Eru tveir þriðju mikið eða lítið? Sigurjón M. Egilsson skrifar 31. ágúst 2014 14:00 Tveir af hverjum þremur svarendum í skoðanakönnun fréttastofu 365 miðla segist þeirrar skoðunar að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eigi að segja af sér embætti. En er það mikið, eða er það lítið? Svarið er eflaust breytilegt. Flestum mun eflaust þykja það mikið, jafnvel tveimur af hverjum þremur. Öðrum kann að finnast það lítið, að stuðningur þriðjungs svarenda sé ekki svo lítið miðað við allt og allt. Mikið, segja þeir sem ólmir vilja hana frá, segja hana hafa gert mörg pólitísk mistök, hafa jafnvel hagrætt sannleikanum og að gera verði ríkari kröfur, en nú er gert, til stjórnmálamanna á Íslandi. Á seinni tímum eru ekki önnur dæmi um stjórnmálamann sem hefur þurft að verjast eins mikið og Hanna Birna. Þeir sem eru þessarar skoðunar segja eflaust að þegar tveir af hverjum þremur vilja að hún víki, séu varnir hennar að endingu brostnar. Neikvæðar fréttir af henni, embættisverkum hennar og viðbrögðum hafa verið margar að undanförnu. Fjöldi fólks hefur nýtt samskiptamiðlana, einkum og sér í lagi, til að tjá sig um Hönnu Birnu og hefur haft uppi stór orð og hvergi sparað fullyrðingar um nánast allt í fari hennar. Lítið, kunna þeir að segja, sem finnst ágætt hjá Hönnu Birnu þegar einn af hverjum þremur er þeirrar skoðunar að hún eigi ekki að segja af sér, þrátt fyrir þann ólgusjó sem hún hefur siglt. Og benda á að í grunninn voru 53 prósent svarenda ákveðin í að henni bæri að víkja. Eflaust særir það Hönnu Birnu að nærri helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokksins er þeirra skoðunar hún eigi að segja af sér. Þegar Fréttablaðið hefur leitað eftir afstöðu einstakra flokksfélaga Hönnu Birnu kemur í ljós að margir þeirra forðast að svara, vilja ekki opinbera afstöðu sína til hennar og framtíðar hennar á ráðherrastóli. Í könnun, sem birt er í Fréttablaðinu í dag, þar sem spurt er til hvaða ráðherra svarendur bera mest traust og svo minnst traust, skipar Hanna Birna efsta sæti verri listans, Og kemur það ekki á óvart, miðað við það sem á undan er gengið. Þegar betur er rýnt í niðurstöður könnunarinnar er kannski einna merkilegast hversu margir svarendur treysta sér ekki til að nefna neinn ráðherranna, þegar spurt var til hvers fólk bæri mest traust, eða rétt um fjörutíu prósent svarenda. Bjarni Benediktsson er sá ráðherra sem oftast er nefndur, en ekki er fjarri að tvöfalt fleiri en nefndu Bjarna hafi kosið að svara að enginn ráðherra væri þess verðugur að vera nefndur sem svar við spurningunni. Eftir allt sem hefur gerst, verið sagt og skrifað og sem hefur gengið á er staða Hönnu Birnu samkvæmt skoðanakönnuninni kannski ekki afleit, þótt hún sé ekki góð. Könnunin var jú gerð meðan umfjöllunin, sem vissulega er neikvæð fyrir hana, var í hámarki. Og þá kemur aftur að spurningunni, eru tveir þriðju mikið eða lítið? Og nú svarar hver fyrir sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Tveir af hverjum þremur svarendum í skoðanakönnun fréttastofu 365 miðla segist þeirrar skoðunar að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eigi að segja af sér embætti. En er það mikið, eða er það lítið? Svarið er eflaust breytilegt. Flestum mun eflaust þykja það mikið, jafnvel tveimur af hverjum þremur. Öðrum kann að finnast það lítið, að stuðningur þriðjungs svarenda sé ekki svo lítið miðað við allt og allt. Mikið, segja þeir sem ólmir vilja hana frá, segja hana hafa gert mörg pólitísk mistök, hafa jafnvel hagrætt sannleikanum og að gera verði ríkari kröfur, en nú er gert, til stjórnmálamanna á Íslandi. Á seinni tímum eru ekki önnur dæmi um stjórnmálamann sem hefur þurft að verjast eins mikið og Hanna Birna. Þeir sem eru þessarar skoðunar segja eflaust að þegar tveir af hverjum þremur vilja að hún víki, séu varnir hennar að endingu brostnar. Neikvæðar fréttir af henni, embættisverkum hennar og viðbrögðum hafa verið margar að undanförnu. Fjöldi fólks hefur nýtt samskiptamiðlana, einkum og sér í lagi, til að tjá sig um Hönnu Birnu og hefur haft uppi stór orð og hvergi sparað fullyrðingar um nánast allt í fari hennar. Lítið, kunna þeir að segja, sem finnst ágætt hjá Hönnu Birnu þegar einn af hverjum þremur er þeirrar skoðunar að hún eigi ekki að segja af sér, þrátt fyrir þann ólgusjó sem hún hefur siglt. Og benda á að í grunninn voru 53 prósent svarenda ákveðin í að henni bæri að víkja. Eflaust særir það Hönnu Birnu að nærri helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokksins er þeirra skoðunar hún eigi að segja af sér. Þegar Fréttablaðið hefur leitað eftir afstöðu einstakra flokksfélaga Hönnu Birnu kemur í ljós að margir þeirra forðast að svara, vilja ekki opinbera afstöðu sína til hennar og framtíðar hennar á ráðherrastóli. Í könnun, sem birt er í Fréttablaðinu í dag, þar sem spurt er til hvaða ráðherra svarendur bera mest traust og svo minnst traust, skipar Hanna Birna efsta sæti verri listans, Og kemur það ekki á óvart, miðað við það sem á undan er gengið. Þegar betur er rýnt í niðurstöður könnunarinnar er kannski einna merkilegast hversu margir svarendur treysta sér ekki til að nefna neinn ráðherranna, þegar spurt var til hvers fólk bæri mest traust, eða rétt um fjörutíu prósent svarenda. Bjarni Benediktsson er sá ráðherra sem oftast er nefndur, en ekki er fjarri að tvöfalt fleiri en nefndu Bjarna hafi kosið að svara að enginn ráðherra væri þess verðugur að vera nefndur sem svar við spurningunni. Eftir allt sem hefur gerst, verið sagt og skrifað og sem hefur gengið á er staða Hönnu Birnu samkvæmt skoðanakönnuninni kannski ekki afleit, þótt hún sé ekki góð. Könnunin var jú gerð meðan umfjöllunin, sem vissulega er neikvæð fyrir hana, var í hámarki. Og þá kemur aftur að spurningunni, eru tveir þriðju mikið eða lítið? Og nú svarar hver fyrir sig.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun