Út fyrir þægindahringinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2014 07:00 Fyrir ekki svo löngu þurfti fólk að taka upp símann til þess að koma skilaboðum á framfæri. Þegar góður vinur átti afmæli þá hringdirðu í hann og óskaðir honum til hamingju með daginn. Ef þú varst illa fyrirkallaður þurftirðu að hringja þig inn veikan. Ef þér leist vel á dömu þá hringdirðu í hana og heyrðir í henni hljóðið. Í dag sendir fólk bara misfrumlegar afmæliskveðjur á Facebook. SMS á yfirmanninn dugar til að láta hann vita að þú komist ekki til vinnu og sætu stelpunni þarftu ekki einu sinni að senda skilaboð fyrr en þú ert þegar búinn að fá staðfestingu á því að henni finnist þú á einhvern hátt áhugaverður á Tinder. Auðvitað eru ýmsir kostir við alla þessa nýju samskiptatækni. Hún kemur hins vegar aldrei í staðinn fyrir þá ánægju eða upplifun sem þú átt kost á að fá með því að ræða við einhvern augliti til auglitis eða í gegnum síma. Með nýrri tækni hefur líka breyst hversu mikils virði eitt símtal getur verið: „Vá, hann hringdi í mig á afmælisdaginn minn. Þar fer sannur vinur.“ Það eitt og sér að hringja í einhvern er í sumum tilfellum orðið risaskref út fyrir þægindahringinn. Eins og að syngja sitt fyrsta lag í karókí, taka puttaling upp í bílinn eða gera sér ferð yfir götuna til að hjálpa eldri konu. Yfirleitt líður manni vel eftir á. Í það minnsta verður dagurinn eftirminnilegri. Ég tala ekki um ef í ljós kemur að puttalingurinn er með keðjusög í töskunni. Sjálfu rsteig ég skref út fyrir þægindahringinn á dögunum og tók upp símann. Óhætt er að segja að úr hafi orðið steiktasta símtal sögunnar. Símtalið svaraði hins vegar spurningum mínum á augabragði í stað endalausra skilaboð á Facebook eða sms-formi. Þá er bara spurningin hvern maður hringir í næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Fyrir ekki svo löngu þurfti fólk að taka upp símann til þess að koma skilaboðum á framfæri. Þegar góður vinur átti afmæli þá hringdirðu í hann og óskaðir honum til hamingju með daginn. Ef þú varst illa fyrirkallaður þurftirðu að hringja þig inn veikan. Ef þér leist vel á dömu þá hringdirðu í hana og heyrðir í henni hljóðið. Í dag sendir fólk bara misfrumlegar afmæliskveðjur á Facebook. SMS á yfirmanninn dugar til að láta hann vita að þú komist ekki til vinnu og sætu stelpunni þarftu ekki einu sinni að senda skilaboð fyrr en þú ert þegar búinn að fá staðfestingu á því að henni finnist þú á einhvern hátt áhugaverður á Tinder. Auðvitað eru ýmsir kostir við alla þessa nýju samskiptatækni. Hún kemur hins vegar aldrei í staðinn fyrir þá ánægju eða upplifun sem þú átt kost á að fá með því að ræða við einhvern augliti til auglitis eða í gegnum síma. Með nýrri tækni hefur líka breyst hversu mikils virði eitt símtal getur verið: „Vá, hann hringdi í mig á afmælisdaginn minn. Þar fer sannur vinur.“ Það eitt og sér að hringja í einhvern er í sumum tilfellum orðið risaskref út fyrir þægindahringinn. Eins og að syngja sitt fyrsta lag í karókí, taka puttaling upp í bílinn eða gera sér ferð yfir götuna til að hjálpa eldri konu. Yfirleitt líður manni vel eftir á. Í það minnsta verður dagurinn eftirminnilegri. Ég tala ekki um ef í ljós kemur að puttalingurinn er með keðjusög í töskunni. Sjálfu rsteig ég skref út fyrir þægindahringinn á dögunum og tók upp símann. Óhætt er að segja að úr hafi orðið steiktasta símtal sögunnar. Símtalið svaraði hins vegar spurningum mínum á augabragði í stað endalausra skilaboð á Facebook eða sms-formi. Þá er bara spurningin hvern maður hringir í næst.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun