Smjörlíkisverksmiðjan mjólkaði peningum í kassann 22. ágúst 2014 15:45 Margrét við hið hundrað ára gamla hús númer 45 á Hverfisgötu sem Matthías Einarsson læknir byggði. Fréttablaðið/ Andri Marinó „Ég ætla að segja frá tveimur húsum við Hverfisgötu og tveimur við Veghúsastíg. Þau er búið að gera fallega upp og breyta í íbúðahótel undir heitinu Reykjavík Residence en dagskráin snýst fyrst og fremst um söguna.“ Þetta segir Margrét Sveinbjörnsdóttir menningarmiðlari sem ætlar að skyggnast aftur í tímann á Menningarnótt milli klukkan 14 og 17. Svanur Jóhannesson bókbindari verður með Margréti og segir frá í húsinu á Hverfisgötu 21, en þar höfðu Hið íslenska prentarafélag og Félag bókagerðarmanna aðsetur í sjö áratugi. Garðar Cortes söngskólastjóri rifjar upp minningar úr húsinu númer 45 við Hverfisgötu þar sem Söngskólinn í Reykjavík var til húsa í aldarfjórðung. Við Veghúsastíg 9 er Bergshús, nefnt eftir Bergi Einarssyni, fyrsta sútara landsins sem byggði það og bjó þar með fjölskyldu sína og var með verkstæði og verslun. „Þangað kom Danakonungur oftar en einu sinni með fylgdarlið og keypti skinnavöru. Það er til mynd af kóngsa í búðinni,“ segir Margrét. „Á Veghúsastíg 7 var smjörlíkisgerðin Smári, veldi Ragnars í Smára og því mikilvægur staður í menningarsögu okkar. Til er skemmtileg tilvitnun í Halldór Laxnes. „Smjörlíkisverksmiðja hans mjólkaði peningum í kassann um leið og viðbiti handa landanum sem var þá illa kominn af feitmetisleysi. Hagnaðurinn af þessari magarínstasjón fór í að gefa út bækur, kaupa málverk og styrkja tónlistarlíf landsins…“" Sögusýning, sem Brúarsmiðjan og PORT hönnun hafa sett upp, er á göngum allra fjögurra húsanna á Menningarnótt á morgun, milli klukkan 14 og 17. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég ætla að segja frá tveimur húsum við Hverfisgötu og tveimur við Veghúsastíg. Þau er búið að gera fallega upp og breyta í íbúðahótel undir heitinu Reykjavík Residence en dagskráin snýst fyrst og fremst um söguna.“ Þetta segir Margrét Sveinbjörnsdóttir menningarmiðlari sem ætlar að skyggnast aftur í tímann á Menningarnótt milli klukkan 14 og 17. Svanur Jóhannesson bókbindari verður með Margréti og segir frá í húsinu á Hverfisgötu 21, en þar höfðu Hið íslenska prentarafélag og Félag bókagerðarmanna aðsetur í sjö áratugi. Garðar Cortes söngskólastjóri rifjar upp minningar úr húsinu númer 45 við Hverfisgötu þar sem Söngskólinn í Reykjavík var til húsa í aldarfjórðung. Við Veghúsastíg 9 er Bergshús, nefnt eftir Bergi Einarssyni, fyrsta sútara landsins sem byggði það og bjó þar með fjölskyldu sína og var með verkstæði og verslun. „Þangað kom Danakonungur oftar en einu sinni með fylgdarlið og keypti skinnavöru. Það er til mynd af kóngsa í búðinni,“ segir Margrét. „Á Veghúsastíg 7 var smjörlíkisgerðin Smári, veldi Ragnars í Smára og því mikilvægur staður í menningarsögu okkar. Til er skemmtileg tilvitnun í Halldór Laxnes. „Smjörlíkisverksmiðja hans mjólkaði peningum í kassann um leið og viðbiti handa landanum sem var þá illa kominn af feitmetisleysi. Hagnaðurinn af þessari magarínstasjón fór í að gefa út bækur, kaupa málverk og styrkja tónlistarlíf landsins…“" Sögusýning, sem Brúarsmiðjan og PORT hönnun hafa sett upp, er á göngum allra fjögurra húsanna á Menningarnótt á morgun, milli klukkan 14 og 17.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira