Goðsögn miðlar visku Gunnar Leó Pálsson skrifar 23. september 2014 09:00 Bassaleikarinn Billy Sheehan er þekktur fyrir mikla tækni í sinni spilamennsku. Vísir/Getty „Hann er algjör goðsögn og fólk fær að spyrja kallinn út í allt sem það vill vita,“ segir bassaleikarinn Guðni Finnsson og starfsmaður Hljóðfærahússins og Tónabúðarinnar en verslunin stendur fyrir komu bassaleikarans Billys Sheehan. Um er að ræða mikla kanónu í tónlistarheiminum sem hefur spilað með þekktum nöfnum í tónlistarheiminum, en Sheehan er meðal annars bassaleikari hljómsveitarinnar Mr. Big. Þá hefur hann einnig leikið með listamönnum á borð við Steve Vai og David Lee Roth svo nokkrir séu nefndir. „Þetta er ekki bara fyrir bassaleikara, allir tónlistarmenn og áhugamenn hefðu líka gaman af að sjá hann. Þessi maður er með ótrúlega tækni og verður líklega einn á sviðinu og miðlar visku sinni í skemmtilegri nálægð við áhorfendur,“ bætir Guðni við. Sheehan er þekktur fyrir mikla tækni í bassaleik sínum og leikur við hvern sinn fingur og spilar á bassann líkt og hann sé að spila á gítar. Hann er líka meðlimur í ofurhljómsveitunum Niacin og The Winery Dogs en báðar sveitirnar skarta heimsklassa hljóðfæraleikurum. Sheehan, sem hefur fimm sinnum verið valinn besti rokkbassaleikarinn af lesendum Guitar Player Magazine, mun spila og tala um bassaleik og tónlist almennt, og svara spurningum úr sal. Viðburðurinn er hluti af fyrirlestraferðalagi hjá Sheehan en hann hefur farið um öll Norðurlöndin að undanförnu en fer til Japans eftir stoppið á Íslandi. Sheehan kemur fram í í Hljóðfærahúsinu/Tónabúðinni á föstudagskvöld klukkan 20.00 og kostar 2.500 krónur inn. Tónlist Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Hann er algjör goðsögn og fólk fær að spyrja kallinn út í allt sem það vill vita,“ segir bassaleikarinn Guðni Finnsson og starfsmaður Hljóðfærahússins og Tónabúðarinnar en verslunin stendur fyrir komu bassaleikarans Billys Sheehan. Um er að ræða mikla kanónu í tónlistarheiminum sem hefur spilað með þekktum nöfnum í tónlistarheiminum, en Sheehan er meðal annars bassaleikari hljómsveitarinnar Mr. Big. Þá hefur hann einnig leikið með listamönnum á borð við Steve Vai og David Lee Roth svo nokkrir séu nefndir. „Þetta er ekki bara fyrir bassaleikara, allir tónlistarmenn og áhugamenn hefðu líka gaman af að sjá hann. Þessi maður er með ótrúlega tækni og verður líklega einn á sviðinu og miðlar visku sinni í skemmtilegri nálægð við áhorfendur,“ bætir Guðni við. Sheehan er þekktur fyrir mikla tækni í bassaleik sínum og leikur við hvern sinn fingur og spilar á bassann líkt og hann sé að spila á gítar. Hann er líka meðlimur í ofurhljómsveitunum Niacin og The Winery Dogs en báðar sveitirnar skarta heimsklassa hljóðfæraleikurum. Sheehan, sem hefur fimm sinnum verið valinn besti rokkbassaleikarinn af lesendum Guitar Player Magazine, mun spila og tala um bassaleik og tónlist almennt, og svara spurningum úr sal. Viðburðurinn er hluti af fyrirlestraferðalagi hjá Sheehan en hann hefur farið um öll Norðurlöndin að undanförnu en fer til Japans eftir stoppið á Íslandi. Sheehan kemur fram í í Hljóðfærahúsinu/Tónabúðinni á föstudagskvöld klukkan 20.00 og kostar 2.500 krónur inn.
Tónlist Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira