Spiluðu fyrir einn gest og hund Ólöf Skaftadóttir skrifar 29. ágúst 2014 10:30 Eva hélt tónleika fyrir einn gest og hund í fyrra. MYND/Úr einkasafni „Við eigum eftir að kaupa kassettur og umslög, eða hvað það er sem þarf fyrir svona útgáfubissness. Kannski innsigli,“ segir Sigríður Eir Zophoníasardóttir, önnur tveggja sem skipa hljómsveitina Evu, sem var að ljúka við að taka upp sína fyrstu breiðskífu. Hljómsveitin vakti athygli fyrir tónlistina í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Gullna hliðinu á liðnu leikári. Sýningin verður sýnd í Borgarleikhúsinu í vetur. „Við eigum eftir að láta hljóðblanda, mastera, fjölfalda og loks gefa út. Það vantar örlítið upp á að þetta hafist, og við höfum efnt til áheitasöfnunar í gegnum Karolina Fund til að klára málið.“ „Í tilefni af útgáfunni ætlum við að halda pop-up tónleika á ófyrirsjáanlegum stöðum í hverri viku þar til verkefnið er fjármagnað. Við héldum einkatónleika með hálftíma fyrirvara úti á Gróttu síðasta sumar og fannst það svo gaman að við vildum taka þetta lengra. Það kom reyndar bara einn áhorfandi og einn hundur og ég held þau hafi bara óvart átt leið hjá. Það var eitthvað magnað við það að spila heila tónleika fyrir nánast engan nema sólina og sjóinn.“ Tónleikastaðir í sigtinu núna eru stigagangar fjölbýlishúsa, strætóskýli, heimili ókunnugra, umferðareyjar og undirgöng. „Tillögum að fleiri stöðum má koma á framfæri í gegnum Facebook-síðu hljómsveitarinnar,“ segir Sigríður. Tónlist Mest lesið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Við eigum eftir að kaupa kassettur og umslög, eða hvað það er sem þarf fyrir svona útgáfubissness. Kannski innsigli,“ segir Sigríður Eir Zophoníasardóttir, önnur tveggja sem skipa hljómsveitina Evu, sem var að ljúka við að taka upp sína fyrstu breiðskífu. Hljómsveitin vakti athygli fyrir tónlistina í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Gullna hliðinu á liðnu leikári. Sýningin verður sýnd í Borgarleikhúsinu í vetur. „Við eigum eftir að láta hljóðblanda, mastera, fjölfalda og loks gefa út. Það vantar örlítið upp á að þetta hafist, og við höfum efnt til áheitasöfnunar í gegnum Karolina Fund til að klára málið.“ „Í tilefni af útgáfunni ætlum við að halda pop-up tónleika á ófyrirsjáanlegum stöðum í hverri viku þar til verkefnið er fjármagnað. Við héldum einkatónleika með hálftíma fyrirvara úti á Gróttu síðasta sumar og fannst það svo gaman að við vildum taka þetta lengra. Það kom reyndar bara einn áhorfandi og einn hundur og ég held þau hafi bara óvart átt leið hjá. Það var eitthvað magnað við það að spila heila tónleika fyrir nánast engan nema sólina og sjóinn.“ Tónleikastaðir í sigtinu núna eru stigagangar fjölbýlishúsa, strætóskýli, heimili ókunnugra, umferðareyjar og undirgöng. „Tillögum að fleiri stöðum má koma á framfæri í gegnum Facebook-síðu hljómsveitarinnar,“ segir Sigríður.
Tónlist Mest lesið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira