Fertugur með kúl ungu strákunum Þórður Ingi Jónsson skrifar 20. september 2014 11:30 Mér finnst svo frábært framtak hvernig ásýnd hverfisins breytist með myndlist,“ segir listamaðurinn Ragnar Kjartansson en Listasafn Reykjavíkur býður til formlegrar vígslu á veggmynd hans í dag kl. 14:00 að Krummahólum í Breiðholti. „Maður getur rétt ímyndað sér hvað endurskipulagningar og ný torg myndu kosta, miðað við hvað þetta er sterkt, einfalt og gerir mikið. Hin verkin finnst mér mjög sterk, ég veit ekki með mitt verk reyndar,“ segir Ragnar en borgarráð ákvað í fyrra að fjölga opinberum listaverkum í Breiðholtinu. Þar má því finna verk eftir Erró, Theresu Himmer og Söru Riel á húsveggjum víðs vegar um hverfið, auk minni veggmynda eftir ungmenni úr Miðbergi. Að sögn Ragnars er myndin hans upprunalega jólakort til kærustunnar en hann sendi hana inn þegar borgarráð bað um tillögu frá honum.„Ég hef eiginlega aldrei sýnt svona myndir eftir mig opinberlega, ég hef verið að gera þetta mér til skemmtunar síðan ég man eftir mér. Þetta eru eins konar ljóðrænar myndasögur, ég nota myndasöguformið en þetta er ekki beint brandari, þetta eru bara svona melankólískar aðstæður,“ segir Ragnar. „Þetta orð „frískandi“ í myndinni er líka svo lúðalegt en samt svo gott orð. Mér finnst það svo skemmtilega aumkunarvert. Síðan var þessi mynd birt í einhverri útgáfu í Bandaríkjunum og þá þýddist þetta ofsalega illa.“ Ragnar vann verkið í samstarfi við Skiltamálun Reykjavíkur. „Ég var þarna til að læra af þeim, þeir eru svo geðveikt góðir,“ segir Ragnar en mynd Ragnars er vatnslitamynd sem Skiltamálunin stækkaði upp fyrir húsvegginn. „Ég er svo mikill amatör í svona málum og það er ákveðin kúnst að gera þetta. Þetta hefði verið stórslys ef ég hefði verið látinn sjá um þetta. Mér finnst líka alveg eins og ég sé að reyna að vera „fönkí“ fertugi listamaðurinn að vinna með kúl ungu strákunum.“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Mér finnst svo frábært framtak hvernig ásýnd hverfisins breytist með myndlist,“ segir listamaðurinn Ragnar Kjartansson en Listasafn Reykjavíkur býður til formlegrar vígslu á veggmynd hans í dag kl. 14:00 að Krummahólum í Breiðholti. „Maður getur rétt ímyndað sér hvað endurskipulagningar og ný torg myndu kosta, miðað við hvað þetta er sterkt, einfalt og gerir mikið. Hin verkin finnst mér mjög sterk, ég veit ekki með mitt verk reyndar,“ segir Ragnar en borgarráð ákvað í fyrra að fjölga opinberum listaverkum í Breiðholtinu. Þar má því finna verk eftir Erró, Theresu Himmer og Söru Riel á húsveggjum víðs vegar um hverfið, auk minni veggmynda eftir ungmenni úr Miðbergi. Að sögn Ragnars er myndin hans upprunalega jólakort til kærustunnar en hann sendi hana inn þegar borgarráð bað um tillögu frá honum.„Ég hef eiginlega aldrei sýnt svona myndir eftir mig opinberlega, ég hef verið að gera þetta mér til skemmtunar síðan ég man eftir mér. Þetta eru eins konar ljóðrænar myndasögur, ég nota myndasöguformið en þetta er ekki beint brandari, þetta eru bara svona melankólískar aðstæður,“ segir Ragnar. „Þetta orð „frískandi“ í myndinni er líka svo lúðalegt en samt svo gott orð. Mér finnst það svo skemmtilega aumkunarvert. Síðan var þessi mynd birt í einhverri útgáfu í Bandaríkjunum og þá þýddist þetta ofsalega illa.“ Ragnar vann verkið í samstarfi við Skiltamálun Reykjavíkur. „Ég var þarna til að læra af þeim, þeir eru svo geðveikt góðir,“ segir Ragnar en mynd Ragnars er vatnslitamynd sem Skiltamálunin stækkaði upp fyrir húsvegginn. „Ég er svo mikill amatör í svona málum og það er ákveðin kúnst að gera þetta. Þetta hefði verið stórslys ef ég hefði verið látinn sjá um þetta. Mér finnst líka alveg eins og ég sé að reyna að vera „fönkí“ fertugi listamaðurinn að vinna með kúl ungu strákunum.“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira