Töfrafjallið er stórkostlegt landakort um nútímann Friðrika Benónýsdóttir skrifar 18. september 2014 13:00 Hópurinn í Davos á söguslóðum Töfrafjalls Thomasar Mann. Mynd/Haraldur Jónsson Töfrafjallið er yfirstandandi leiðangur hóps listamanna og fræðimanna sem hófst í október 2013 og meiningin er að standi, svona gróflega áætlað, fram á árið 2016 og ljúki með útgáfu bókverks,“ segir Birna Bjarnadóttir, doktor í bókmenntum og forsvarskona hópsins. „Við byrjuðum á því að fara til Davos í Sviss, þar sem Thomas Mann sviðsetti skáldsöguna Töfrafjallið og þar hófst leiðangurinn.“ Hópinn skipa fjórir myndlistarmenn, einn kvikmyndaleikstjóri og tveir úr hugvísindum. Þau hafa kynnt leiðangurinn í Berlín, á Hugarflugi Listaháskólans og í byrjun júní voru þau í galleríi Úthverfu á Ísafirði. „Þar vorum við í nokkra daga með dagskrá sem við kölluðum Andvökur,“ segir Birna. „Opnuðum galleríið fyrir bæjarbúum nokkur kvöld og spáðum og spekúleruðum í samtímanum, en það er einmitt þungamiðjan í þessum Töfrafjallsleiðangri að skoða okkar samtíma, bæði með hliðsjón af meginlandi Evrópu og upphafi tuttugustu aldarinnar, en það er að vissu leyti kjarninn í skáldsögu Thomasar Mann, sem er náttúrulega stórkostlegt landakort þegar kemur að nútímanum.“ Leiðangur heldur áfram á ráðstefnunni Art in Translation því í hádeginu á morgun verður Töfrafjallið með gjörning í Holu íslenskra fræða við Arngrímsgötu og á laugardaginn klukkan 17 verða þau í kapellu Sankti Jósefsspítala í Hafnarfirði. „Í kapellunni verðum við með gjörning og predikun en það sem við gerum í Holunni er meira í anda könnunarleiðangursins og þar verður ekki mikið talað. Við förum bara í leiðangur ofan í holuna og vonandi upp úr henni aftur.“ Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Töfrafjallið er yfirstandandi leiðangur hóps listamanna og fræðimanna sem hófst í október 2013 og meiningin er að standi, svona gróflega áætlað, fram á árið 2016 og ljúki með útgáfu bókverks,“ segir Birna Bjarnadóttir, doktor í bókmenntum og forsvarskona hópsins. „Við byrjuðum á því að fara til Davos í Sviss, þar sem Thomas Mann sviðsetti skáldsöguna Töfrafjallið og þar hófst leiðangurinn.“ Hópinn skipa fjórir myndlistarmenn, einn kvikmyndaleikstjóri og tveir úr hugvísindum. Þau hafa kynnt leiðangurinn í Berlín, á Hugarflugi Listaháskólans og í byrjun júní voru þau í galleríi Úthverfu á Ísafirði. „Þar vorum við í nokkra daga með dagskrá sem við kölluðum Andvökur,“ segir Birna. „Opnuðum galleríið fyrir bæjarbúum nokkur kvöld og spáðum og spekúleruðum í samtímanum, en það er einmitt þungamiðjan í þessum Töfrafjallsleiðangri að skoða okkar samtíma, bæði með hliðsjón af meginlandi Evrópu og upphafi tuttugustu aldarinnar, en það er að vissu leyti kjarninn í skáldsögu Thomasar Mann, sem er náttúrulega stórkostlegt landakort þegar kemur að nútímanum.“ Leiðangur heldur áfram á ráðstefnunni Art in Translation því í hádeginu á morgun verður Töfrafjallið með gjörning í Holu íslenskra fræða við Arngrímsgötu og á laugardaginn klukkan 17 verða þau í kapellu Sankti Jósefsspítala í Hafnarfirði. „Í kapellunni verðum við með gjörning og predikun en það sem við gerum í Holunni er meira í anda könnunarleiðangursins og þar verður ekki mikið talað. Við förum bara í leiðangur ofan í holuna og vonandi upp úr henni aftur.“
Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira