Listasagan, vídeó og gagnvirkt verk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. september 2014 10:00 Eitt af verkum Errós. Erró fær að láni myndir og myndbrot úr verkum eftir marga þekktustu listamenn sögunnar eins og Picasso og Léger á sýningunni Erró og listasagan sem opnuð verður í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, á laugardaginn. Enn fremur er Erró með tilvísanir í verk minna þekktra listamanna frá ólíkum skeiðum sögunnar. Þannig má segja að hann skrifi sína eigin útgáfu af listasögunni í verkum sínum. Sýningarstjóri er Danielle Kvaran. Við þetta tækifæri mun Erró afhenda viðurkenningu og verðlaunafé úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur til listakonu sem þykir skara fram úr.Skipbrot úr framtíðinni… Ásdís Sif Gunnarsdóttir vinnur með gjörninga í vídeóverkum sínum. „Þetta eru upptökur úr verki sem ég sýndi í Hafnarhúsinu 2006, á stórri hópsýningu sem hét Pakkhús postulanna,“ útskýrir hún. „Mitt verk á þeirri sýningu var innsetning sem ég vann meðan á sýningunni stóð. Einnig gerði ég af og til upptökur þar inni og það eru þær sem ég er nú að sýna á átta skjáum. Stundum sjást sýningargestirnir labba í gegn, sem er mjög skemmtilegt.“Gestir geta breytt verkinu Verkið Gagnvirkur veggur eftir listamennina Mojoko og Shang Liang er gagnvirkt listaverk samsett úr 200 myndum frá popplist og dægurmenningu Asíu og Vesturlanda. Mojoko gerði grafíkina en Shang Liang sá um forritunina. Hljóðnemi er tengdur í verkið og geta sýningargestir talað, blístrað eða kallað í hann og myndirnar í verkinu breytast eftir hljómi eða hljóðstyrk. Sýningarnar þrjár verða opnaðar klukkan 16 en þar að auki býður Listasafn Reykjavíkur til formlegrar afhjúpunar á vegglistaverki Errós á Álftahólum 4-6 klukkan 14. Það gerir borgarstjórinn að viðstöddum listamanninum. Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Erró fær að láni myndir og myndbrot úr verkum eftir marga þekktustu listamenn sögunnar eins og Picasso og Léger á sýningunni Erró og listasagan sem opnuð verður í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, á laugardaginn. Enn fremur er Erró með tilvísanir í verk minna þekktra listamanna frá ólíkum skeiðum sögunnar. Þannig má segja að hann skrifi sína eigin útgáfu af listasögunni í verkum sínum. Sýningarstjóri er Danielle Kvaran. Við þetta tækifæri mun Erró afhenda viðurkenningu og verðlaunafé úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur til listakonu sem þykir skara fram úr.Skipbrot úr framtíðinni… Ásdís Sif Gunnarsdóttir vinnur með gjörninga í vídeóverkum sínum. „Þetta eru upptökur úr verki sem ég sýndi í Hafnarhúsinu 2006, á stórri hópsýningu sem hét Pakkhús postulanna,“ útskýrir hún. „Mitt verk á þeirri sýningu var innsetning sem ég vann meðan á sýningunni stóð. Einnig gerði ég af og til upptökur þar inni og það eru þær sem ég er nú að sýna á átta skjáum. Stundum sjást sýningargestirnir labba í gegn, sem er mjög skemmtilegt.“Gestir geta breytt verkinu Verkið Gagnvirkur veggur eftir listamennina Mojoko og Shang Liang er gagnvirkt listaverk samsett úr 200 myndum frá popplist og dægurmenningu Asíu og Vesturlanda. Mojoko gerði grafíkina en Shang Liang sá um forritunina. Hljóðnemi er tengdur í verkið og geta sýningargestir talað, blístrað eða kallað í hann og myndirnar í verkinu breytast eftir hljómi eða hljóðstyrk. Sýningarnar þrjár verða opnaðar klukkan 16 en þar að auki býður Listasafn Reykjavíkur til formlegrar afhjúpunar á vegglistaverki Errós á Álftahólum 4-6 klukkan 14. Það gerir borgarstjórinn að viðstöddum listamanninum.
Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira