Spiluðu fyrir einn gest og hund Ólöf Skaftadóttir skrifar 29. ágúst 2014 10:30 Eva hélt tónleika fyrir einn gest og hund í fyrra. MYND/Úr einkasafni „Við eigum eftir að kaupa kassettur og umslög, eða hvað það er sem þarf fyrir svona útgáfubissness. Kannski innsigli,“ segir Sigríður Eir Zophoníasardóttir, önnur tveggja sem skipa hljómsveitina Evu, sem var að ljúka við að taka upp sína fyrstu breiðskífu. Hljómsveitin vakti athygli fyrir tónlistina í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Gullna hliðinu á liðnu leikári. Sýningin verður sýnd í Borgarleikhúsinu í vetur. „Við eigum eftir að láta hljóðblanda, mastera, fjölfalda og loks gefa út. Það vantar örlítið upp á að þetta hafist, og við höfum efnt til áheitasöfnunar í gegnum Karolina Fund til að klára málið.“ „Í tilefni af útgáfunni ætlum við að halda pop-up tónleika á ófyrirsjáanlegum stöðum í hverri viku þar til verkefnið er fjármagnað. Við héldum einkatónleika með hálftíma fyrirvara úti á Gróttu síðasta sumar og fannst það svo gaman að við vildum taka þetta lengra. Það kom reyndar bara einn áhorfandi og einn hundur og ég held þau hafi bara óvart átt leið hjá. Það var eitthvað magnað við það að spila heila tónleika fyrir nánast engan nema sólina og sjóinn.“ Tónleikastaðir í sigtinu núna eru stigagangar fjölbýlishúsa, strætóskýli, heimili ókunnugra, umferðareyjar og undirgöng. „Tillögum að fleiri stöðum má koma á framfæri í gegnum Facebook-síðu hljómsveitarinnar,“ segir Sigríður. Tónlist Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Við eigum eftir að kaupa kassettur og umslög, eða hvað það er sem þarf fyrir svona útgáfubissness. Kannski innsigli,“ segir Sigríður Eir Zophoníasardóttir, önnur tveggja sem skipa hljómsveitina Evu, sem var að ljúka við að taka upp sína fyrstu breiðskífu. Hljómsveitin vakti athygli fyrir tónlistina í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Gullna hliðinu á liðnu leikári. Sýningin verður sýnd í Borgarleikhúsinu í vetur. „Við eigum eftir að láta hljóðblanda, mastera, fjölfalda og loks gefa út. Það vantar örlítið upp á að þetta hafist, og við höfum efnt til áheitasöfnunar í gegnum Karolina Fund til að klára málið.“ „Í tilefni af útgáfunni ætlum við að halda pop-up tónleika á ófyrirsjáanlegum stöðum í hverri viku þar til verkefnið er fjármagnað. Við héldum einkatónleika með hálftíma fyrirvara úti á Gróttu síðasta sumar og fannst það svo gaman að við vildum taka þetta lengra. Það kom reyndar bara einn áhorfandi og einn hundur og ég held þau hafi bara óvart átt leið hjá. Það var eitthvað magnað við það að spila heila tónleika fyrir nánast engan nema sólina og sjóinn.“ Tónleikastaðir í sigtinu núna eru stigagangar fjölbýlishúsa, strætóskýli, heimili ókunnugra, umferðareyjar og undirgöng. „Tillögum að fleiri stöðum má koma á framfæri í gegnum Facebook-síðu hljómsveitarinnar,“ segir Sigríður.
Tónlist Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira