„Við erum helvíti stemmdir fyrir þessu“ Þórður Ingi Jónsson skrifar 22. ágúst 2014 16:00 Sólstafir er ein þekktasta þungamálmssveit landsins. mynd/Stebba ósk Þungarokkssveitin Sólstafir leikur frumsamið efni við kvikmyndina Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson á kvikmyndatónleikum Reykjavík International Film Festival í ár. Myndin var frumsýnd árið 1984 og fagnar því þrjátíu ára afmæli í ár. Guðmundur Óli Pálmason, trommari Sólstafa, segir að hljómsveitin hafi beint og óbeint verið undir áhrifum frá myndinni í gegnum tíðina. „Við erum helvíti stemmdir fyrir þessu. Maður var alinn upp við þessa mynd og hún hefur eiginlega verið uppáhaldsmynd okkar allra síðan við vorum krakkar. Þetta smellpassar,“ segir hann. Tónlistin sem Sólstafir spila hefur einmitt verið kölluð víkingarokk en í tilkynningu frá RIFF segir: „Tónlist bandsins er í senn jafn mikil afurð hvínandi heimskautastorma og rauðglóandi hrauns landsins, sem og grænna engja, vindbarinna heiða og salta sævarins sem umlykur eyna.“ Í fyrra voru það þöglar myndir eftir franska frumkvöðulinn George Mélies sem leikin var tónlist undir, en árið áður var það krautrokk-goðsögnin Damo Suzuki sem lék tónlist ásamt íslenskum tónlistarmönnum við tímamótaverk þýska expressjónismans, Metropolis. Tónleikarnir fara fram hinn 1. október í Salnum í Kópavogi. RIFF Tónlist Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Þungarokkssveitin Sólstafir leikur frumsamið efni við kvikmyndina Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson á kvikmyndatónleikum Reykjavík International Film Festival í ár. Myndin var frumsýnd árið 1984 og fagnar því þrjátíu ára afmæli í ár. Guðmundur Óli Pálmason, trommari Sólstafa, segir að hljómsveitin hafi beint og óbeint verið undir áhrifum frá myndinni í gegnum tíðina. „Við erum helvíti stemmdir fyrir þessu. Maður var alinn upp við þessa mynd og hún hefur eiginlega verið uppáhaldsmynd okkar allra síðan við vorum krakkar. Þetta smellpassar,“ segir hann. Tónlistin sem Sólstafir spila hefur einmitt verið kölluð víkingarokk en í tilkynningu frá RIFF segir: „Tónlist bandsins er í senn jafn mikil afurð hvínandi heimskautastorma og rauðglóandi hrauns landsins, sem og grænna engja, vindbarinna heiða og salta sævarins sem umlykur eyna.“ Í fyrra voru það þöglar myndir eftir franska frumkvöðulinn George Mélies sem leikin var tónlist undir, en árið áður var það krautrokk-goðsögnin Damo Suzuki sem lék tónlist ásamt íslenskum tónlistarmönnum við tímamótaverk þýska expressjónismans, Metropolis. Tónleikarnir fara fram hinn 1. október í Salnum í Kópavogi.
RIFF Tónlist Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira