Villtar í báðum merkingum orðsins Friðrika Benónýsdóttir skrifar 4. september 2014 09:30 „Ljóðin mín geta verið dálítið hörð og ádeilukennd þótt ég myndi ekki kalla mig ádeiluskáld. Ég yrki voða lítið um tilfinningaleg málefni,“ segir Emil. Vísir/GVA „Það eru sex ár síðan ég gaf síðast út ljóðabók en síðan hef ég verið önnum kafinn við að skrifa skáldsagnaþríleikinn Sögu eftirlifenda,“ segir Emil Hjörvar Petersen sem í dag sendir frá sér ljóðabókina Ætar kökuskreytingar hjá Meðgönguljóðum. „Ég sendi Meðgönguljóðum handrit á síðasta ári og þau samþykktu það til útgáfu. Í millitíðinni lauk ég við síðustu bókina í þríleiknum sem kemur út núna í október þannig að ég verð með bók á mánaðarfresti þetta haustið,“ heldur hann áfram. „Það er bara fínt.“ Emil segist aldrei hafa lagt ljóðlistina á hilluna þótt skáldsagnaskrifin hafi eðlilega tekið mest af tíma hans undanfarin ár. „Ég byrjaði sem ljóðskáld og fékk góð viðbrögð, sérstaklega með aðra bókina, Ref, og þótt ég væri að skrifa prósa kallaði ljóðformið alltaf á mig. Það er önnur tjáning og maður fær útrás fyrir aðra hluti. Ljóðin mín geta verið dálítið hörð og ádeilukennd þótt ég myndi ekki kalla mig ádeiluskáld. Ég yrki voða lítið um tilfinningaleg málefni en því meira um það hvernig ég upplifi samtímann og meginstef þessarar bókar er yfirþyrmandi græðgi, blekking félagslegra hlutverka og hömlulaus löngun til sköpunar. Enda lýsir titillinn, Ætar kökuskreytingar, mikilli græðgi og yfirborðsmennsku. Persónur og ljóðmælendur í þessari stuttu ljóðabók hafa orðið fyrir siðrofi og einhvers konar hruni. Þær eru dálítið villtar, í báðum merkingum orðsins.“ Þríleikurinn Saga eftirlifenda er furðusaga fyrir fullorðna lesendur sem fjallar um æsina sem lifðu af Ragnarök, er Emil alveg búinn að segja skilið við þann heim? „Já, í bili, ég er með tvær aðrar sögur í bígerð og eina ljóðabók og bókin sem ég er að byrja að skrifa er samtímasaga sem gerist á Íslandi en hefur þó ýmis element furðusögunnar.“ Emil hefur ekki alveg lagt ljóðskáldið til hliðar þótt Ætar kökuskreytingar séu komnar út því í næstu viku heldur hann til Lviv í Úkraínu þar sem hann kynnir ljóðabókina Ref sem er að koma út á úkraínsku. „Ég er að fara á alþjóðlegu bókmenntahátíðina í Lviv, sem nú er haldin í 21. skipti, til að lesa upp úr Refnum og sitja fyrir svörum. Þýðingin kom þannig til að úkraínskur bókaútgefandi sá mig lesa upp úr bókinni á bókamessunni í Gautaborg fyrir tveimur árum og spurði hvort ég vildi ekki að hann gæfi bókina út. Ég játti því auðvitað en átti ekkert endilega von á að hann stæði við það. Hann gerði það nú samt og nú er hún að koma út í Úkraínu, sem gleður mig mikið.“ Þeir sem vilja berja skáldið augum og krækja sér í eintak af Ætum kökuskreytingum geta lagt leið sína í bókabúð Máls og menningar klukkan 17 í dag og hlustað á upplestur hans í útgáfuhófi. Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Það eru sex ár síðan ég gaf síðast út ljóðabók en síðan hef ég verið önnum kafinn við að skrifa skáldsagnaþríleikinn Sögu eftirlifenda,“ segir Emil Hjörvar Petersen sem í dag sendir frá sér ljóðabókina Ætar kökuskreytingar hjá Meðgönguljóðum. „Ég sendi Meðgönguljóðum handrit á síðasta ári og þau samþykktu það til útgáfu. Í millitíðinni lauk ég við síðustu bókina í þríleiknum sem kemur út núna í október þannig að ég verð með bók á mánaðarfresti þetta haustið,“ heldur hann áfram. „Það er bara fínt.“ Emil segist aldrei hafa lagt ljóðlistina á hilluna þótt skáldsagnaskrifin hafi eðlilega tekið mest af tíma hans undanfarin ár. „Ég byrjaði sem ljóðskáld og fékk góð viðbrögð, sérstaklega með aðra bókina, Ref, og þótt ég væri að skrifa prósa kallaði ljóðformið alltaf á mig. Það er önnur tjáning og maður fær útrás fyrir aðra hluti. Ljóðin mín geta verið dálítið hörð og ádeilukennd þótt ég myndi ekki kalla mig ádeiluskáld. Ég yrki voða lítið um tilfinningaleg málefni en því meira um það hvernig ég upplifi samtímann og meginstef þessarar bókar er yfirþyrmandi græðgi, blekking félagslegra hlutverka og hömlulaus löngun til sköpunar. Enda lýsir titillinn, Ætar kökuskreytingar, mikilli græðgi og yfirborðsmennsku. Persónur og ljóðmælendur í þessari stuttu ljóðabók hafa orðið fyrir siðrofi og einhvers konar hruni. Þær eru dálítið villtar, í báðum merkingum orðsins.“ Þríleikurinn Saga eftirlifenda er furðusaga fyrir fullorðna lesendur sem fjallar um æsina sem lifðu af Ragnarök, er Emil alveg búinn að segja skilið við þann heim? „Já, í bili, ég er með tvær aðrar sögur í bígerð og eina ljóðabók og bókin sem ég er að byrja að skrifa er samtímasaga sem gerist á Íslandi en hefur þó ýmis element furðusögunnar.“ Emil hefur ekki alveg lagt ljóðskáldið til hliðar þótt Ætar kökuskreytingar séu komnar út því í næstu viku heldur hann til Lviv í Úkraínu þar sem hann kynnir ljóðabókina Ref sem er að koma út á úkraínsku. „Ég er að fara á alþjóðlegu bókmenntahátíðina í Lviv, sem nú er haldin í 21. skipti, til að lesa upp úr Refnum og sitja fyrir svörum. Þýðingin kom þannig til að úkraínskur bókaútgefandi sá mig lesa upp úr bókinni á bókamessunni í Gautaborg fyrir tveimur árum og spurði hvort ég vildi ekki að hann gæfi bókina út. Ég játti því auðvitað en átti ekkert endilega von á að hann stæði við það. Hann gerði það nú samt og nú er hún að koma út í Úkraínu, sem gleður mig mikið.“ Þeir sem vilja berja skáldið augum og krækja sér í eintak af Ætum kökuskreytingum geta lagt leið sína í bókabúð Máls og menningar klukkan 17 í dag og hlustað á upplestur hans í útgáfuhófi.
Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira