Wu-Tang kynslóðin Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. september 2014 07:00 Við erum Wu-Tang kynslóðin. Við fæddumst á níunda og jafnvel tíunda áratug síðustu aldar. Við ólumst upp við að hlusta á tónlist frá ólíkum stöðum og urðum fyrir áhrifum frá mismunandi menningarheimum. Við litum upp til ýmissa og þar skipti kynþáttur og þjóðerni engu máli. Wu-Tang kynslóðin er víðsýn og horfir öðruvísi á heiminn en fyrri kynslóðir. Áhrifa uppeldis þessarar kynslóðar gætir víða; í heimi þar sem afþreying skiptir meira máli en áður og allar upplýsingar eru tiltækar með auðveldri uppflettingu. Lítum til dæmis á stjórnmálin. Leiðtogar ungliðahreyfinga flokkanna eru ekkert með svo ólíka sýn á lífið, líkari sýn en líklegast hefur áður þekkst á milli stjórnmálaleiðtoga. Frjálslyndi virðist vera samnefnarinn. Og sem betur fer eru ungir stjórnmálamenn í flestum tilfellum alþjóðlega sinnaðir. Wu-Tang kynslóðin er líka fljót að hugsa og veita aðhald. Nú geta stjórnmálamenn ekki lengur bullað í beinni útsendingu. Fólk horfir og hlustar á þá og skiptist um leið á skoðunum á samfélagsmiðlum á borð við Twitter og Facebook. Staðreyndir skipta kynslóðina meira en skoðanir stefnumótandi aðila. Því má binda vonir við að stjórnmálaumræða framtíðarinnar fari úr átakastílnum yfir í meiri pólitíska samræðu þvert á flokkslínur. Að hin „realíska“ sýn á heimsmyndina hverfi hægt og rólega, ef við horfum á málið í samhengi við alþjóðasamskipti, og við taki frjálslyndari sýn á heiminn þar sem öryggi og hagur borgaranna skiptir meira máli en orðabókarskilgreining á fullveldi ríkisins. En af hverju að nefna kynslóðina eftir hljómsveitinni Wu-Tang? Jú, því fólk af þessari kynslóð man eftir því þegar frægðarsól rapparanna frá New York reis sem hæst hér á landi. Merkið þeirra er eftirminnilegt og tónlistin hafði áhrif. Hún veitti okkur innsýn í líf sem við þekktum ekki, líf í fátækrahverfum Bandaríkjanna. Sýndi okkur líf fólks með annað gildismat en við, þar sem erfiðara var að lifa góða lífinu sem við lifðum hér á Íslandi. Og þetta innlit í líf annarra hjálpar okkur að sjá heiminn í nýju ljósi, hjálpar okkur að skilja og setja okkur í spor annarra. Nú hlýtur okkar tími að fara að koma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Atli Kjartansson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Við erum Wu-Tang kynslóðin. Við fæddumst á níunda og jafnvel tíunda áratug síðustu aldar. Við ólumst upp við að hlusta á tónlist frá ólíkum stöðum og urðum fyrir áhrifum frá mismunandi menningarheimum. Við litum upp til ýmissa og þar skipti kynþáttur og þjóðerni engu máli. Wu-Tang kynslóðin er víðsýn og horfir öðruvísi á heiminn en fyrri kynslóðir. Áhrifa uppeldis þessarar kynslóðar gætir víða; í heimi þar sem afþreying skiptir meira máli en áður og allar upplýsingar eru tiltækar með auðveldri uppflettingu. Lítum til dæmis á stjórnmálin. Leiðtogar ungliðahreyfinga flokkanna eru ekkert með svo ólíka sýn á lífið, líkari sýn en líklegast hefur áður þekkst á milli stjórnmálaleiðtoga. Frjálslyndi virðist vera samnefnarinn. Og sem betur fer eru ungir stjórnmálamenn í flestum tilfellum alþjóðlega sinnaðir. Wu-Tang kynslóðin er líka fljót að hugsa og veita aðhald. Nú geta stjórnmálamenn ekki lengur bullað í beinni útsendingu. Fólk horfir og hlustar á þá og skiptist um leið á skoðunum á samfélagsmiðlum á borð við Twitter og Facebook. Staðreyndir skipta kynslóðina meira en skoðanir stefnumótandi aðila. Því má binda vonir við að stjórnmálaumræða framtíðarinnar fari úr átakastílnum yfir í meiri pólitíska samræðu þvert á flokkslínur. Að hin „realíska“ sýn á heimsmyndina hverfi hægt og rólega, ef við horfum á málið í samhengi við alþjóðasamskipti, og við taki frjálslyndari sýn á heiminn þar sem öryggi og hagur borgaranna skiptir meira máli en orðabókarskilgreining á fullveldi ríkisins. En af hverju að nefna kynslóðina eftir hljómsveitinni Wu-Tang? Jú, því fólk af þessari kynslóð man eftir því þegar frægðarsól rapparanna frá New York reis sem hæst hér á landi. Merkið þeirra er eftirminnilegt og tónlistin hafði áhrif. Hún veitti okkur innsýn í líf sem við þekktum ekki, líf í fátækrahverfum Bandaríkjanna. Sýndi okkur líf fólks með annað gildismat en við, þar sem erfiðara var að lifa góða lífinu sem við lifðum hér á Íslandi. Og þetta innlit í líf annarra hjálpar okkur að sjá heiminn í nýju ljósi, hjálpar okkur að skilja og setja okkur í spor annarra. Nú hlýtur okkar tími að fara að koma.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun