Hún er langt frá því að vera fyrsta stjörnubrúðurin sem velur óvenjulegan fatnað á þessum stóra degi.
Lífið fór á stúfana og fann ýmis óvenjuleg dress úr fórum stjarnanna sem gætu veitt einhverjum innblástur til að fara nýjar leiðir þegar gengið er upp að altarinu.

Leikkonan Elizabeth Taylor játaðist Richard Burton í fyrra sinn árið 1964 í þessum kanarígula kjól með blómaskreytingu í hárinu.

Leikkonan Audrey Hepburn gekk að eiga ítalska lækninn Andrea Dotti árið 1969. Hún klæddist stuttum kjól, sem var óvanalegt á þessum tíma, og með skuplu á höfðinu.

Leikkonan Jessica Biel var í bleikum brúðarkjól frá Giambattista Valli þegar hún og tónlistarmaðurinn Justin Timberlake innsigluðu ást sína árið 2012.

Dansarinn Dita Von Teese giftist rokkaranum Marilyn Manson árið 2005 og klæddist íburðarmiklum kjól frá tískudrottningunni Vivienne Westwood. Hatturinn kom úr smiðju Stephens Jones.

Brúðardress Marilyn Monroe var einfalt þegar þau Joe Di‘Maggio létu pússa sig saman árið 1954.

Enska fyrirsætan Poppy Delevingne giftist James Cook í maí. Hún valdi kjól í bóhemstíl fyrir stóra daginn sem var sérsaumaður af Peter Dundas, listrænum stjórnanda Pucci.

Yoko Ono giftist Bítlinum John Lennon árið 1969 á Gíbraltar og var óhefðbundin í klæðaburði. Hún klæddist stuttum kjól, var í hnéháum sokkum, strigaskóm og með sólgleraugu.

Angelina Jolie og Brad Pitt gengu í það heilaga þann 23. ágúst. Kjóll Angelinu kemur úr smiðju Atelier Versace en slörið er skreytt með teikningum eftir börnin þeirra sex, Maddox, Pax, Zahara, Shiloh, Vivienne og Knox.