Ásgeir Trausti kominn í nýja hljómsveit Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. september 2014 09:00 Hljómsveitin Uniimog sendir frá sér sína fyrstu plötu á næstu vikum. mynd/einkasafn „Þetta byrjaði eiginlega þannig að ég og Steini þurftum að fá smá útrás þegar við vorum á tónleikaferðalagi með Ásgeiri,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson en hann og Þorsteinn Einarsson hafa stofnað nýja hljómsveit, ásamt Ásgeiri Trausta og Sigurði Guðmundssyni sem ber nafnið Uniimog. Guðmundur, Þorsteinn og Sigurður eru gjarnan kenndir við reggísveitina Hjálma og þá er Ásgeir Trausti bróðir Þorsteins og því mikil tenging á milli meðlima sveitarinnar. „Það má eiginlega segja að Ásgeir sé að gera okkur eins konar greiða til baka, við erum búnir að vera á tónleikaferðalagi með honum út um allan heim en það er mjög gaman að fá hann í bandið,“ segir Þorsteinn léttur í lundu. Þeir félagar eru nú búnir að taka upp heila plötu sem mun líta dagsins ljós á næstu vikum en hún mun bera titilinn, Yfir hafið. „Við tókum upptökubúnað með okkur á tónleikaferðalagið, þannig að hún er tekin upp á hótelherbergjum víðs vegar um heiminn,“ segir Guðmundur um ferlið. Lög og textar eru samin af Þorsteini en þeir félagar kláruðu plötuna fyrir skömmu og fengu góða félaga til þess að leika inn á hana. „Við fengum til að mynda fjóra trommuleikara til þess að spila inn á plötuna, þá Helga Svavar Helgason, Kristinn Snæ Agnarsson, Nils Olof Törnqvist og Magnús Trygvason Eliassen.“ Þrír þeir fyrrnefndu hafa allir verið í Hjálmum. Tónlistin er talsvert frá hljóðheimi Ásgeirs og einhvers konar blanda af elektró tónlist og acoustiscri tónlist. „Þetta er æðisleg plata,“ bætir Guðmundur við. Fyrstu tónleikar sveitarinnar eru ekki komnir í dagbókina en meðlimir sveitarinnar eru sem stendur uppteknir í öðrum verkefnum. Þeir ætla þó að reyna telja í sína fyrstu tónleika sem fyrst. Tónlist Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Þetta byrjaði eiginlega þannig að ég og Steini þurftum að fá smá útrás þegar við vorum á tónleikaferðalagi með Ásgeiri,“ segir Guðmundur Kristinn Jónsson en hann og Þorsteinn Einarsson hafa stofnað nýja hljómsveit, ásamt Ásgeiri Trausta og Sigurði Guðmundssyni sem ber nafnið Uniimog. Guðmundur, Þorsteinn og Sigurður eru gjarnan kenndir við reggísveitina Hjálma og þá er Ásgeir Trausti bróðir Þorsteins og því mikil tenging á milli meðlima sveitarinnar. „Það má eiginlega segja að Ásgeir sé að gera okkur eins konar greiða til baka, við erum búnir að vera á tónleikaferðalagi með honum út um allan heim en það er mjög gaman að fá hann í bandið,“ segir Þorsteinn léttur í lundu. Þeir félagar eru nú búnir að taka upp heila plötu sem mun líta dagsins ljós á næstu vikum en hún mun bera titilinn, Yfir hafið. „Við tókum upptökubúnað með okkur á tónleikaferðalagið, þannig að hún er tekin upp á hótelherbergjum víðs vegar um heiminn,“ segir Guðmundur um ferlið. Lög og textar eru samin af Þorsteini en þeir félagar kláruðu plötuna fyrir skömmu og fengu góða félaga til þess að leika inn á hana. „Við fengum til að mynda fjóra trommuleikara til þess að spila inn á plötuna, þá Helga Svavar Helgason, Kristinn Snæ Agnarsson, Nils Olof Törnqvist og Magnús Trygvason Eliassen.“ Þrír þeir fyrrnefndu hafa allir verið í Hjálmum. Tónlistin er talsvert frá hljóðheimi Ásgeirs og einhvers konar blanda af elektró tónlist og acoustiscri tónlist. „Þetta er æðisleg plata,“ bætir Guðmundur við. Fyrstu tónleikar sveitarinnar eru ekki komnir í dagbókina en meðlimir sveitarinnar eru sem stendur uppteknir í öðrum verkefnum. Þeir ætla þó að reyna telja í sína fyrstu tónleika sem fyrst.
Tónlist Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira