Sísý Ey í samstarf við Andy Butler Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. september 2014 13:00 Hljómsveitin Sísý Ey er á leið til London. MYND/Úr einkasafni „Við kynntumst Andy Butler í Hercules and Love Affair þegar hann kom til landsins til þess að spila á eins árs afmæli skemmtistaðarins Dolly,“ segir Elín Eyþórsdóttir, meðlimur í stuðsveitinni Sísý Ey, en hljómsveitin er á leið til Lundúna að spila með hljómsveit Andys sem nýtur mikilla vinsælda í Evrópu og þótt víðar væri leitað. „Það var tónlistarmaðurinn og sameiginlegur vinur okkar John Grant sem kynnti okkur almennilega fyrir honum,“ heldur Elín áfram, og systir hennar, Sigríður, sem er einnig meðlimur í sveitinni, tekur í sama streng. „Við erum mjög spennt fyrir þessu, en við komum til með að gefa út smáskífu hjá plötufyrirtæki Andys, Mr. International, í nóvember. Þá spilum við á tónleikunum, á tónleikastaðnum Oval Space. Svo er stefnan sett á að spila á fleiri stöðum í Evrópu í framhaldinu.“ Sísý Ey samanstendur af systrunum Elínu, Sigríði og Elísabetu Eyþórsdætrum, ásamt plötusnúðnum Friðfinni Sigurðssyni, betur þekktum sem DJ Oculus. Þær vöktu fyrst athygli með smellnum Ain‘t got nobody, sumarið 2012, en hafa síðan spilað á fjölmörgum tónleikum á Íslandi og víðar, meðal annars á raftónlistarhátíðinni Sonar í Barselóna. Sónar Tónlist Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Glatkistunni lokað Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Við kynntumst Andy Butler í Hercules and Love Affair þegar hann kom til landsins til þess að spila á eins árs afmæli skemmtistaðarins Dolly,“ segir Elín Eyþórsdóttir, meðlimur í stuðsveitinni Sísý Ey, en hljómsveitin er á leið til Lundúna að spila með hljómsveit Andys sem nýtur mikilla vinsælda í Evrópu og þótt víðar væri leitað. „Það var tónlistarmaðurinn og sameiginlegur vinur okkar John Grant sem kynnti okkur almennilega fyrir honum,“ heldur Elín áfram, og systir hennar, Sigríður, sem er einnig meðlimur í sveitinni, tekur í sama streng. „Við erum mjög spennt fyrir þessu, en við komum til með að gefa út smáskífu hjá plötufyrirtæki Andys, Mr. International, í nóvember. Þá spilum við á tónleikunum, á tónleikastaðnum Oval Space. Svo er stefnan sett á að spila á fleiri stöðum í Evrópu í framhaldinu.“ Sísý Ey samanstendur af systrunum Elínu, Sigríði og Elísabetu Eyþórsdætrum, ásamt plötusnúðnum Friðfinni Sigurðssyni, betur þekktum sem DJ Oculus. Þær vöktu fyrst athygli með smellnum Ain‘t got nobody, sumarið 2012, en hafa síðan spilað á fjölmörgum tónleikum á Íslandi og víðar, meðal annars á raftónlistarhátíðinni Sonar í Barselóna.
Sónar Tónlist Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Glatkistunni lokað Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira