"Mér þykir mjög gaman að taka þátt í þessu. Maður er svo einangraður á Íslandi“ Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. september 2014 11:30 Aðalbjörg er að vonum ánægð með viðurkenninguna. vísir/valli „Ég fékk tölvupóst í sumar þar sem mér var boðið að vera með í American Art Awards-samkeppninni og það var mikill heiður,“ segir listakonan Aðalbjörg Þórðardóttir en verk hennar lenti í öðru sæti í virtri málverkasamkeppni á vegum American Art Awards. Verkið hennar ber titilinn Trú eða Faith og var í öðru sæti í flokknum Fantasy landscape. „Verkið er olía á striga, 150x100 cm. Í ár voru innsendingar frá um fimmtíu löndum og 25 bestu galleríin í Bandaríkjunum dæma þær. Flokkarnir í samkeppninni eru fimmtíu og svo eru sex verk valin í hverjum flokki,“ segir Aðalbjörg um fyrirkomulagið. Umrædd samkeppni hefur verið haldin á hverju ári síðan 2008. Hún er þó ekki viss af hverju henni hlotnaðist sá heiður að taka þátt í keppninni. „Ég vissi ekki neitt en fékk bara bréf um þetta. Ég hef í raun ekki hugmynd af hverju þeir buðu mér en þeir hafa líklega séð þetta á vefsíðunni minni.” Aðalbjörg er með heimasíðu sem hefur verið í umferð og hefur hún fengið viðbrögð víðsvegar að úr heiminum við verkum sínum. „Mér þykir mjög gaman að taka þátt í þessu. Maður er svo einangraður á Íslandi, þetta er gluggi út í veröldina og það á eftir að koma í ljós hvað þetta hefur í för með sér,“ bætir Aðalbjörg við.Málverkið sem lenti í öðru sæti.Hún starfar sem grafískur hönnuður og hefur til að mynda hannað ýmis merki sem fólk kannast eflaust við, líkt og merki Sinfóníuhljómsveitar Íslands og merki Íslenskrar erfðagreiningar. Samhliða hönnuninni hefur hún verið iðin við að mála og hélt sína fyrstu einkasýningu árið 2007 og hefur haldið nokkrar síðan. Undanfarin ár hefur hún mest verið að mála svani. „Ég heillaðist af þeim vegna margslunginnar táknrænu þeirra, þeir skipa sérstakan sess í þjóðtrú og menningu allra þjóða sem á annað borð þekkja til þeirra og goðsagnir og ævintýri spunnist í kringum þá. Þeir eru svo fagrir og tignarlegir, að þeir fá fólk til að velta upp spurningum um tilvist sína, lífið, dauðann og guðdómleikann. En upp á síðkastið hef ég verið að færa mig frá svönum og fóta mig í annars konar myndefni, en er þó alltaf að fást við birtuna og reyni gjarnan að tjá eitthvað sem er aðeins ofan og utan við áþreifanlega veröld okkar. Myndin í öðru sæti er dæmi um það,“ útskýrir Aðalbjörg. Enn hefur ekki verið tilkynntur lokasigurvegari í heildarkeppninni þannig að Aðalbjörg gæti náð sér í sigur í heildarkeppninni. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég fékk tölvupóst í sumar þar sem mér var boðið að vera með í American Art Awards-samkeppninni og það var mikill heiður,“ segir listakonan Aðalbjörg Þórðardóttir en verk hennar lenti í öðru sæti í virtri málverkasamkeppni á vegum American Art Awards. Verkið hennar ber titilinn Trú eða Faith og var í öðru sæti í flokknum Fantasy landscape. „Verkið er olía á striga, 150x100 cm. Í ár voru innsendingar frá um fimmtíu löndum og 25 bestu galleríin í Bandaríkjunum dæma þær. Flokkarnir í samkeppninni eru fimmtíu og svo eru sex verk valin í hverjum flokki,“ segir Aðalbjörg um fyrirkomulagið. Umrædd samkeppni hefur verið haldin á hverju ári síðan 2008. Hún er þó ekki viss af hverju henni hlotnaðist sá heiður að taka þátt í keppninni. „Ég vissi ekki neitt en fékk bara bréf um þetta. Ég hef í raun ekki hugmynd af hverju þeir buðu mér en þeir hafa líklega séð þetta á vefsíðunni minni.” Aðalbjörg er með heimasíðu sem hefur verið í umferð og hefur hún fengið viðbrögð víðsvegar að úr heiminum við verkum sínum. „Mér þykir mjög gaman að taka þátt í þessu. Maður er svo einangraður á Íslandi, þetta er gluggi út í veröldina og það á eftir að koma í ljós hvað þetta hefur í för með sér,“ bætir Aðalbjörg við.Málverkið sem lenti í öðru sæti.Hún starfar sem grafískur hönnuður og hefur til að mynda hannað ýmis merki sem fólk kannast eflaust við, líkt og merki Sinfóníuhljómsveitar Íslands og merki Íslenskrar erfðagreiningar. Samhliða hönnuninni hefur hún verið iðin við að mála og hélt sína fyrstu einkasýningu árið 2007 og hefur haldið nokkrar síðan. Undanfarin ár hefur hún mest verið að mála svani. „Ég heillaðist af þeim vegna margslunginnar táknrænu þeirra, þeir skipa sérstakan sess í þjóðtrú og menningu allra þjóða sem á annað borð þekkja til þeirra og goðsagnir og ævintýri spunnist í kringum þá. Þeir eru svo fagrir og tignarlegir, að þeir fá fólk til að velta upp spurningum um tilvist sína, lífið, dauðann og guðdómleikann. En upp á síðkastið hef ég verið að færa mig frá svönum og fóta mig í annars konar myndefni, en er þó alltaf að fást við birtuna og reyni gjarnan að tjá eitthvað sem er aðeins ofan og utan við áþreifanlega veröld okkar. Myndin í öðru sæti er dæmi um það,“ útskýrir Aðalbjörg. Enn hefur ekki verið tilkynntur lokasigurvegari í heildarkeppninni þannig að Aðalbjörg gæti náð sér í sigur í heildarkeppninni.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira