Bílastæði Smáralindar breytist í bílabíó Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. september 2014 11:30 Jóhann Alfreð hlakkar til að ferðast aftur í tímann. „Þetta verður bókstaflega eins og að ferðast aftur í tímann,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson, uppistandari og viðburðastjórnandi hjá Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni, RIFF, en hátíðin býður upp á bílabíó á bílastæðinu í Smáralind þann 26. september í samstarfi við Smáralind. „Við ætlum að sýna gamanmyndina og „næntís“ klassíkina, Dumb & Dumber, meistaraverk Farrelly-bræðranna frá 1994,“ segir Jóhann Alfreð en þetta er í þriðja skiptið sem RIFF stendur fyrir bílabíói á kvikmyndahátíðinni, sem fer að miklu leyti til fram í Kópavogi í ár. Jóhann Alfreð útskýrir að blómatími bílabíósins hafi verið í lok sjötta áratugarins og í upphafi þess sjöunda. „Ungt barnafólk flykktist á sýningar enda hægt að huga að krökkunum á sama tíma og þá voru þau einstaklega vinsæl meðal ungu kynslóðarinnar, í stefnumótamenningu þess tíma.“ Hann bendir á að sjálfur elski hann bílabíó. „Ekki bara til þess að bjóða einhverjum á stefnumót, heldur sleppur maður við óþolandi náungann sem kann ekki að slökkva á símanum sínum,“ segir hann og hlær. Áhugasamir geta keypt miða á heimasíðu hátíðarinnar. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Þetta verður bókstaflega eins og að ferðast aftur í tímann,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson, uppistandari og viðburðastjórnandi hjá Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni, RIFF, en hátíðin býður upp á bílabíó á bílastæðinu í Smáralind þann 26. september í samstarfi við Smáralind. „Við ætlum að sýna gamanmyndina og „næntís“ klassíkina, Dumb & Dumber, meistaraverk Farrelly-bræðranna frá 1994,“ segir Jóhann Alfreð en þetta er í þriðja skiptið sem RIFF stendur fyrir bílabíói á kvikmyndahátíðinni, sem fer að miklu leyti til fram í Kópavogi í ár. Jóhann Alfreð útskýrir að blómatími bílabíósins hafi verið í lok sjötta áratugarins og í upphafi þess sjöunda. „Ungt barnafólk flykktist á sýningar enda hægt að huga að krökkunum á sama tíma og þá voru þau einstaklega vinsæl meðal ungu kynslóðarinnar, í stefnumótamenningu þess tíma.“ Hann bendir á að sjálfur elski hann bílabíó. „Ekki bara til þess að bjóða einhverjum á stefnumót, heldur sleppur maður við óþolandi náungann sem kann ekki að slökkva á símanum sínum,“ segir hann og hlær. Áhugasamir geta keypt miða á heimasíðu hátíðarinnar.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein