Þegar fortíðin hættir að líða Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. október 2014 12:00 Hjörtur Marteinsson. „Ljóðmælandi bókarinnar býr sér til þessa persónu og kallar hana afa.“ Vísir/Ernir Ljóðin fjalla í raun ekki um afa minn, þótt bókin sé tileinkuð honum,“ segir Hjörtur Marteinsson um viðfangsefni ljóðabókarinnar Alzheimer-tilbrigðin sem í gær hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2014. „Þegar afi minn dó hafði hann byrjað ritun æviminninga sinna, sem reyndist honum erfitt þar sem minnið var farið að svíkja hann og það má segja að það hafi orðið kveikjan að þessum prósaljóðum að verða vitni að því hversu þungt honum féll það. En ljóðmælandi bókarinnar býr sér til þessa persónu og kallar hana afa, það er engin bein fyrirmynd að henni.“ Í umsögn dómnefndar um Alzheimer-tilbrigðin segir: „Nálgunin er afar myndræn og í henni birtist eins konar natúralískur súrrealismi þegar sýnt er hvernig lífið getur glatast fólki og það stigið inn í hliðartilveru sína, aðeins til að villast í eigin fortíð. Sjónarhorn bókarinnar liggur í félagsskap aðstandanda sem nær til afa síns inn á milli og verður um leið sjálfur reynslunni ríkari.“ Ljóðin tengjast innbyrðis og segja samfellda sögu og Hjörtur segir þau hafa komið til sín nánast fullsköpuð. Hjörtur er ekki óvanur því að vinna til verðlauna fyrir verk sín, hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2000 fyrir skáldsöguna AM 00 og Ljóðstaf Jóns úr Vör hlaut hann árið 2004. Hann telur sig þó greinilega ekki fullnuma rithöfund því nú hefur hann sest á skólabekk og nemur ritlist við HÍ. „Það nám hefur komið mér þægilega á óvart,“ segir hann. „Ég er búinn að vera að vinna að skáldsögu í mörg ár og er, þér að segja, kominn með heilt bílhlass af blaðsíðum sem ég nýti mér námið til að vinsa úr og skera niður.“ Alzheimer-tilbrigðin er komin út hjá bókaútgáfunni Tunglinu, sem hefur haft þann háttinn á að gefa bækur út í 69 eintökum og farga þeim sem seljast ekki á fullu tungli, en Hjörtur segir hlæjandi að þeir ætli nú að gera undantekningu á þeirri reglu fyrir verðlaunabókina. „Eintökin verða eitthvað fleiri og lesendur ættu ekki að vera í vandræðum með að nálgast bókina.“ Hjörtur, sem er íslenskukennari á unglingastigi við Árbæjarskóla, hefur einnig lagt stund á myndlist og haldið sex einkasýningar hér innanlands, m.a. í Nýlistasafninu gamla við Vatnsstíg og í Listasafni ASÍ. Auk þess hefur hann tekið þátt í tveimur samsýningum með sambýliskonu sinni, Guðbjörgu Lind Jónsdóttur listmálara. Önnur þeirra sýninga stendur nú yfir í Listasafni Ísafjarðar. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ljóðin fjalla í raun ekki um afa minn, þótt bókin sé tileinkuð honum,“ segir Hjörtur Marteinsson um viðfangsefni ljóðabókarinnar Alzheimer-tilbrigðin sem í gær hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2014. „Þegar afi minn dó hafði hann byrjað ritun æviminninga sinna, sem reyndist honum erfitt þar sem minnið var farið að svíkja hann og það má segja að það hafi orðið kveikjan að þessum prósaljóðum að verða vitni að því hversu þungt honum féll það. En ljóðmælandi bókarinnar býr sér til þessa persónu og kallar hana afa, það er engin bein fyrirmynd að henni.“ Í umsögn dómnefndar um Alzheimer-tilbrigðin segir: „Nálgunin er afar myndræn og í henni birtist eins konar natúralískur súrrealismi þegar sýnt er hvernig lífið getur glatast fólki og það stigið inn í hliðartilveru sína, aðeins til að villast í eigin fortíð. Sjónarhorn bókarinnar liggur í félagsskap aðstandanda sem nær til afa síns inn á milli og verður um leið sjálfur reynslunni ríkari.“ Ljóðin tengjast innbyrðis og segja samfellda sögu og Hjörtur segir þau hafa komið til sín nánast fullsköpuð. Hjörtur er ekki óvanur því að vinna til verðlauna fyrir verk sín, hann hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2000 fyrir skáldsöguna AM 00 og Ljóðstaf Jóns úr Vör hlaut hann árið 2004. Hann telur sig þó greinilega ekki fullnuma rithöfund því nú hefur hann sest á skólabekk og nemur ritlist við HÍ. „Það nám hefur komið mér þægilega á óvart,“ segir hann. „Ég er búinn að vera að vinna að skáldsögu í mörg ár og er, þér að segja, kominn með heilt bílhlass af blaðsíðum sem ég nýti mér námið til að vinsa úr og skera niður.“ Alzheimer-tilbrigðin er komin út hjá bókaútgáfunni Tunglinu, sem hefur haft þann háttinn á að gefa bækur út í 69 eintökum og farga þeim sem seljast ekki á fullu tungli, en Hjörtur segir hlæjandi að þeir ætli nú að gera undantekningu á þeirri reglu fyrir verðlaunabókina. „Eintökin verða eitthvað fleiri og lesendur ættu ekki að vera í vandræðum með að nálgast bókina.“ Hjörtur, sem er íslenskukennari á unglingastigi við Árbæjarskóla, hefur einnig lagt stund á myndlist og haldið sex einkasýningar hér innanlands, m.a. í Nýlistasafninu gamla við Vatnsstíg og í Listasafni ASÍ. Auk þess hefur hann tekið þátt í tveimur samsýningum með sambýliskonu sinni, Guðbjörgu Lind Jónsdóttur listmálara. Önnur þeirra sýninga stendur nú yfir í Listasafni Ísafjarðar.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira