Sjálfstætt fólk er algjörlega hræðileg saga Ólöf Skaftadóttir skrifar 28. ágúst 2014 16:48 Þorleifur Örn Arnarsson líkir Sjálfstæðu fólki við gríska tragedíu. fréttablaðið/arnþór „Ég ætla að segja söguna eins og ég held að hún eigi að vera sögð,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri sem setur upp jólasýningu Þjóðleikhússins í ár, Sjálfstætt fólk. Þorleifur, sem hefur átt gríðarlegri velgengni að fagna á leikstjóraferlinum, er þekktur fyrir að taka þekkt verk og gera þau að sínum eigin. „Ég held að það sem blekkir oft með Laxness er það, að tungumálið er svo fallegt í sjálfu sér. Þessum hluta verksins, þessari fegurð í textanum, er oft ruglað saman við það að sagan í Sjálfstæðu fólki er í rauninni algjörlega hræðileg saga, í ætt við grísku tragedíuna. Það að segja hræðilega sögu í fallegu máli ætti í rauninni að ýta undir hryllinginn og ég held að það sé engin bók Íslandssögunnar sem fólk er tilbúnara til að mistúlka en þetta verk Nóbelsskáldsins,“ segir Þorleifur, kíminn. „Okkur langar að finnast Bjartur vera hetja og við skiljum svo vel þessi hræðilegu örlög – það að hann sé alltaf neðstur í fæðukeðjunni. En heila málið er það að Bjartur er með aðra fæðukeðju undir sér, fjölskylduna, og framferði hans innan þess ramma er algjörlega hræðilegt.“ Þorleifur segist þó engan áhuga hafa á að rústa einu dáðasta verki íslenskrar bókmenntasögu. „Ég er afar hrifinn af verkinu, en mig langar til þess að nálgast það án þess að falla í pytt fegurðarinnar.“ Þorleifur heldur áfram og segir að listinni beri skylda til að setja spurningarmerki við fyrirframgefnar hugmyndir. „Það eru svo sannarlega margar svoleiðis gagnvart Sjálfstæðu fólki.“ Þorleifur leikstýrir sýningunni en Símon Birgisson, Atli Rafn Sigurðarson og Ólafur Egill Egilsson sjá um leikgerðina. Auk þess fer Atli Rafn með hlutverk Bjarts í Sumarhúsum. Filippía Elísdóttir sér um búninga og Vytautas Narbutas um leikmynd. Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég ætla að segja söguna eins og ég held að hún eigi að vera sögð,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri sem setur upp jólasýningu Þjóðleikhússins í ár, Sjálfstætt fólk. Þorleifur, sem hefur átt gríðarlegri velgengni að fagna á leikstjóraferlinum, er þekktur fyrir að taka þekkt verk og gera þau að sínum eigin. „Ég held að það sem blekkir oft með Laxness er það, að tungumálið er svo fallegt í sjálfu sér. Þessum hluta verksins, þessari fegurð í textanum, er oft ruglað saman við það að sagan í Sjálfstæðu fólki er í rauninni algjörlega hræðileg saga, í ætt við grísku tragedíuna. Það að segja hræðilega sögu í fallegu máli ætti í rauninni að ýta undir hryllinginn og ég held að það sé engin bók Íslandssögunnar sem fólk er tilbúnara til að mistúlka en þetta verk Nóbelsskáldsins,“ segir Þorleifur, kíminn. „Okkur langar að finnast Bjartur vera hetja og við skiljum svo vel þessi hræðilegu örlög – það að hann sé alltaf neðstur í fæðukeðjunni. En heila málið er það að Bjartur er með aðra fæðukeðju undir sér, fjölskylduna, og framferði hans innan þess ramma er algjörlega hræðilegt.“ Þorleifur segist þó engan áhuga hafa á að rústa einu dáðasta verki íslenskrar bókmenntasögu. „Ég er afar hrifinn af verkinu, en mig langar til þess að nálgast það án þess að falla í pytt fegurðarinnar.“ Þorleifur heldur áfram og segir að listinni beri skylda til að setja spurningarmerki við fyrirframgefnar hugmyndir. „Það eru svo sannarlega margar svoleiðis gagnvart Sjálfstæðu fólki.“ Þorleifur leikstýrir sýningunni en Símon Birgisson, Atli Rafn Sigurðarson og Ólafur Egill Egilsson sjá um leikgerðina. Auk þess fer Atli Rafn með hlutverk Bjarts í Sumarhúsum. Filippía Elísdóttir sér um búninga og Vytautas Narbutas um leikmynd.
Menning Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira