsta prófkjöri. En hver svo sem hvatinn er efast enginn um að stjórnmálamenn trúi því að með gjöfum sínum strjúki þeir landsbyggðinni um vangann. Við nánari athugun kemur hins vegar í ljós að atlotin eru, rétt eins og þegar dóttir mín hyggst sýna mér væntumþykju, nær því að teljast „rear naked choke“. Þau eru kverkatak.Íslenska mafían Merkilegustu fréttir vikunnar eru þær að það hafi þótt merkilegustu fréttir vikunnar að Mjólkursamsalan er ruddi. Lengi hefur legið fyrir að starfshættir MS eiga meira sammerkt með ítölsku mafíunni en venjulegum viðskiptaháttum. Árið 2008 komst borgin Napólí í heimsfréttirnar fyrir að vera sokkin á bólakaf í rusl. Ástæðan var sú að glæpasamtökin Camorra, mafía Kampaníuhéraðsins á Suður-Ítalíu, höfðu sölsað undir sig alla sorphirðu. Sorphirða er arðvænlegur bransi og með ógnunum og samráði tókst þeim að hrekja aðra keppinauta af markaðinum. Ein um hituna gátu glæpagengin sinnt verkinu með hangandi hendi og losað sig við ruslið í vegaköntum og á víðavangi. Gerði einhver sig líklegan til að stofna sorphirðufyrirtæki til höfuðs þeim var viðkomandi ofsóttur af glæpagenginu og beittur fjárkúgunum uns hann gafst upp. Hljómar kunnuglega, ekki satt?Sveitirnar húðstrýktar Rétt eins og þegar kemur að því að senda bitlinga heim í hérað er það ekki aðeins Framsóknarflokkurinn sem stendur vörð um Mjólkursamsöluna. Þessi ríkisvarða einokun er í boði allra flokka. En með því að halda hlífiskildi yfir hinni ógnvænlegu og áhrifamiklu mjólkurmafíu, til að mynda með því að undanskilja hana frá samkeppnislögum, eru stjórnmálamenn að húðstrýkja sveitir landsins. Samantekt Kastljóssins fyrr í vikunni á öllum þeim fyrirtækjum á sviði mjólkuriðnaðar sem Mjólkursamsalan hefur kveðið í kútinn með bolabrögðum var fróðleg. Við nánari skoðun kemur í ljós að eitt eiga mörg þessara fyrirtækja sameiginlegt. Þau voru starfrækt úti á landi. Vel má vera að ríkisstjórnin telji sig sýna landsbyggðinni ástúð með því að moka krónum í að búa til gervistörf í hnignandi byggðum landsins. En í stað þess að vera landsbyggðinni knús jafnast þessi stefna á við kjaftshögg. Hversu lengi er hægt að viðhalda byggðunum með því að láta fólk gæta þar tómra stofnana? Hversu freistandi atvinnumöguleikar er stóriðja fyrir æsku landsins? Nær væri að stjórnvöld hættu að taka þátt í að berja niður nýsköpun í matvælaiðnaði – alvöru nýsköpun sem býr til alvöru störf – sem náttúrulegt væri að ætti sér stað í sveitum landsins. Í stað þess að gefa sveitum landsins rothögg, hvernig væri að gefa einokun Mjólkursamsölunnar náðarhögg?
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun