Djamm í kvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2014 14:24 Fyrir tíu árum hefði mér aldrei dottið í hug að ég myndi rita þessi orð. Tvítugi Tumi hefði fallið í yfirlið af hneykslun. Ætti að stytta opnunartíma skemmtistaða? Hvílík firra. Djamm er ekki djamm nema maður sé að skríða í hús á sjötta tímanum. Undanþága hafi maður dottið í lukkupottinn einhverju fyrr. Ætla mætti að skoðun mín væri aldurstengd. Skriðinn yfir þrítugt og farinn að fussa og sveia. „Svei attan, unga fólkið í dag…“ en það er ekki svo. Ég hef verið á þessari skoðun frá því haustið 2005 þegar ég hélt á vit ævintýranna vestur um haf. Fyrstu partíin einkenndust af því að við útlendingarnir mættum „fashionably late“ eða á milli ellefu og tólf. Við létum fljótt af því þegar okkur mættu endurtekið eldhressir Kanar sem voru langt á undan okkur í drykkju og stuði. Partíið sem hafði verið auglýst klukkan 20 hófst á þeim tíma. Þegar við vorum svo loksins að komast í stuð var vel á nóttina liðið. „Eigum við ekki að kíkja eitthvað út?“ Svarið var einfalt. Það er allt lokað. Það var reyndar svo í „gamla daga“ að það var hvorki fyrir náms- né vinnandi mann að hefja gleðskap niðri í bæ. Maður þurfti að hella sig haugfullan áður en í miðbæinn var komið nema maður væri staðráðinn í að fara á hausinn. Í dag má finna „happy hour“ á hverjum einasta bar í bænum. Það býður upp á hitting að loknum vinnudegi líkt og tíðkast í öðrum löndum. Byrja fyrr og hætta fyrr. Það er málið. Kíkja á barinn eftir vinnu, ræða málin, grípa sér bita og halda heim nógu snemma til að eiga allan morgundaginn fyrir höndum. Það er markmiðið í kvöld. Hvort ég hef viljastyrk til að standa við stóru orðin þegar spurningin „ætlarðu að fara heim strax?“ hljómar verður að koma í ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Fyrir tíu árum hefði mér aldrei dottið í hug að ég myndi rita þessi orð. Tvítugi Tumi hefði fallið í yfirlið af hneykslun. Ætti að stytta opnunartíma skemmtistaða? Hvílík firra. Djamm er ekki djamm nema maður sé að skríða í hús á sjötta tímanum. Undanþága hafi maður dottið í lukkupottinn einhverju fyrr. Ætla mætti að skoðun mín væri aldurstengd. Skriðinn yfir þrítugt og farinn að fussa og sveia. „Svei attan, unga fólkið í dag…“ en það er ekki svo. Ég hef verið á þessari skoðun frá því haustið 2005 þegar ég hélt á vit ævintýranna vestur um haf. Fyrstu partíin einkenndust af því að við útlendingarnir mættum „fashionably late“ eða á milli ellefu og tólf. Við létum fljótt af því þegar okkur mættu endurtekið eldhressir Kanar sem voru langt á undan okkur í drykkju og stuði. Partíið sem hafði verið auglýst klukkan 20 hófst á þeim tíma. Þegar við vorum svo loksins að komast í stuð var vel á nóttina liðið. „Eigum við ekki að kíkja eitthvað út?“ Svarið var einfalt. Það er allt lokað. Það var reyndar svo í „gamla daga“ að það var hvorki fyrir náms- né vinnandi mann að hefja gleðskap niðri í bæ. Maður þurfti að hella sig haugfullan áður en í miðbæinn var komið nema maður væri staðráðinn í að fara á hausinn. Í dag má finna „happy hour“ á hverjum einasta bar í bænum. Það býður upp á hitting að loknum vinnudegi líkt og tíðkast í öðrum löndum. Byrja fyrr og hætta fyrr. Það er málið. Kíkja á barinn eftir vinnu, ræða málin, grípa sér bita og halda heim nógu snemma til að eiga allan morgundaginn fyrir höndum. Það er markmiðið í kvöld. Hvort ég hef viljastyrk til að standa við stóru orðin þegar spurningin „ætlarðu að fara heim strax?“ hljómar verður að koma í ljós.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun