Martraðarkennd ferð vandræðaunglinga Þórður Ingi Jónsson skrifar 3. október 2014 09:14 Ljúfsár og dulræn - Þau hafa flúið er ansi óútreiknanleg mynd. Þau hafa flúið (He ovat paenneet) Leikstjóri: J.-P. ValkeapääIMDB 6,9 Þau hafa flúið er nýjasta mynd finnska leikstjórans J.-P. Valkeapää sem er rísandi stjarna í norræna kvikmyndaheiminum. Í byrjun myndarinnar kynnumst við ungum manni að nafni Joni, sem flúði herskyldu og er sendur á unglingaheimili. Hann á erfitt uppdráttar af því að hann glímir við stam en líf hans tekur miklum breytingum þegar hann kynnist pönkaranum og vandræðagemsanum Raisu á heimilinu. Þau ákveða að flýja stofnunina á bílnum hans Joni. Þau brjótast inn í sumarbústaði og stela neyðarvistum (áfengi og vímuefnum), kynnast ýmsum skrautlegum karakterum og halda í leit að ömmu Raisu. Myndin tekur síðan afar óvænta stefnu sem verður ekki lýst frekar. Þau hafa flúið er merkileg mynd sem sveiflast fram og til baka á milli þess að vera ljúfsár vegamynd, beitt samfélagsádeila og martraðarkennd hryllingsmynd. Myndin er tekin upp á næstum expressjónískan hátt þar sem formið endurspeglar efnið og skotin draga mann beint inn í hugarheim aðalpersónanna. Myndin fær plús í kladdann fyrir að vera afar óútreiknanleg en maður veit aldrei almennilega hvert hún fer næst. Yfir myndinni er líka dulrænn bragur – það búa andar í skóginum og náttúrunni en draumaatriðin í myndinni eru mjög mystísk og grípandi. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Þau hafa flúið (He ovat paenneet) Leikstjóri: J.-P. ValkeapääIMDB 6,9 Þau hafa flúið er nýjasta mynd finnska leikstjórans J.-P. Valkeapää sem er rísandi stjarna í norræna kvikmyndaheiminum. Í byrjun myndarinnar kynnumst við ungum manni að nafni Joni, sem flúði herskyldu og er sendur á unglingaheimili. Hann á erfitt uppdráttar af því að hann glímir við stam en líf hans tekur miklum breytingum þegar hann kynnist pönkaranum og vandræðagemsanum Raisu á heimilinu. Þau ákveða að flýja stofnunina á bílnum hans Joni. Þau brjótast inn í sumarbústaði og stela neyðarvistum (áfengi og vímuefnum), kynnast ýmsum skrautlegum karakterum og halda í leit að ömmu Raisu. Myndin tekur síðan afar óvænta stefnu sem verður ekki lýst frekar. Þau hafa flúið er merkileg mynd sem sveiflast fram og til baka á milli þess að vera ljúfsár vegamynd, beitt samfélagsádeila og martraðarkennd hryllingsmynd. Myndin er tekin upp á næstum expressjónískan hátt þar sem formið endurspeglar efnið og skotin draga mann beint inn í hugarheim aðalpersónanna. Myndin fær plús í kladdann fyrir að vera afar óútreiknanleg en maður veit aldrei almennilega hvert hún fer næst. Yfir myndinni er líka dulrænn bragur – það búa andar í skóginum og náttúrunni en draumaatriðin í myndinni eru mjög mystísk og grípandi.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein