Hljómsveitin Stuðmenn lagði undir sig Hörpu um helgina og kom þar fram á tvennum tónleikum í Eldborg, ásamt því að halda dansleik í Silfurbergi fram eftir nóttu.
Stuðmenn slógu þar með eigið met í lengstu törn á einum sólarhring í spilamennsku er sveitin lék meira og minna linnulaust frá klukkan 19.30 til 3.00.