Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands stendur að fyrirlestrinum „101 Klassísk tónlist“. Þar fræðir Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur gesti um sinfóníuformið, stiklar á stóru í sögu klassískrar tónlistar og bendir á ólíkar leiðir til að njóta hennar.
Kynningin er sérstaklega ætluð þeim sem hafa lítil kynni haft af klassískri tónlist en hafa áhuga á að kynnast þeim töfrum sem hún býr yfir.
Árni Heimir lauk doktorsprófi í tónlistarfræði frá Harvard-háskóla árið 2003 og starfar sem listrænn ráðgjafi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hann vinnur nú að bókinni Saga tónlistarinnar, sem kemur út hjá Forlaginu snemma á næsta ári.
Aðgangur er ókeypis að fyrirlestri Árna Heimis sem er í Kaldalóni í Hörpu í kvöld klukkan 20.
Bendir á ólíkar leiðir til að njóta tónlistar
