Íslensk kjötsúpa Sigurjón Magnús Egilsson skrifar 20. september 2014 07:00 Það er vel í látið þegar við framleiðum tvöfalt það magn af lambakjöti sem við höfum magamál fyrir. Af þeim níu þúsund tonnum sem við framleiddum í fyrra átum við aðeins fjögur þúsund, eigum tvö þúsund tonn á lager og seldum, með óljósum ávinningi, hálft þriðja þúsund tonn til útlanda. Og hvers vegna ætli þetta gerist? Og verður það sama uppi á teningnum að ári, að enn bætist þúsundir tonna við á lambakjötslager íslensku þjóðarinnar? Ástæða þess að við framleiðum meira en við þurfum er sú, að landbúnaðurinn er eina atvinnugreinin sem starfar við „…víðtæk innflutningsbönn, ofurtolla en jafnframt umtalsverða ríkisstyrki er landbúnaðurinn“. Þetta skrifaði Þröstur Ólafsson hagfræðingur hér í blaðið fyrir fáum dögum. Bændur eru ekki háðir markaðinum fyrir kjötið. Þeir hafa samning við ráðherra, hverju sinni, samning sem tryggir þeim tekjur af því sem þeir framleiða, hvort sem eftirspurn eða þörf er fyrir vöruna. Kjötið er niðurgreitt. Ísland er ekki eina landið þar sem landbúnaður er varinn, hann styrktur og framleiðslan er niðurgreidd. Og það er líka alkunna að allar þjóðir kjósa að framleiða sem mest af eigin mat; stuðla að öryggi matvæla. Það er eitt, hitt er annað, að það hlýtur að vera vafasamt, þó ekki sé meira sagt, að framleiða tvöfalt það sem við þurfum. Hvað varðar allt það kjöt sem við flytjum út, segir Þröstur Ólafsson meðal annars í grein sinni, sem vitnað var til hér að ofan: „Haft var eftir einum forystumanna bænda að útflutningur á kindakjöti væri þjóðhagslega hagkvæmur. Sú hagþvæla, að örlítið brot af heildarkostnaði sem skili sér í gjaldeyri, réttlæti útflutninginn, er aumkunarverð. Meinleg er sú manngæska að niðurgreiða mat ofan í útlendinga á meðan 12.500 Íslendingar eiga hvorki til hnífs né skeiðar. 2.500 íslensk börn fá ekki nægju sína að borða, en okkur er svo hlýtt til stöndugra útlendinga að við eyðum stórfé til að gefa þeim ódýrt kjöt. Þetta hefði einhvern tíma verið kölluð rangsnúin mannúð.“ Hafi Þröstur rétt fyrir sér, sem er ekki ástæða til að efast um, er merkilegt að við veljum frekar að framleiða langt umfram þörf, og þurfum jafnvel að leita allra leiða til þess að þurfa ekki að urða kjötið, kjötið sem við framleiðum án þess að hafa magapláss til að geta borðað það sjálf. Það var þekkt hér áður að talsvert mikið kjöt var urðað á öskuhaugum, allt vegna þess að við framleiddum of mikið. Aftur að því hvers vegna þetta gerist aftur og aftur. Þröstur segir í greininni að íslenska landbúnaðarkerfið sé mikil ógagnsæ flækja, hönnuð í anda gamla sovéska hagkerfisins. Megininntak sé að framleiða sem mest, óháð afkomu eða eftirspurn. „Starfsumhverfi íslenska bóndans er sovéskt, því hann ber enga ábyrgð á eigin framleiðslu. Afkoma hans ákvarðast á skrifstofum í Reykjavík. Það skiptir einstaka bændur litlu máli, þótt allir markaðir séu yfirmettir. Lögmál framboðs og eftirspurnar eru að engu höfð. Sovétmenn þóttust hafa afsannað hin „kapítalísku“ lögmál um framboð og eftirspurn, en gáfust að lokum upp nær örendir. Íslenska bændaforystan og stjórnmálaflokkar hennar þybbast við og lofsyngja þetta örláta sóunarkerfi. Þá er ótalin sú jarðvegseyðing sem stóraukið beitarálag veldur hrjóstrugum úthaganum.“ Þetta má kalla íslenska, og vonda, kjötsúpu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Það er vel í látið þegar við framleiðum tvöfalt það magn af lambakjöti sem við höfum magamál fyrir. Af þeim níu þúsund tonnum sem við framleiddum í fyrra átum við aðeins fjögur þúsund, eigum tvö þúsund tonn á lager og seldum, með óljósum ávinningi, hálft þriðja þúsund tonn til útlanda. Og hvers vegna ætli þetta gerist? Og verður það sama uppi á teningnum að ári, að enn bætist þúsundir tonna við á lambakjötslager íslensku þjóðarinnar? Ástæða þess að við framleiðum meira en við þurfum er sú, að landbúnaðurinn er eina atvinnugreinin sem starfar við „…víðtæk innflutningsbönn, ofurtolla en jafnframt umtalsverða ríkisstyrki er landbúnaðurinn“. Þetta skrifaði Þröstur Ólafsson hagfræðingur hér í blaðið fyrir fáum dögum. Bændur eru ekki háðir markaðinum fyrir kjötið. Þeir hafa samning við ráðherra, hverju sinni, samning sem tryggir þeim tekjur af því sem þeir framleiða, hvort sem eftirspurn eða þörf er fyrir vöruna. Kjötið er niðurgreitt. Ísland er ekki eina landið þar sem landbúnaður er varinn, hann styrktur og framleiðslan er niðurgreidd. Og það er líka alkunna að allar þjóðir kjósa að framleiða sem mest af eigin mat; stuðla að öryggi matvæla. Það er eitt, hitt er annað, að það hlýtur að vera vafasamt, þó ekki sé meira sagt, að framleiða tvöfalt það sem við þurfum. Hvað varðar allt það kjöt sem við flytjum út, segir Þröstur Ólafsson meðal annars í grein sinni, sem vitnað var til hér að ofan: „Haft var eftir einum forystumanna bænda að útflutningur á kindakjöti væri þjóðhagslega hagkvæmur. Sú hagþvæla, að örlítið brot af heildarkostnaði sem skili sér í gjaldeyri, réttlæti útflutninginn, er aumkunarverð. Meinleg er sú manngæska að niðurgreiða mat ofan í útlendinga á meðan 12.500 Íslendingar eiga hvorki til hnífs né skeiðar. 2.500 íslensk börn fá ekki nægju sína að borða, en okkur er svo hlýtt til stöndugra útlendinga að við eyðum stórfé til að gefa þeim ódýrt kjöt. Þetta hefði einhvern tíma verið kölluð rangsnúin mannúð.“ Hafi Þröstur rétt fyrir sér, sem er ekki ástæða til að efast um, er merkilegt að við veljum frekar að framleiða langt umfram þörf, og þurfum jafnvel að leita allra leiða til þess að þurfa ekki að urða kjötið, kjötið sem við framleiðum án þess að hafa magapláss til að geta borðað það sjálf. Það var þekkt hér áður að talsvert mikið kjöt var urðað á öskuhaugum, allt vegna þess að við framleiddum of mikið. Aftur að því hvers vegna þetta gerist aftur og aftur. Þröstur segir í greininni að íslenska landbúnaðarkerfið sé mikil ógagnsæ flækja, hönnuð í anda gamla sovéska hagkerfisins. Megininntak sé að framleiða sem mest, óháð afkomu eða eftirspurn. „Starfsumhverfi íslenska bóndans er sovéskt, því hann ber enga ábyrgð á eigin framleiðslu. Afkoma hans ákvarðast á skrifstofum í Reykjavík. Það skiptir einstaka bændur litlu máli, þótt allir markaðir séu yfirmettir. Lögmál framboðs og eftirspurnar eru að engu höfð. Sovétmenn þóttust hafa afsannað hin „kapítalísku“ lögmál um framboð og eftirspurn, en gáfust að lokum upp nær örendir. Íslenska bændaforystan og stjórnmálaflokkar hennar þybbast við og lofsyngja þetta örláta sóunarkerfi. Þá er ótalin sú jarðvegseyðing sem stóraukið beitarálag veldur hrjóstrugum úthaganum.“ Þetta má kalla íslenska, og vonda, kjötsúpu.