Trommusettið fer fremst á sviðið Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. september 2014 11:00 Birgir Jónsson og Kristinn Snær Agnarsson. Vísir/Ernir „Okkur Kidda datt þetta í hug í sumar, á Eistnaflugi nánar tiltekið. Við stóðum allir trommararnir saman og vorum að ræða saman um trommuleik og annað og þá kom þessi umræða upp,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Dimmu. Hann og trommuleikarinn Kristinn Snær Agnarsson standa fyrir tónleikum til heiðurs John Bonham, trommuleikara Led Zeppelin, undir nafninu Stóri hvellur, en allur ágóði af tónleikunum rennur til styrktar MND félaginu. „Tenging slagverkssamfélagsins á Íslandi við MND samtökin er augljós enda var trommuleikarinn Rafn Jónsson einn af stofnendum samtakanna áður en sjúkdómurinn dró hann til dauða eftir hetjulega baráttu árið 2004,“ segir Birgir. Sonur Rafns, Egill Rafnsson sem er einn af okkar flottari rokktrommurum, kemur sérstaklega frá London, þar sem hann býr, til þess að spila á tónleikunum. Á tónleikunum verður trommusettið í forgrunni. „Við ætlum að brjóta reglurnar og stilla trommusettinu fremst og hafa það framarlega í mixinu. Það verður gaman þegar þessir trymblar fara í spor Bonhams en hann er af flestum talinn vera einn af áhrifamestu rokktrommuleikurum tónlistarsögunnar. Þetta er kvöld trommaranna,“ segir Birgir léttur í lundu.John BonhamVísir/GettyFyrir utan alla trommarana ellefu koma einnig fram aðrir frábærir hljóðfæraleikarar og söngvarar. „Það eru einhverjir sex söngvarar, sex gítarleikarar og fjórir bassaleikarar sem koma fram á tónleikunum. Allt eru þetta frábærir hljóðfæraleikarar sem eru mjög framarlega í senunni.“Tónleikarnir fara fram þann 12. október næstkomandi í Hörpu en um sömu helgi verður einnig haldin mikil trommarahátíð í hátíðarsal FÍH þegar Trommarinn 2014 fer þar fram. „Þessi helgi verður algjör veisla fyrir alla trommuleikara og trommuáhugamenn,“ bætir Birgir við.Fram koma:Arnar Geir Ómarsson (HAM)Arnar Gíslason (Dr. Spock, Mugison)Birgir Jónsson (DIMMA)Björn Stefánsson (Mínus)Egill Rafnsson (Sign, Grafík)Hallur Ingólfsson (XIII, HAM)Halldór Lárusson (Júpíters, Bubbi & MX-21)Hrafnkell Örn Guðjónsson (Agent Fresco)Kristinn Snær Agnarsson (John Grant)Kristján B. Heiðarsson (Nykur, Skurk)Jón Geir Jóhannsson (Skálmöld)nÞorvaldur Þór Þorvaldsson (Jónsi, Bloodgroup) Tónlist Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Okkur Kidda datt þetta í hug í sumar, á Eistnaflugi nánar tiltekið. Við stóðum allir trommararnir saman og vorum að ræða saman um trommuleik og annað og þá kom þessi umræða upp,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Dimmu. Hann og trommuleikarinn Kristinn Snær Agnarsson standa fyrir tónleikum til heiðurs John Bonham, trommuleikara Led Zeppelin, undir nafninu Stóri hvellur, en allur ágóði af tónleikunum rennur til styrktar MND félaginu. „Tenging slagverkssamfélagsins á Íslandi við MND samtökin er augljós enda var trommuleikarinn Rafn Jónsson einn af stofnendum samtakanna áður en sjúkdómurinn dró hann til dauða eftir hetjulega baráttu árið 2004,“ segir Birgir. Sonur Rafns, Egill Rafnsson sem er einn af okkar flottari rokktrommurum, kemur sérstaklega frá London, þar sem hann býr, til þess að spila á tónleikunum. Á tónleikunum verður trommusettið í forgrunni. „Við ætlum að brjóta reglurnar og stilla trommusettinu fremst og hafa það framarlega í mixinu. Það verður gaman þegar þessir trymblar fara í spor Bonhams en hann er af flestum talinn vera einn af áhrifamestu rokktrommuleikurum tónlistarsögunnar. Þetta er kvöld trommaranna,“ segir Birgir léttur í lundu.John BonhamVísir/GettyFyrir utan alla trommarana ellefu koma einnig fram aðrir frábærir hljóðfæraleikarar og söngvarar. „Það eru einhverjir sex söngvarar, sex gítarleikarar og fjórir bassaleikarar sem koma fram á tónleikunum. Allt eru þetta frábærir hljóðfæraleikarar sem eru mjög framarlega í senunni.“Tónleikarnir fara fram þann 12. október næstkomandi í Hörpu en um sömu helgi verður einnig haldin mikil trommarahátíð í hátíðarsal FÍH þegar Trommarinn 2014 fer þar fram. „Þessi helgi verður algjör veisla fyrir alla trommuleikara og trommuáhugamenn,“ bætir Birgir við.Fram koma:Arnar Geir Ómarsson (HAM)Arnar Gíslason (Dr. Spock, Mugison)Birgir Jónsson (DIMMA)Björn Stefánsson (Mínus)Egill Rafnsson (Sign, Grafík)Hallur Ingólfsson (XIII, HAM)Halldór Lárusson (Júpíters, Bubbi & MX-21)Hrafnkell Örn Guðjónsson (Agent Fresco)Kristinn Snær Agnarsson (John Grant)Kristján B. Heiðarsson (Nykur, Skurk)Jón Geir Jóhannsson (Skálmöld)nÞorvaldur Þór Þorvaldsson (Jónsi, Bloodgroup)
Tónlist Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira