„Ég er spikfeitur nú þegar og líður ágætleg" Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. ágúst 2014 11:00 Friðrik fjallar um hugsjónina á bak við skyndibitastaði. Vísir/Valli „Skyndibiti þarf ekki að vera ógeðslegur. Ég er skyndibitafíkill en skyndibiti hefur mjög neikvæða merkingu á Íslandi. Sumir leggja ást og alúð í skyndibitann sinn. Þetta er ekki alltaf bara örbylgjuhituð Sóma-samloka,“ segir tónlistar- og dagskrárgerðarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson. Nýir þættir með honum, Sósa og salat, hefja göngu sína á Stöð 2 í byrjun september. Í þáttunum ferðast Friðrik á milli skyndibitabúlla á landinu. „Ég fylgist með matreiðslunni og fjalla um hvern stað og hans sögu. Þetta er ekki matreiðsluþáttur þar sem ég hvet fólk til að elda í eldhúsinu heima. Ég vona frekar að áhorfendur vilji heimsækja þessa staði eftir þáttinn, fái vatn í munninn og grilli sér jafnvel samloku,“ bætir Friðrik við. Fimm þættir eru í þáttaröðinni og er viðfangsefnið staðir á suðvesturhorni Íslands. Verður þá framhald með öðrum landshlutum? „Það er aldrei að vita,“ segir Friðrik dulur. Hann óttast ekki að bæta á sig við gerð þáttanna. „Ég er spikfeitur nú þegar og líður ágætlega þannig að ég er slakur.“ Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
„Skyndibiti þarf ekki að vera ógeðslegur. Ég er skyndibitafíkill en skyndibiti hefur mjög neikvæða merkingu á Íslandi. Sumir leggja ást og alúð í skyndibitann sinn. Þetta er ekki alltaf bara örbylgjuhituð Sóma-samloka,“ segir tónlistar- og dagskrárgerðarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson. Nýir þættir með honum, Sósa og salat, hefja göngu sína á Stöð 2 í byrjun september. Í þáttunum ferðast Friðrik á milli skyndibitabúlla á landinu. „Ég fylgist með matreiðslunni og fjalla um hvern stað og hans sögu. Þetta er ekki matreiðsluþáttur þar sem ég hvet fólk til að elda í eldhúsinu heima. Ég vona frekar að áhorfendur vilji heimsækja þessa staði eftir þáttinn, fái vatn í munninn og grilli sér jafnvel samloku,“ bætir Friðrik við. Fimm þættir eru í þáttaröðinni og er viðfangsefnið staðir á suðvesturhorni Íslands. Verður þá framhald með öðrum landshlutum? „Það er aldrei að vita,“ segir Friðrik dulur. Hann óttast ekki að bæta á sig við gerð þáttanna. „Ég er spikfeitur nú þegar og líður ágætlega þannig að ég er slakur.“
Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira