
Hún er sýningarstjóri haustsýningar Hafnarborgar í Hafnarfirði sem opnuð verður annað kvöld.
Þar er teflt saman verkum listamanna sem þekktir eru fyrir að gera huglægri reynslu efnisleg skil á áhrifaríkan hátt. Þeir eru Daníel Magnússon, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Ívar Brynjólfsson, Ívar Valgarðsson, Sólveig Aðalsteinsdóttir og Þóra Sigurðardóttir.

„Markmiðið með stefnumóti þessa fólks er ekki síst að varpa ljósi á samtímalistsköpun sem farveg fyrir nýjar hugsanir og hugmyndir,“ segir Helga.
Rás verður opnuð klukkan 20 annað kvöld. Á sunnudaginn, 31. ágúst, verður listamannsspjall í Hafnarborg klukkan 15 þar sem einn af sýnendunum, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir myndlistarmaður, hefur orðið.
„Guðrún er búsett í Finnlandi,“ upplýsir Helga.
„Því er sérstakur fengur að fá hana hingað með sína list og spjall.“