Neró á fiðlunni, Ritz-kex í skálinni Sif Sigmarsdóttir skrifar 3. október 2014 07:00 Árið er 1922. Það eru erfiðir tímar. Það er atvinnuþref. Gjaldeyriskreppa er allsráðandi hér á landi með tilheyrandi óstöðugleika. Sala léttvíns er leyfð eftir sjö ára áfengisbann því Spánverjar hóta að hætta að kaupa af Íslendingum saltaðan þorsk kaupum við ekki af þeim vín. Árið er 1964. Það eru erfiðir tímar. Það er atvinnuþref. Hrina verkfalla gengur yfir landið. Innflutningur á kexi er leyfður. Árið er 1980. Það eru erfiðir tímar. Það er atvinnuþref. Það ríkir óðaverðbólga. Kaupmáttur almennings á undir högg að sækja. Innflutningur á sælgæti er gefinn frjáls. Árið er 2009. 20. janúar. Þing kemur saman í fyrsta sinn eftir jólaleyfi. Fyrir utan ætlar allt um koll að keyra þegar svo mikill hiti færist í Búsáhaldabyltinguna að Óslóar-jólatréð brennur. Fyrir innan er óbreytt dagskrá. Landsmönnum til hneykslunar ræðir Alþingi sölu áfengis í matvöruverslunum. Ég fór í partí um kvöldið. Vandlætingin draup af tungum eins og ídýfan af Ritz-kexinu. „Stuttbuxnastrákurinn sem fer fyrir þessu áfengisfrumvarpi er bara eins og Neró sem spilar á fiðluna sína meðan Róm brennur.“ Viðstaddir kinkuðu kolli. Hverjum var ekki sama um að fiðlan var ekki fundin upp fyrr en fimmtán hundruð árum eftir að Róm brann og að stuttbuxnastrákurinn réð ekki neinu um dagskrá Alþingis. „Æ, guttarnir úr smákrakkadeild Sjálfstæðisflokksins myndu selja mömmu sína fyrir þetta frelsi sitt.“ Ég hristi hausinn. „Ekki fyrr en þeir hefðu breytt henni í aflandsfélag til að losna við að greiða af henni skatt.“ Ég gaf sjálfri mér „high-five“ í huganum, skenkti mér meira hvítvín og stalst aftur í Lindor konfektkassann.Landspítali eða Snickers Síðan eru liðin tæp sex ár. Enn á ný hyggst félagi í stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins koma á dagskrá Alþingis frumvarpi sem miðar að því að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum. Rétt eins og þegar Sigurður Kári Kristjánsson talaði fyrir málinu fyrir sex árum undir skellum í pottum og pönnum má benda á ótal hluti í íslensku samfélagi sem brýnna væri að hið háa Alþingi beindi sjónum að. Skuldir heimilanna. Landspítalinn. Matvælaverð. „Það eru erfiðir tímar, atvinnuþref,“ þuldi ég þegar ég heyrði af frumvarpi Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hvar ég keypti áfengi komst ekki einu sinni á lista yfir topp 100 hluti sem héldu fyrir mér vöku á nóttunni. Ég naut þess að klára Snickers-lager heimilisins í einni atrennu til að tæma nammiskápinn fyrir Meistaramánuð þegar á mig runnu skyndilega tvær grímur. Hvenær eru ekki erfiðir tímar? Hvenær er ekki atvinnuþref?Ýsa, tólg og Ora-bollur Einu sinni var ekki drukkið léttvín á Íslandi. Einu sinni var hér ekkert Ritz-kex í boði með Gunnars majonesinu. Einu sinni var ekki hægt að eyðileggja háfleyg hjarðhegðunarmarkmið Meistaramánaðar með Lindor konfekti og Snickersi. Við Íslendingar eigum stundum til að spyrna við fótum þegar kemur að breytingum: Æ, er ekki óþarfi að fikta svona í hlutum sem hafa virkað ágætlega alveg síðan frá landnámi? Kom Nóa súkkulaði annars ekki með okkur frá Noregi ásamt landnámskúnni og lopapeysunni? Já, og kexverksmiðjan Frón, var hún ekki örugglega stofnuð af Ingólfi Arnarsyni? Eitt stakt skref í átt að auknu verslunarfrelsi virðist oft léttvægt. Ég er komin í Kringluna. Hvaða máli skiptir það hvort ég fái hvítvínið í Hagkaup eða hvort ég skjótist nokkra metra í ÁTVR? Svarið er: Litlu. Það skiptir litlu sem engu máli. Hefði viðkvæðið hins vegar verið slíkt þegar kom að öllum þeim litlu skrefum sem stigin voru í átt að verslunarfrelsi á síðustu öld borðuðum við enn soðna ýsu og tólg í flest mál, splæstum í Ora bollur í dós þegar við hygðumst gera vel við okkur og slöfruðum ofurfeitt lambalæri undantekningarlaust á sunnudögum.Með hálsinn á höggstokknum Frelsi er ekki í tísku. Skemmst er að minnast ungu konunnar sem í tíð sinni sem formaður Heimdallar velti fyrir sér í blaðaviðtali hvers vegna maður mætti ekki kaupa sér hvítvín með humrinum á sunnudegi ef manni sýndist svo. Hún uppskar húðstrýkingu með orðum. Ég sé höfuð mitt fyrir mér á stjaka. En ég ætla samt að láta vaða. Ég legg hálsinn á höggstokk umræðunnar og leyfi mér að spyrja: Er það svo hræðilegt að geta keypt sér Lu-kex þegar maður er kominn með nóg af Pólókexinu frá Frón? Er það svo hræðilegt að geta fengið sér M&M's án þess að hafa verið að koma frá útlöndum? Er það svo hræðilegt að geta keypt sér hvítvín í Hagkaup á sunnudegi hvort sem á borðum er baunabuff, niðurgreiðslulamb, einokunarostur eða humar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Árið er 1922. Það eru erfiðir tímar. Það er atvinnuþref. Gjaldeyriskreppa er allsráðandi hér á landi með tilheyrandi óstöðugleika. Sala léttvíns er leyfð eftir sjö ára áfengisbann því Spánverjar hóta að hætta að kaupa af Íslendingum saltaðan þorsk kaupum við ekki af þeim vín. Árið er 1964. Það eru erfiðir tímar. Það er atvinnuþref. Hrina verkfalla gengur yfir landið. Innflutningur á kexi er leyfður. Árið er 1980. Það eru erfiðir tímar. Það er atvinnuþref. Það ríkir óðaverðbólga. Kaupmáttur almennings á undir högg að sækja. Innflutningur á sælgæti er gefinn frjáls. Árið er 2009. 20. janúar. Þing kemur saman í fyrsta sinn eftir jólaleyfi. Fyrir utan ætlar allt um koll að keyra þegar svo mikill hiti færist í Búsáhaldabyltinguna að Óslóar-jólatréð brennur. Fyrir innan er óbreytt dagskrá. Landsmönnum til hneykslunar ræðir Alþingi sölu áfengis í matvöruverslunum. Ég fór í partí um kvöldið. Vandlætingin draup af tungum eins og ídýfan af Ritz-kexinu. „Stuttbuxnastrákurinn sem fer fyrir þessu áfengisfrumvarpi er bara eins og Neró sem spilar á fiðluna sína meðan Róm brennur.“ Viðstaddir kinkuðu kolli. Hverjum var ekki sama um að fiðlan var ekki fundin upp fyrr en fimmtán hundruð árum eftir að Róm brann og að stuttbuxnastrákurinn réð ekki neinu um dagskrá Alþingis. „Æ, guttarnir úr smákrakkadeild Sjálfstæðisflokksins myndu selja mömmu sína fyrir þetta frelsi sitt.“ Ég hristi hausinn. „Ekki fyrr en þeir hefðu breytt henni í aflandsfélag til að losna við að greiða af henni skatt.