Loksins alvöru sveitaball 12. september 2014 12:00 Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna koma fram á einu stærsta réttarballi landsins í kvöld. vísir//valli „Fólk er alltaf að biðja um alvöru sveitaball og ég held að böllin verði bara ekki meira sveitó og skemmtilegri en ballið í kvöld,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson en hann er á leið austur að spila á réttarballi í Árnesi í kvöld. Hann kemur þar fram með hljómsveitinni sinni, Reiðmönnum vindanna, en sú sveit hefur verið ákaflega vinsæl og þá sérstaklega í sveitinni, eftir að hafa gefið út nokkrar plötur með gömlum og góðum lögum og hestalögum. Helga langar gjarnan að taka þátt í réttunum fyrir ballið. „Mig langar mikið að kíkja við og fá þetta beint í æð, það verður stemning og svo er auðvitað fjöldi manns sem syngur saman ættjarðarlögin í fjór- eða fimmraddasöng,“ segir Helgi. Hann hvetur einnig borgarbúa til að skella sér austur og fá sveitamenninguna og stemninguna beint í æð. „Ég held líka að þetta sé eitt stærsta réttarball, eða sveitaball sem fer fram á Íslandi, ég hlakka mikið til.“ Ballið hefst klukkan 23.00 í félagsheimili Árnesinga, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, skammt frá Flúðum. Tónlist Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Fólk er alltaf að biðja um alvöru sveitaball og ég held að böllin verði bara ekki meira sveitó og skemmtilegri en ballið í kvöld,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson en hann er á leið austur að spila á réttarballi í Árnesi í kvöld. Hann kemur þar fram með hljómsveitinni sinni, Reiðmönnum vindanna, en sú sveit hefur verið ákaflega vinsæl og þá sérstaklega í sveitinni, eftir að hafa gefið út nokkrar plötur með gömlum og góðum lögum og hestalögum. Helga langar gjarnan að taka þátt í réttunum fyrir ballið. „Mig langar mikið að kíkja við og fá þetta beint í æð, það verður stemning og svo er auðvitað fjöldi manns sem syngur saman ættjarðarlögin í fjór- eða fimmraddasöng,“ segir Helgi. Hann hvetur einnig borgarbúa til að skella sér austur og fá sveitamenninguna og stemninguna beint í æð. „Ég held líka að þetta sé eitt stærsta réttarball, eða sveitaball sem fer fram á Íslandi, ég hlakka mikið til.“ Ballið hefst klukkan 23.00 í félagsheimili Árnesinga, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, skammt frá Flúðum.
Tónlist Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira