Þessir útlendingar Sigurjón M. Egilsson skrifar 9. október 2014 07:00 Þessir útlendingar. Geta þeir ekki skilið rök íslensks ráðafólks? Halda þeir að hér sé fólk að leika sér? Og hvað á að gera með þau ósköp þegar ESA, eftirlitsstofnun EFTA, kemst að þeirri niðurstöðu að fjárfestingarsamningarnir okkar séu ekki löglegir og að þau vísindalegu gögn sem íslensk stjórnvöld hafa framvísað, til að hindra innflutning á fersku kjöti, „…renni ekki stoðum undir gildandi reglur heldur sýni þvert á móti að áhætta á sýkingu búfjár gegnum innflutning á fersku kjöti sé hverfandi. ESA telur því að umrætt kerfi leyfisveitinga feli í sér óréttlætanlegar og ónauðsynlegar viðskiptahindranir.“ Hvað er nú þetta? Hér er gnótt stjórnmálamanna, til að mynda, sem segjast sannfærðir um að allt fari á versta veg, matvælaöryggi þjóðarinnar þoli ekki og megi ekki við að flutt sé inn ferskt, erlent kjöt. Hvert á að leiða okkur? Nú verða teknar upp varnir. Það verður barist. Við örlitla leit á veraldarvefnum fannst þetta: „Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segist óttast sjúkdómahættu af óheftum innflutningi á hráu kjöti frá löndum sem meðhöndla dýr öðruvísi en Íslendingar.“ Sigrún talar um hrátt kjöt sem er það sama og ESA kallar ferskt kjöt. Sem vitanlega er sami kjötbitinn. Og frá þjóðum sem meðhöndla dýr öðruvísi en Íslendingar. Við lestur orða Sigrúnar má marka að nú sé vá fyrir dyrum. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali við Vísi að nokkuð víst væri að íslensk stjórnvöld myndu grípa til varna út af þessum úrskurði og berjast gegn honum með öllum ráðum. Varðandi rök ESA um að hverfandi hætta væri á sýkingu vegna fersks kjöts sagði þingmaðurinn: „Hvaða hagsmunamat er þetta? Jú, það er það hagsmunamat að hagsmunir þjóðarinnar séu best varðveittir með því að varna því að hér gjósi upp sjúkdómar.“ Mörgum kann að þykja aumt þegar útlendingar skilja ekki íslensk rök og ætla okkur að stefna matvælaöryggi okkar í voða. Við munum senda málið til Evrópudómstólsins. Til að bæta gráu ofan á svart telja útlendingarnir, í ESA, að okkar ágæta ráðafólk viti ekkert hvað það er að gera þegar gerðir eru fjárfestingarsamningar til þess að laða til okkur útlendinga í fjárfestingarhug. Þetta segir um þennan úrskurð á vef atvinnuvegaráðuneytisins: „Samkvæmt ákvörðun ESA er ástæða þess að um ólögmæta ríkisaðstoð er að ræða annars vegar sú að tvö af viðkomandi verkefnum hafi þegar verið hafin áður en gengið var frá fjárfestingarsamningi, og því hafi ekki verið sýnt fram á að sú ívilnun sem í fjárfestingarsamningi felst væri forsenda þess að viðkomandi verkefni yrðu að veruleika. Hins vegar er bent á að í þremur tilvikum hafi ríkisaðstoð falist í rekstraraðstoð en ekki beinni fjárfestingaraðstoð, en slík aðstoð er almennt óheimil samkvæmt reglum EES samningsins um veitingu ríkisaðstoðar.“ Að íslenskum sið skal berjast. Ráðuneytið segir: „Í tilefni af ákvörðun ESA skal tekið fram að ákvörðunin hefur ekki áhrif á þau fjárfestingarverkefni sem eru til skoðunar eða gerðir hafa verið fjárfestingarsamningar um á þessu ári.“ Útlendingunum gengur illa að skilja Ísland og Íslendinga. Og ekki er minnsti vafi á að það verða fleiri en Þorsteinn Sæmundsson sem hefja harða varnarbaráttu. Það er þungt fyrir þjóðarstoltið ef við getum ekki varist erlendum mat og ef við megum ekki mismuna fyrirtækjum með fyrirgreiðslusamningum. Já, það er vandlifað í veröldinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun
Þessir útlendingar. Geta þeir ekki skilið rök íslensks ráðafólks? Halda þeir að hér sé fólk að leika sér? Og hvað á að gera með þau ósköp þegar ESA, eftirlitsstofnun EFTA, kemst að þeirri niðurstöðu að fjárfestingarsamningarnir okkar séu ekki löglegir og að þau vísindalegu gögn sem íslensk stjórnvöld hafa framvísað, til að hindra innflutning á fersku kjöti, „…renni ekki stoðum undir gildandi reglur heldur sýni þvert á móti að áhætta á sýkingu búfjár gegnum innflutning á fersku kjöti sé hverfandi. ESA telur því að umrætt kerfi leyfisveitinga feli í sér óréttlætanlegar og ónauðsynlegar viðskiptahindranir.“ Hvað er nú þetta? Hér er gnótt stjórnmálamanna, til að mynda, sem segjast sannfærðir um að allt fari á versta veg, matvælaöryggi þjóðarinnar þoli ekki og megi ekki við að flutt sé inn ferskt, erlent kjöt. Hvert á að leiða okkur? Nú verða teknar upp varnir. Það verður barist. Við örlitla leit á veraldarvefnum fannst þetta: „Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segist óttast sjúkdómahættu af óheftum innflutningi á hráu kjöti frá löndum sem meðhöndla dýr öðruvísi en Íslendingar.“ Sigrún talar um hrátt kjöt sem er það sama og ESA kallar ferskt kjöt. Sem vitanlega er sami kjötbitinn. Og frá þjóðum sem meðhöndla dýr öðruvísi en Íslendingar. Við lestur orða Sigrúnar má marka að nú sé vá fyrir dyrum. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali við Vísi að nokkuð víst væri að íslensk stjórnvöld myndu grípa til varna út af þessum úrskurði og berjast gegn honum með öllum ráðum. Varðandi rök ESA um að hverfandi hætta væri á sýkingu vegna fersks kjöts sagði þingmaðurinn: „Hvaða hagsmunamat er þetta? Jú, það er það hagsmunamat að hagsmunir þjóðarinnar séu best varðveittir með því að varna því að hér gjósi upp sjúkdómar.“ Mörgum kann að þykja aumt þegar útlendingar skilja ekki íslensk rök og ætla okkur að stefna matvælaöryggi okkar í voða. Við munum senda málið til Evrópudómstólsins. Til að bæta gráu ofan á svart telja útlendingarnir, í ESA, að okkar ágæta ráðafólk viti ekkert hvað það er að gera þegar gerðir eru fjárfestingarsamningar til þess að laða til okkur útlendinga í fjárfestingarhug. Þetta segir um þennan úrskurð á vef atvinnuvegaráðuneytisins: „Samkvæmt ákvörðun ESA er ástæða þess að um ólögmæta ríkisaðstoð er að ræða annars vegar sú að tvö af viðkomandi verkefnum hafi þegar verið hafin áður en gengið var frá fjárfestingarsamningi, og því hafi ekki verið sýnt fram á að sú ívilnun sem í fjárfestingarsamningi felst væri forsenda þess að viðkomandi verkefni yrðu að veruleika. Hins vegar er bent á að í þremur tilvikum hafi ríkisaðstoð falist í rekstraraðstoð en ekki beinni fjárfestingaraðstoð, en slík aðstoð er almennt óheimil samkvæmt reglum EES samningsins um veitingu ríkisaðstoðar.“ Að íslenskum sið skal berjast. Ráðuneytið segir: „Í tilefni af ákvörðun ESA skal tekið fram að ákvörðunin hefur ekki áhrif á þau fjárfestingarverkefni sem eru til skoðunar eða gerðir hafa verið fjárfestingarsamningar um á þessu ári.“ Útlendingunum gengur illa að skilja Ísland og Íslendinga. Og ekki er minnsti vafi á að það verða fleiri en Þorsteinn Sæmundsson sem hefja harða varnarbaráttu. Það er þungt fyrir þjóðarstoltið ef við getum ekki varist erlendum mat og ef við megum ekki mismuna fyrirtækjum með fyrirgreiðslusamningum. Já, það er vandlifað í veröldinni.