„Við erum helvíti stemmdir fyrir þessu“ Þórður Ingi Jónsson skrifar 22. ágúst 2014 16:00 Sólstafir er ein þekktasta þungamálmssveit landsins. mynd/Stebba ósk Þungarokkssveitin Sólstafir leikur frumsamið efni við kvikmyndina Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson á kvikmyndatónleikum Reykjavík International Film Festival í ár. Myndin var frumsýnd árið 1984 og fagnar því þrjátíu ára afmæli í ár. Guðmundur Óli Pálmason, trommari Sólstafa, segir að hljómsveitin hafi beint og óbeint verið undir áhrifum frá myndinni í gegnum tíðina. „Við erum helvíti stemmdir fyrir þessu. Maður var alinn upp við þessa mynd og hún hefur eiginlega verið uppáhaldsmynd okkar allra síðan við vorum krakkar. Þetta smellpassar,“ segir hann. Tónlistin sem Sólstafir spila hefur einmitt verið kölluð víkingarokk en í tilkynningu frá RIFF segir: „Tónlist bandsins er í senn jafn mikil afurð hvínandi heimskautastorma og rauðglóandi hrauns landsins, sem og grænna engja, vindbarinna heiða og salta sævarins sem umlykur eyna.“ Í fyrra voru það þöglar myndir eftir franska frumkvöðulinn George Mélies sem leikin var tónlist undir, en árið áður var það krautrokk-goðsögnin Damo Suzuki sem lék tónlist ásamt íslenskum tónlistarmönnum við tímamótaverk þýska expressjónismans, Metropolis. Tónleikarnir fara fram hinn 1. október í Salnum í Kópavogi. RIFF Tónlist Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Þungarokkssveitin Sólstafir leikur frumsamið efni við kvikmyndina Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson á kvikmyndatónleikum Reykjavík International Film Festival í ár. Myndin var frumsýnd árið 1984 og fagnar því þrjátíu ára afmæli í ár. Guðmundur Óli Pálmason, trommari Sólstafa, segir að hljómsveitin hafi beint og óbeint verið undir áhrifum frá myndinni í gegnum tíðina. „Við erum helvíti stemmdir fyrir þessu. Maður var alinn upp við þessa mynd og hún hefur eiginlega verið uppáhaldsmynd okkar allra síðan við vorum krakkar. Þetta smellpassar,“ segir hann. Tónlistin sem Sólstafir spila hefur einmitt verið kölluð víkingarokk en í tilkynningu frá RIFF segir: „Tónlist bandsins er í senn jafn mikil afurð hvínandi heimskautastorma og rauðglóandi hrauns landsins, sem og grænna engja, vindbarinna heiða og salta sævarins sem umlykur eyna.“ Í fyrra voru það þöglar myndir eftir franska frumkvöðulinn George Mélies sem leikin var tónlist undir, en árið áður var það krautrokk-goðsögnin Damo Suzuki sem lék tónlist ásamt íslenskum tónlistarmönnum við tímamótaverk þýska expressjónismans, Metropolis. Tónleikarnir fara fram hinn 1. október í Salnum í Kópavogi.
RIFF Tónlist Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“