“ Ég gaf sjálfri mér „high-five“ í huganum, skenkti mér meira hvítvín og stalst aftur í Lindor konfektkassann.Landspítali eða Snickers Síðan eru liðin tæp sex ár. Enn á ný hyggst félagi í stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins koma á dagskrá Alþingis frumvarpi sem miðar að því að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum. Rétt eins og þegar Sigurður Kári Kristjánsson talaði fyrir málinu fyrir sex árum undir skellum í pottum og pönnum má benda á ótal hluti í íslensku samfélagi sem brýnna væri að hið háa Alþingi beindi sjónum að. Skuldir heimilanna. Landspítalinn. Matvælaverð. „Það eru erfiðir tímar, atvinnuþref,“ þuldi ég þegar ég heyrði af frumvarpi Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Hvar ég keypti áfengi komst ekki einu sinni á lista yfir topp 100 hluti sem héldu fyrir mér vöku á nóttunni. Ég naut þess að klára Snickers-lager heimilisins í einni atrennu til að tæma nammiskápinn fyrir Meistaramánuð þegar á mig runnu skyndilega tvær grímur. Hvenær eru ekki erfiðir tímar? Hvenær er ekki atvinnuþref?Ýsa, tólg og Ora-bollur Einu sinni var ekki drukkið léttvín á Íslandi. Einu sinni var hér ekkert Ritz-kex í boði með Gunnars majonesinu. Einu sinni var ekki hægt að eyðileggja háfleyg hjarðhegðunarmarkmið Meistaramánaðar með Lindor konfekti og Snickersi. Við Íslendingar eigum stundum til að spyrna við fótum þegar kemur að breytingum: Æ, er ekki óþarfi að fikta svona í hlutum sem hafa virkað ágætlega alveg síðan frá landnámi? Kom Nóa súkkulaði annars ekki með okkur frá Noregi ásamt landnámskúnni og lopapeysunni? Já, og kexverksmiðjan Frón, var hún ekki örugglega stofnuð af Ingólfi Arnarsyni? Eitt stakt skref í átt að auknu verslunarfrelsi virðist oft léttvægt. Ég er komin í Kringluna. Hvaða máli skiptir það hvort ég fái hvítvínið í Hagkaup eða hvort ég skjótist nokkra metra í ÁTVR? Svarið er: Litlu. Það skiptir litlu sem engu máli. Hefði viðkvæðið hins vegar verið slíkt þegar kom að öllum þeim litlu skrefum sem stigin voru í átt að verslunarfrelsi á síðustu öld borðuðum við enn soðna ýsu og tólg í flest mál, splæstum í Ora bollur í dós þegar við hygðumst gera vel við okkur og slöfruðum ofurfeitt lambalæri undantekningarlaust á sunnudögum.Með hálsinn á höggstokknum Frelsi er ekki í tísku. Skemmst er að minnast ungu konunnar sem í tíð sinni sem formaður Heimdallar velti fyrir sér í blaðaviðtali hvers vegna maður mætti ekki kaupa sér hvítvín með humrinum á sunnudegi ef manni sýndist svo. Hún uppskar húðstrýkingu með orðum. Ég sé höfuð mitt fyrir mér á stjaka. En ég ætla samt að láta vaða. Ég legg hálsinn á höggstokk umræðunnar og leyfi mér að spyrja: Er það svo hræðilegt að geta keypt sér Lu-kex þegar maður er kominn með nóg af Pólókexinu frá Frón? Er það svo hræðilegt að geta fengið sér M&M's án þess að hafa verið að koma frá útlöndum? Er það svo hræðilegt að geta keypt sér hvítvín í Hagkaup á sunnudegi hvort sem á borðum er baunabuff, niðurgreiðslulamb, einokunarostur eða humar?
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun