Tilraunamennska í tónlist og gjörningum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 9. október 2014 14:00 Sláturtíð „Verðlaunabikarinn er afsteypa af raunverulegum sláturkepp,“ útskýrir Guðmundur Steinn. Mynd úr einkasafni „Fyrstu tónleikarnir eru í kvöld þar sem meðal annars verða flutt ný verk eftir mig og Hafdísi Bjarnadóttur og keppninni um Keppinn verður startað,“ segir Guðmundur Steinn Gunnarsson, einn aðstandenda tónlistarhátíðarinnar Sláturtíðar sem hefst í dag. Það er S.L.Á.T.U.R. – Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík – sem fyrir hátíðinni stendur og hefur hún verið haldin árlega síðan 2009. Samhliða Sláturtíð í ár fer fram keppnin um Keppinn, sem er að þessu sinni keppni í myndlist með frjálsri aðferð. Keppurinn sjálfur er járnsteyptur farandverðlaunabikar sem veittur verður nú í fjórða sinn. „Verðlaunabikarinn er afsteypa af raunverulegum sláturkepp, sem eru nú að verða ansi sjaldgæfir,“ segir Guðmundur. „Þeir sem vilja taka þátt í keppninni geta mætt með verk klukkan sjö í kvöld. Síðan verða verkin seld hæstbjóðanda og það verk sem selst á hæsta verðinu hlýtur verðlaunin.“ Viðburðir hátíðarinnar eru sambland af tónlist og gjörningum og fara allir fram í Hafnarhúsinu. Í kvöld, annað kvöld og á laugardagskvöldið hefjast þeir klukkan 20 og klukkan 15 á laugardag eru einnig tónleikar þar sem aðeins verður flutt eitt verk sem er óvenjulegt á hátíðinni. Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík voru stofnuð árið 2005 og hafa staðið fyrir ótal mörgum viðburðum af ýmsum toga sem allir tengjast tilraunamennsku í tónsmíðum á einn eða annan hátt. Á næsta ári munu samtökin halda upp á tíu ára afmælið með veglegum hætti. Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Fyrstu tónleikarnir eru í kvöld þar sem meðal annars verða flutt ný verk eftir mig og Hafdísi Bjarnadóttur og keppninni um Keppinn verður startað,“ segir Guðmundur Steinn Gunnarsson, einn aðstandenda tónlistarhátíðarinnar Sláturtíðar sem hefst í dag. Það er S.L.Á.T.U.R. – Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík – sem fyrir hátíðinni stendur og hefur hún verið haldin árlega síðan 2009. Samhliða Sláturtíð í ár fer fram keppnin um Keppinn, sem er að þessu sinni keppni í myndlist með frjálsri aðferð. Keppurinn sjálfur er járnsteyptur farandverðlaunabikar sem veittur verður nú í fjórða sinn. „Verðlaunabikarinn er afsteypa af raunverulegum sláturkepp, sem eru nú að verða ansi sjaldgæfir,“ segir Guðmundur. „Þeir sem vilja taka þátt í keppninni geta mætt með verk klukkan sjö í kvöld. Síðan verða verkin seld hæstbjóðanda og það verk sem selst á hæsta verðinu hlýtur verðlaunin.“ Viðburðir hátíðarinnar eru sambland af tónlist og gjörningum og fara allir fram í Hafnarhúsinu. Í kvöld, annað kvöld og á laugardagskvöldið hefjast þeir klukkan 20 og klukkan 15 á laugardag eru einnig tónleikar þar sem aðeins verður flutt eitt verk sem er óvenjulegt á hátíðinni. Samtök listrænt ágengra tónsmiða umhverfis Reykjavík voru stofnuð árið 2005 og hafa staðið fyrir ótal mörgum viðburðum af ýmsum toga sem allir tengjast tilraunamennsku í tónsmíðum á einn eða annan hátt. Á næsta ári munu samtökin halda upp á tíu ára afmælið með veglegum hætti.
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira