Vill fá innblástur fyrir nýja sinfóníu Þórður Ingi Jónsson skrifar 2. október 2014 09:38 Vill halda áfram - Tim er ekki orðinn þreyttur á ferðalögum. „Bærinn er engu líkur, ég hlakka mikið til að koma aftur,“ segir bresk-kanadíski tónlistarmaðurinn Tim Crabtree, einnig þekktur sem Paper Beat Scissors. Hann er á leiðinni til landsins í annað sinn en hann kemur fram á tónleikum á Cafe Rosenberg á föstudaginn. „Ég er að reyna að læra meiri íslensku. „Þú ert fallegur,“ er það eina sem ég kann í augnablikinu,“ segir Tim og hlær. Tim er Breti sem búið hefur í Halifax í Kanada undanfarinn áratug. Tim segist spila dýnamíska tónlist og leikur sér mikið með tónstyrkinn en þetta er í grunninn indí-þjóðlagatónlist. Hann er í kreðsunni í kringum hljómsveitina Arcade Fire en Jeremy Gara, trommari sveitarinnar, hljóðblandaði seinustu plötu Tims. Ný plata frá Paper Beat Scissors kemur út í apríl á næsta ári en Tim mun spila ný lög af plötunni í bland við gamalt efni. Að sögn Tims mun hann nýta dvöl sína á landinu til að vinna í tónlist fyrir sinfóníutónleika í Halifax þar sem hann mun semja útsetningarnar. „Mig langar að fá innblástur á meðan ég er á Íslandi,“ segir hann. Tónleikarnir á Rósenberg verða seinasti áfanginn á Evróputúr hans þar sem hann spilaði á 30 stöðum víðs vegar um Evrópu en síðustu tónleikar hans voru haldnir í grískri rétttrúnaðarkirkju í Augsburg í Þýskalandi og var uppselt. „Þetta hefur verið ótrúlegt tónleikaferðalag. Ég væri samt til í að halda áfram,“ segir Tim. Tónleikarnir á föstudag hefjast klukkan 21.00 og kostar 2.000 krónur inn. Ásamt Paper Beat Scissors koma fram Sísí Ey og Svavar Knútur. Tónlist Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Bærinn er engu líkur, ég hlakka mikið til að koma aftur,“ segir bresk-kanadíski tónlistarmaðurinn Tim Crabtree, einnig þekktur sem Paper Beat Scissors. Hann er á leiðinni til landsins í annað sinn en hann kemur fram á tónleikum á Cafe Rosenberg á föstudaginn. „Ég er að reyna að læra meiri íslensku. „Þú ert fallegur,“ er það eina sem ég kann í augnablikinu,“ segir Tim og hlær. Tim er Breti sem búið hefur í Halifax í Kanada undanfarinn áratug. Tim segist spila dýnamíska tónlist og leikur sér mikið með tónstyrkinn en þetta er í grunninn indí-þjóðlagatónlist. Hann er í kreðsunni í kringum hljómsveitina Arcade Fire en Jeremy Gara, trommari sveitarinnar, hljóðblandaði seinustu plötu Tims. Ný plata frá Paper Beat Scissors kemur út í apríl á næsta ári en Tim mun spila ný lög af plötunni í bland við gamalt efni. Að sögn Tims mun hann nýta dvöl sína á landinu til að vinna í tónlist fyrir sinfóníutónleika í Halifax þar sem hann mun semja útsetningarnar. „Mig langar að fá innblástur á meðan ég er á Íslandi,“ segir hann. Tónleikarnir á Rósenberg verða seinasti áfanginn á Evróputúr hans þar sem hann spilaði á 30 stöðum víðs vegar um Evrópu en síðustu tónleikar hans voru haldnir í grískri rétttrúnaðarkirkju í Augsburg í Þýskalandi og var uppselt. „Þetta hefur verið ótrúlegt tónleikaferðalag. Ég væri samt til í að halda áfram,“ segir Tim. Tónleikarnir á föstudag hefjast klukkan 21.00 og kostar 2.000 krónur inn. Ásamt Paper Beat Scissors koma fram Sísí Ey og Svavar Knútur.
Tónlist Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira