Vilja ekki syngja jólamúsík alltof snemma Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. september 2014 09:57 Sigríður segir að raddir þeirra Sigga passi vel saman og að samstarf þeirra gangi eins og smurð vél. mynd/Baldur Kristjánsson „Við höfum bæði gefið út jólaplötur á undanförnum árum sem hafa verið með nýjum jólalögum. Hans plata var með stærri hljómsveit og stærra „sound“-i en mín var aðeins minni og með einfaldari hljóðheim. Það var því lógískt að við héldum tónleika saman,“ segir söngkonan Sigríður Thorlacius. Hún heldur jólatónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 17. desember ásamt tónlistarmanninum Sigurði Guðmundssyni. „Við höfum náttúrulega sungið milljón sinnum saman. Við höfum oft sungið með fleirum og ég hef sungið á jólatónleikum sem Siggi hefur haldið. Núna ákváðum við að hafa þetta stærra í sniðum og í stærra rými. Gera þetta dálítið grand,“ bætir Sigríður við. „Inntak laganna er það sem er í alvöru hátíðlegt við jólin. Það er ekki mikill æsingur, sem ég hef aldrei verið hrifin af. Þess vegna vildum við halda tónleikana rétt fyrir jól því við höfum hvorugt áhuga á að syngja jólamúsík alltof snemma,“ segir Sigríður en þau Siggi ætla að gefa út nýtt lag saman í vikunni. „Þetta er lag eftir Sigga sem heitir Freistingar. Það er ekki jólalag en það má auðvitað spila það á jólunum eins og öll önnur lög,“ segir Sigríður kát í bragði. Miðasala á jólatónleikana hefst 2. október. Jólafréttir Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Við höfum bæði gefið út jólaplötur á undanförnum árum sem hafa verið með nýjum jólalögum. Hans plata var með stærri hljómsveit og stærra „sound“-i en mín var aðeins minni og með einfaldari hljóðheim. Það var því lógískt að við héldum tónleika saman,“ segir söngkonan Sigríður Thorlacius. Hún heldur jólatónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 17. desember ásamt tónlistarmanninum Sigurði Guðmundssyni. „Við höfum náttúrulega sungið milljón sinnum saman. Við höfum oft sungið með fleirum og ég hef sungið á jólatónleikum sem Siggi hefur haldið. Núna ákváðum við að hafa þetta stærra í sniðum og í stærra rými. Gera þetta dálítið grand,“ bætir Sigríður við. „Inntak laganna er það sem er í alvöru hátíðlegt við jólin. Það er ekki mikill æsingur, sem ég hef aldrei verið hrifin af. Þess vegna vildum við halda tónleikana rétt fyrir jól því við höfum hvorugt áhuga á að syngja jólamúsík alltof snemma,“ segir Sigríður en þau Siggi ætla að gefa út nýtt lag saman í vikunni. „Þetta er lag eftir Sigga sem heitir Freistingar. Það er ekki jólalag en það má auðvitað spila það á jólunum eins og öll önnur lög,“ segir Sigríður kát í bragði. Miðasala á jólatónleikana hefst 2. október.
Jólafréttir Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“