Kjúklingavængir í sunnudagskaffinu 27. september 2014 12:00 Róbert Örn Óskarsson Róbert stendur á milli stanganna í marki FH í stórleiknum gegn Val á sunnudaginn. Valli Það sem ber hæst þessa helgina hjá Róberti Erni Óskarssyni, markverði FH, er stórleikur Hafnarfjarðarliðsins gegn Val á sunnudag. Hann hvetur fólk til að tryggja sér miða í forsölu „þar sem miðarnir eiga víst bara eftir að hækka og hækka.“Á hvers konar bíómyndir horfir þú? Ég er eins og Billy Walsh. Ég horfi á allar bíómyndir.Með hverjum? Öllum. Nema óvinum mínum auðvitað.Uppáhaldsmyndin? Godfather I og II.Ætlarðu að fara á einhverja mynd á RIFF? Ég ætla að reyna að ná sem flestum. Ég verð hins vegar að sjá Light Fly, Fly High eftir Hofseth og Østigaard. Ég er mikill áhugamaður um hnefaleika.Hefurðu farið einn í bíó? Nei. Er of meðvitaður um sjálfan mig.Hver er óskamorgunmaturinn um helgar? Auðvelt. Amerískar pönnukökur og beikon.Hver er yfirleitt helgarmorgunmaturinn? Kaffi.Sefur þú út um helgar? Ég er á æfingum klukkan hálf ellefu á laugardögum þannig að ég sef ekki lengi þá. En ég bæti mér það alltaf upp á sunnudögum.Vakir þú fram eftir? Já.Færðu þér eitthvað í gogginn á kvöldin? Að sjálfsögðu. Nachos og eitthvað svaðalegt dip. Uuusss!Ertu með nammidag? Hvaða nammi færðu þér? Engan sérstakan nammidag. Það er hræðileg hugmynd. Ég er nautnaseggur.Hvað er í sunnudagskaffinu? Ég er meiri matmaður en sælkeri eins og allir mennirnir í fjölskyldunni. Þannig að kjúklingavængir eru mjög líklegir.Hvað er annars að frétta? Það er helst að frétta að epíkin Grafir og bein eftir Anton Inga Sigurðsson verður frumsýnd 31. okt. nk. Mynd sem á eftir að vinna hug og hjörtu gagnrýnenda og raska svefni hörðustu manna. Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Það sem ber hæst þessa helgina hjá Róberti Erni Óskarssyni, markverði FH, er stórleikur Hafnarfjarðarliðsins gegn Val á sunnudag. Hann hvetur fólk til að tryggja sér miða í forsölu „þar sem miðarnir eiga víst bara eftir að hækka og hækka.“Á hvers konar bíómyndir horfir þú? Ég er eins og Billy Walsh. Ég horfi á allar bíómyndir.Með hverjum? Öllum. Nema óvinum mínum auðvitað.Uppáhaldsmyndin? Godfather I og II.Ætlarðu að fara á einhverja mynd á RIFF? Ég ætla að reyna að ná sem flestum. Ég verð hins vegar að sjá Light Fly, Fly High eftir Hofseth og Østigaard. Ég er mikill áhugamaður um hnefaleika.Hefurðu farið einn í bíó? Nei. Er of meðvitaður um sjálfan mig.Hver er óskamorgunmaturinn um helgar? Auðvelt. Amerískar pönnukökur og beikon.Hver er yfirleitt helgarmorgunmaturinn? Kaffi.Sefur þú út um helgar? Ég er á æfingum klukkan hálf ellefu á laugardögum þannig að ég sef ekki lengi þá. En ég bæti mér það alltaf upp á sunnudögum.Vakir þú fram eftir? Já.Færðu þér eitthvað í gogginn á kvöldin? Að sjálfsögðu. Nachos og eitthvað svaðalegt dip. Uuusss!Ertu með nammidag? Hvaða nammi færðu þér? Engan sérstakan nammidag. Það er hræðileg hugmynd. Ég er nautnaseggur.Hvað er í sunnudagskaffinu? Ég er meiri matmaður en sælkeri eins og allir mennirnir í fjölskyldunni. Þannig að kjúklingavængir eru mjög líklegir.Hvað er annars að frétta? Það er helst að frétta að epíkin Grafir og bein eftir Anton Inga Sigurðsson verður frumsýnd 31. okt. nk. Mynd sem á eftir að vinna hug og hjörtu gagnrýnenda og raska svefni hörðustu manna.
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira