Dúllumýsnar með valdið Hildur Sverrisdóttir skrifar 27. september 2014 00:01 Lögreglan er orðin að þjóðarstolti. Ég fann fyrir þessari skringilegu tegund af stolti þegar ég skoðaði erlendar vefsíður með myndum af góðlegum íslenskum lögreglumönnum á samfélagsmiðlum að dúllast með ís og kandífloss, bjarga kettlingum og vera glaðir í gleðigöngunni. Maður hefur fengið tár í augun af ómerkilegri tilefnum. Þessi nýja samfélagsmiðlun lögreglunnar er falleg og færir hugmyndina um valdið í manneskjulegra form. Ég vona samt að misindismenn þessa lands séu ekki hættir að vera hræddir við lögregluna því hún sé bara alltaf að borða ís. Kandífloss virkar mögulega ekki á handrukkara og það væri verra ef hinn geðþekki og yfirmáta hressi Biggi lögga væri tekinn jafnlítið alvarlega og ef Laddi ætlaði að fara að handtaka einhvern. Að því góðlátlegu glensi slepptu er það svo að þó að hugmyndin um valdið sé orðin fallegri er valdið enn vissulega til staðar í formi lögboðins einkaréttar lögreglunnar á að beita fólk frelsisskerðingu og harðræði. Það vald er alvarlegt og ekki óskeikult eins og dæmin sanna. Á samfélagssíðum lögreglunnar er ekki að finna neitt um þegar hún fer út fyrir valdheimildir sínar með að særa fanga til blóðs, hlera símtöl og hrinda konu á Laugaveginum. Skiljanlega ekki, en einhliða dúlluásýndin á samfélagsmiðlum má ekki verða til þess að við verðum síður gagnrýnin á hvernig lögreglan fer í störfum sínum með vandmeðfarnar valdheimildir. Það er auðvitað blessunarlega engin ástæða til að halda að lögreglan sé með undirliggjandi plott um að slá ryki í augu okkar eins og til dæmis ógeðfelldu hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið gera með ásýndarbætandi twitter-síðu sinni með krúttlegum kettlingum. Lögreglan er einungis bara að færa út þjónustuhlutverk sitt á krúttlegan hátt. En nýlegur fréttaflutningur af atburðum þar sem valdbeiting lögreglunnar gengur of langt sýnir að enn á erindi rómverska máltækið sem spyr hver eigi að gæta varðanna. Til að tryggja grundvallarréttindi okkar megum við ekki sofna á verðinum yfir því hvernig verðirnir haga sér gagnvart okkur. Sama þó maður fái tár í augun af stolti yfir hvað þeir eru hrikalega miklar dúllumýs á instagram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun
Lögreglan er orðin að þjóðarstolti. Ég fann fyrir þessari skringilegu tegund af stolti þegar ég skoðaði erlendar vefsíður með myndum af góðlegum íslenskum lögreglumönnum á samfélagsmiðlum að dúllast með ís og kandífloss, bjarga kettlingum og vera glaðir í gleðigöngunni. Maður hefur fengið tár í augun af ómerkilegri tilefnum. Þessi nýja samfélagsmiðlun lögreglunnar er falleg og færir hugmyndina um valdið í manneskjulegra form. Ég vona samt að misindismenn þessa lands séu ekki hættir að vera hræddir við lögregluna því hún sé bara alltaf að borða ís. Kandífloss virkar mögulega ekki á handrukkara og það væri verra ef hinn geðþekki og yfirmáta hressi Biggi lögga væri tekinn jafnlítið alvarlega og ef Laddi ætlaði að fara að handtaka einhvern. Að því góðlátlegu glensi slepptu er það svo að þó að hugmyndin um valdið sé orðin fallegri er valdið enn vissulega til staðar í formi lögboðins einkaréttar lögreglunnar á að beita fólk frelsisskerðingu og harðræði. Það vald er alvarlegt og ekki óskeikult eins og dæmin sanna. Á samfélagssíðum lögreglunnar er ekki að finna neitt um þegar hún fer út fyrir valdheimildir sínar með að særa fanga til blóðs, hlera símtöl og hrinda konu á Laugaveginum. Skiljanlega ekki, en einhliða dúlluásýndin á samfélagsmiðlum má ekki verða til þess að við verðum síður gagnrýnin á hvernig lögreglan fer í störfum sínum með vandmeðfarnar valdheimildir. Það er auðvitað blessunarlega engin ástæða til að halda að lögreglan sé með undirliggjandi plott um að slá ryki í augu okkar eins og til dæmis ógeðfelldu hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið gera með ásýndarbætandi twitter-síðu sinni með krúttlegum kettlingum. Lögreglan er einungis bara að færa út þjónustuhlutverk sitt á krúttlegan hátt. En nýlegur fréttaflutningur af atburðum þar sem valdbeiting lögreglunnar gengur of langt sýnir að enn á erindi rómverska máltækið sem spyr hver eigi að gæta varðanna. Til að tryggja grundvallarréttindi okkar megum við ekki sofna á verðinum yfir því hvernig verðirnir haga sér gagnvart okkur. Sama þó maður fái tár í augun af stolti yfir hvað þeir eru hrikalega miklar dúllumýs á instagram.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun