Minecraft: Grafðu í grænni lautu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. október 2014 12:30 Minecraft Mynd/Mojang/Microsoft Fimm ár eru síðan sænski tölvuleikjaframleiðandinn Mojang kynnti Minecraft til sögunnar. Sú þróun sem hefur átt sér stað síðan þá er einu orði sagt ævintýraleg. Samfélag leikjaspilara tók leiknum með opnum örmum og Minecraft dafnaði vel á PC. Á endanum var leikurinn gefin út á Xbox 360-leikjavélina í nánast óbreyttri mynd. Uppfærð útgáfa er nú fáanleg á nýrri kynslóð (Xbox One, PS4) og framtíð Minecraft hefur aldrei verið jafn björt. Spilarinn finnur sig nú í veröld sem er 36 sinnum stærri en á fyrri kynslóð. Með ekkert nema kort í hönd hefst ævintýrið, frelsið sem fylgir því að spila Minecraft er einstakt í leikjaheiminum. Engar reglur og sköpunargleðin ræður ríkjum. Mojang nýtir sér tækjakost nýju kynslóðarinnar til fulls. Útlit leiksins er fágaðra, með örlitlum breytingum sem vanir spilarar munu vafalaust gleðjast yfir. Þrátt fyrir þetta er hin kunnuglega fagurfræði Minecraft til staðar. Uppátæki spilara í Minecraft eru oft á tíðum makalaus (einn metnaðarfullur bjó til starfhæfan 1Kb harðan disk í PC-útgáfunni um daginn). Engu að síður er leikjatölvu-útgáfa Minecraft háð eðlislægum takmörkunum sem ekki er að finna á PC. Netspilunin getur verið leiðinleg og fyrirframgefinn arkitektúr hugbúnaðarins er óhagganlegur (ekkert „modding“). Minecraft á nýrri kynslóð leikjatölva er stórkostleg upplifun og þeir sem ekki hafa kynnst Minecraft í öllu sínu veldi ættu að næla sér í eintak hið snarasta. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Fimm ár eru síðan sænski tölvuleikjaframleiðandinn Mojang kynnti Minecraft til sögunnar. Sú þróun sem hefur átt sér stað síðan þá er einu orði sagt ævintýraleg. Samfélag leikjaspilara tók leiknum með opnum örmum og Minecraft dafnaði vel á PC. Á endanum var leikurinn gefin út á Xbox 360-leikjavélina í nánast óbreyttri mynd. Uppfærð útgáfa er nú fáanleg á nýrri kynslóð (Xbox One, PS4) og framtíð Minecraft hefur aldrei verið jafn björt. Spilarinn finnur sig nú í veröld sem er 36 sinnum stærri en á fyrri kynslóð. Með ekkert nema kort í hönd hefst ævintýrið, frelsið sem fylgir því að spila Minecraft er einstakt í leikjaheiminum. Engar reglur og sköpunargleðin ræður ríkjum. Mojang nýtir sér tækjakost nýju kynslóðarinnar til fulls. Útlit leiksins er fágaðra, með örlitlum breytingum sem vanir spilarar munu vafalaust gleðjast yfir. Þrátt fyrir þetta er hin kunnuglega fagurfræði Minecraft til staðar. Uppátæki spilara í Minecraft eru oft á tíðum makalaus (einn metnaðarfullur bjó til starfhæfan 1Kb harðan disk í PC-útgáfunni um daginn). Engu að síður er leikjatölvu-útgáfa Minecraft háð eðlislægum takmörkunum sem ekki er að finna á PC. Netspilunin getur verið leiðinleg og fyrirframgefinn arkitektúr hugbúnaðarins er óhagganlegur (ekkert „modding“). Minecraft á nýrri kynslóð leikjatölva er stórkostleg upplifun og þeir sem ekki hafa kynnst Minecraft í öllu sínu veldi ættu að næla sér í eintak hið snarasta.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira