Hafa áhyggjur af samdrætti í tungumálakennslu menntaskóla Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. september 2014 11:30 "MR er eini menntaskólinn sem enn kennir latínu. Það er mjög sorgleg þróun og við viljum meðal annars vekja athygli á henni með þessu málþingi.“ Mynd/Úr einkasafni Í tilefni Evrópska tungumáladagsins, sem haldinn er hátíðlegur þann 26. september ár hvert, stendur Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum fyrir hátíðardagskrá í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið og STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi. Málþingið ber yfirskriftina „Tungumálakunnátta er allra hagur“ og fer fram í stofu 101 í Lögbergi í Háskóla Íslands á morgun frá klukkan 15 til 17.30. Áhersla verður lögð á gildi fornmálanna og almennrar tungumálakunnáttu í víðasta samhengi. „Við höldum þennan dag hátíðlegan á hverju ári með málþingi fyrir tungumálakennara og áhugafólk um tungumálamenningu,“ segir Guðrún Kristinsdóttir, verkefnisstjóri Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, spurð um markmið dagskrárinnar. „Í ár erum við með brennandi þema sem eru fornmálin og þriðju málin í tungumálakennslu, það er önnur mál en enska og danska, en kennsla í þessum málum hefur dregist verulega saman og þau eiga í vök að verjast. Í nýju námsskránni er menntaskólunum í sjálfsvald sett hversu mörgum tungumál þeir bjóða upp á kennslu í, auk þess sem töluverð pressa er á að loka tungumáladeildum skólanna og það hefur sums staðar verið gert.“ Guðrún segir steininn þó hafa tekið úr fyrir tveimur árum þegar til hafi staðið að loka fornmáladeildinni í Menntaskólanum í Reykjavík. „Konrektor skólans hringdi þá í Vigdísi Finnbogadóttur sem brá skjótt við, gerðist verndari fornmáladeildar MR og kom þannig í veg fyrir lokun hennar, en MR er eini menntaskólinn sem enn kennir latínu. Það er mjög sorgleg þróun og við viljum meðal annars vekja athygli á henni með þessu málþingi.“ Fjöldi fyrirlesara kemur fram á málþinginu og veltir upp ýmsum spurningum sem þessi þróun kveikir. Þingið er öllum opið. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í tilefni Evrópska tungumáladagsins, sem haldinn er hátíðlegur þann 26. september ár hvert, stendur Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum fyrir hátíðardagskrá í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið og STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi. Málþingið ber yfirskriftina „Tungumálakunnátta er allra hagur“ og fer fram í stofu 101 í Lögbergi í Háskóla Íslands á morgun frá klukkan 15 til 17.30. Áhersla verður lögð á gildi fornmálanna og almennrar tungumálakunnáttu í víðasta samhengi. „Við höldum þennan dag hátíðlegan á hverju ári með málþingi fyrir tungumálakennara og áhugafólk um tungumálamenningu,“ segir Guðrún Kristinsdóttir, verkefnisstjóri Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, spurð um markmið dagskrárinnar. „Í ár erum við með brennandi þema sem eru fornmálin og þriðju málin í tungumálakennslu, það er önnur mál en enska og danska, en kennsla í þessum málum hefur dregist verulega saman og þau eiga í vök að verjast. Í nýju námsskránni er menntaskólunum í sjálfsvald sett hversu mörgum tungumál þeir bjóða upp á kennslu í, auk þess sem töluverð pressa er á að loka tungumáladeildum skólanna og það hefur sums staðar verið gert.“ Guðrún segir steininn þó hafa tekið úr fyrir tveimur árum þegar til hafi staðið að loka fornmáladeildinni í Menntaskólanum í Reykjavík. „Konrektor skólans hringdi þá í Vigdísi Finnbogadóttur sem brá skjótt við, gerðist verndari fornmáladeildar MR og kom þannig í veg fyrir lokun hennar, en MR er eini menntaskólinn sem enn kennir latínu. Það er mjög sorgleg þróun og við viljum meðal annars vekja athygli á henni með þessu málþingi.“ Fjöldi fyrirlesara kemur fram á málþinginu og veltir upp ýmsum spurningum sem þessi þróun kveikir. Þingið er öllum opið.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira