Tónlist múm kveikjan Friðrika Benónýsdóttir skrifar 18. september 2014 13:30 Í sýningunni leika leikarar barnaleikhússins Teatr Miniatura og er hún leikin á pólsku. „Teatr Miniatura er sjálfstætt barnaleikhús í Gdansk sem sýnir eingöngu barnasýningar,“ segir Erling Jóhannesson leikstjóri sýningar Teatr Miniatura á Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason sem sýnd verður í Tjarnarbíói og Samkomuhúsinu á Akureyri í dag og næstu daga. Þetta er fyrsta uppfærslan á Bláa hnettinum í Póllandi enda hefur saga verksins þar verið dálítið sérstök. „Bókin var þýdd á pólsku fljótlega eftir að hún kom út hér heima og handritið fékk ein virtustu barnabókmenntaverðlaun Póllands árið 1999,“ útskýrir Erling. „Handritinu var síðan bara stungið ofan í skúffu og kom ekki út fyrr en í vor og það var bara vegna þessarar sýningar. Það var því ekki velgengni bókarinnar sem varð til þess að sýningin fór á svið.“ Spurður hvernig samstarf hans við Teatr Miniatura hafi komið til segir Erling að það sé þannig í Póllandi að menn óttist stöðnun listgreina sem ekki stundi alþjóðlegt samstarf þannig að styrkveitingar til verkefna helgist af því að erlendir listamenn séu hluti af listrænu teymi þess. „Það þykir nefnilega víða í heiminum eftirsóknarvert að vinna með öðrum en sínum nánustu,“ segir hann sposkur. Það var reyndar tónlist múm sem varð þess valdandi að leikhúsið valdi Bláa hnöttinn til sýninga, en hljómsveitin nýtur mikilla vinsælda í Póllandi og þegar forkólfar sýningarinnar komust að því að hún hefði gert tónlist við barnaleikrit vaknaði áhugi á að skoða það. „Þá komust þeir að því að þetta leikrit hafði orðið sökksess út um allan heim og ákváðu að ráðast í að koma því á svið,“ segir Erling. Sýningin var unnin af alþjóðlegu listamannateymi og auk Erlings var múm hluti af ferlinu og samdi tónlistina mikið til upp á nýtt. Leikmyndin var hönnuð af Iza Toroniewicz, sem hefur hannað búninga og leikmynd við meira en hundrað sýningar, bæði í hefðbundnu leikhúsi sem og í brúðuleikhúsi. Í sýningunni leika leikarar barnaleikhússins Teatr Miniatura og er hún leikin á pólsku. Fimm sýningar verða á verkinu á Íslandi og hefst sú fyrsta þeirra í Tjarnarbíói klukkan 18 í dag, tvær sýningar verða á sama stað á morgun og tvær sýningar í Samkomuhúsinu á Akureyri um helgina. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Teatr Miniatura er sjálfstætt barnaleikhús í Gdansk sem sýnir eingöngu barnasýningar,“ segir Erling Jóhannesson leikstjóri sýningar Teatr Miniatura á Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason sem sýnd verður í Tjarnarbíói og Samkomuhúsinu á Akureyri í dag og næstu daga. Þetta er fyrsta uppfærslan á Bláa hnettinum í Póllandi enda hefur saga verksins þar verið dálítið sérstök. „Bókin var þýdd á pólsku fljótlega eftir að hún kom út hér heima og handritið fékk ein virtustu barnabókmenntaverðlaun Póllands árið 1999,“ útskýrir Erling. „Handritinu var síðan bara stungið ofan í skúffu og kom ekki út fyrr en í vor og það var bara vegna þessarar sýningar. Það var því ekki velgengni bókarinnar sem varð til þess að sýningin fór á svið.“ Spurður hvernig samstarf hans við Teatr Miniatura hafi komið til segir Erling að það sé þannig í Póllandi að menn óttist stöðnun listgreina sem ekki stundi alþjóðlegt samstarf þannig að styrkveitingar til verkefna helgist af því að erlendir listamenn séu hluti af listrænu teymi þess. „Það þykir nefnilega víða í heiminum eftirsóknarvert að vinna með öðrum en sínum nánustu,“ segir hann sposkur. Það var reyndar tónlist múm sem varð þess valdandi að leikhúsið valdi Bláa hnöttinn til sýninga, en hljómsveitin nýtur mikilla vinsælda í Póllandi og þegar forkólfar sýningarinnar komust að því að hún hefði gert tónlist við barnaleikrit vaknaði áhugi á að skoða það. „Þá komust þeir að því að þetta leikrit hafði orðið sökksess út um allan heim og ákváðu að ráðast í að koma því á svið,“ segir Erling. Sýningin var unnin af alþjóðlegu listamannateymi og auk Erlings var múm hluti af ferlinu og samdi tónlistina mikið til upp á nýtt. Leikmyndin var hönnuð af Iza Toroniewicz, sem hefur hannað búninga og leikmynd við meira en hundrað sýningar, bæði í hefðbundnu leikhúsi sem og í brúðuleikhúsi. Í sýningunni leika leikarar barnaleikhússins Teatr Miniatura og er hún leikin á pólsku. Fimm sýningar verða á verkinu á Íslandi og hefst sú fyrsta þeirra í Tjarnarbíói klukkan 18 í dag, tvær sýningar verða á sama stað á morgun og tvær sýningar í Samkomuhúsinu á Akureyri um helgina.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira