Hugmynd sem lét mig ekki í friði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. september 2014 14:00 Álfrún í hlutverki sínu í Kameljóni sem hún sýnir í Tjarnarbíói. Mynd/Ásgeir Ásgeirsson „Kameljón er fyrsti einleikurinn minn og það var mikil áskorun að takast á við hann. Ég samdi hann líka ásamt Margréti systur minni og Friðgeiri Einarssyni – fékk hugmynd sem lét mig ekki í friði!“ segir Álfrún Örnólfsdóttir leikkona. Hún hefur hafið sýningar á einleiknum Kameljóni í Tjarnarbíói sem snýst um spurninguna um að vera eða ekki vera. Einstök aðlögunarhæfni og sífelld hamskipti valda því að Kameljónið veit ekki lengur hver grunnlitur þess er og í verkinu óttast aðalpersónan að hún sé aðeins endurspeglun af þeim sem á vegi hennar verða en ákveður að hafa uppi á sjálfri sér. Álfrún frumsýndi Kameljón fyrst á Lókal fyrir tveimur árum og fór með það á Act Alone á Suðureyri í fyrrasumar. Hinar góðu viðtökur voru henni hvatning til að taka það upp aftur enda kveðst hún aldrei fá nóg af því að pæla í hvernig umhverfið móti manneskjuna. Leikstjóri er Friðgeir Einarsson. „Ég gerði örlitlar styttingar og smávægilegar breytingar á verkinu núna, mest til að láta það falla betur inn í rýmið,“ segir Álfrún og tekur fram að sýningin sé 70 mínútur að lengd og án hlés. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Kameljón er fyrsti einleikurinn minn og það var mikil áskorun að takast á við hann. Ég samdi hann líka ásamt Margréti systur minni og Friðgeiri Einarssyni – fékk hugmynd sem lét mig ekki í friði!“ segir Álfrún Örnólfsdóttir leikkona. Hún hefur hafið sýningar á einleiknum Kameljóni í Tjarnarbíói sem snýst um spurninguna um að vera eða ekki vera. Einstök aðlögunarhæfni og sífelld hamskipti valda því að Kameljónið veit ekki lengur hver grunnlitur þess er og í verkinu óttast aðalpersónan að hún sé aðeins endurspeglun af þeim sem á vegi hennar verða en ákveður að hafa uppi á sjálfri sér. Álfrún frumsýndi Kameljón fyrst á Lókal fyrir tveimur árum og fór með það á Act Alone á Suðureyri í fyrrasumar. Hinar góðu viðtökur voru henni hvatning til að taka það upp aftur enda kveðst hún aldrei fá nóg af því að pæla í hvernig umhverfið móti manneskjuna. Leikstjóri er Friðgeir Einarsson. „Ég gerði örlitlar styttingar og smávægilegar breytingar á verkinu núna, mest til að láta það falla betur inn í rýmið,“ segir Álfrún og tekur fram að sýningin sé 70 mínútur að lengd og án hlés.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira