Auður átti sér margar skemmtilegar hliðar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2014 14:15 Guðný Dóra og Þórunn Elísabet eru búnar að koma hlutunum á sýningunni fallega fyrir. Fréttablaðið/GVA „Þetta er margradda sýning sem hefur verið í undirbúningi lengi og hefur undið upp á sig eins og hnykill.“ Þetta segir Guðný Dóra Gestsdóttir safnstjóri um sýninguna Auður á Gljúfrasteini sem verður opnuð í dag í Listasafni Mosfellsbæjar í Þverholti 2 og fjallar um Auði Sveinsdóttur (1918-2012). „Auður hefur alltaf staðið okkur sem störfum á Gljúfrasteini mjög nærri. Hún hafði frumkvæði að því að heimilið varð safn á sínum tíma, gaf allt innbúið og á fyrstu árunum veitti hún okkur dýrmætar upplýsingar um ýmsa muni þar. Hver gripur á sína skemmtilegu sögu og hún skrifaði ýmsan fróðleik í stílabók sem hún lét mig fá,“ segir Guðný Dóra, sem er í sýningarteyminu ásamt Þórunni Elísabetu Sveinsdóttur sýningarhönnuði og Mörtu Guðrúnu Jóhannesdóttur safnafræðingi. Hún segir þær nálgast verkefnið af nærfærni og tilfinningasemi. „Við kölluðum til dálítið stóran hóp til að koma með hugmyndir og fengum sögur sem tengdust Auði því hún brá sér í svo mörg hlutverk og sá um svo marga praktíska hluti. Hún var náttúrulega byggingarstjóri hússins á sínum tíma, hún setti keðjur undir bílinn, hún vélritaði fyrir Nóbelsskáldið, manninn sinn, og sá um heimilið. Hannyrðir hennar eru svo kapítuli út af fyrir sig. Hún átti sér margar skemmtilegar hliðar, hún Auður og því á undirtitillinn vel við, Fín frú, sendill og allt þar á milli.“Auður í sendilshlutverkinu.Mynd/úr einkasafni Guðný Dóra segir sýninguna í Listasafni Mosfellsbæjar byggða á miklu trausti sem fjölskylda Auðar hafi sýnt þeim Þórunni Elísabetu og Mörtu Guðrúnu, hún hafi meðal annars lánað þeim bréfasafn Auðar og ýmsa muni. „Við fengum fjölskylduna til að lána okkur gripi og segja litlar sögur um þá. Svo er ýmislegt úr kössum og geymslum á Gljúfrasteini sem ekki hefur sést áður. Til dæmis erum við með mynstur að Maríuteppinu bláa, sem hangir í stofunni, sem Auður flýtti sér að ljúka við áður en Halldór kæmi heim frá Nóbelsverðlaunahátíðinni. Hún hafði setið yfir á Þjóðminjasafninu og teiknað þar upp mynstrið og útfært sjálf. Á þessum tíma var erfitt að finna efni og liti en hún náði í búta á ferðalögum sínum.“ Sýningin í Listasafni Mosfellsbæjar verður opin í fimm vikur og Guðný Dóra segir ýmsa viðburði fyrirhugaða í tengslum við hana, meðal annars námskeið í skotthúfuprjóni. „Auður prjónaði skotthúfur og fékk viðurkenningu fyrir eina slíka í Álafoss-samkeppni.“ Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta er margradda sýning sem hefur verið í undirbúningi lengi og hefur undið upp á sig eins og hnykill.“ Þetta segir Guðný Dóra Gestsdóttir safnstjóri um sýninguna Auður á Gljúfrasteini sem verður opnuð í dag í Listasafni Mosfellsbæjar í Þverholti 2 og fjallar um Auði Sveinsdóttur (1918-2012). „Auður hefur alltaf staðið okkur sem störfum á Gljúfrasteini mjög nærri. Hún hafði frumkvæði að því að heimilið varð safn á sínum tíma, gaf allt innbúið og á fyrstu árunum veitti hún okkur dýrmætar upplýsingar um ýmsa muni þar. Hver gripur á sína skemmtilegu sögu og hún skrifaði ýmsan fróðleik í stílabók sem hún lét mig fá,“ segir Guðný Dóra, sem er í sýningarteyminu ásamt Þórunni Elísabetu Sveinsdóttur sýningarhönnuði og Mörtu Guðrúnu Jóhannesdóttur safnafræðingi. Hún segir þær nálgast verkefnið af nærfærni og tilfinningasemi. „Við kölluðum til dálítið stóran hóp til að koma með hugmyndir og fengum sögur sem tengdust Auði því hún brá sér í svo mörg hlutverk og sá um svo marga praktíska hluti. Hún var náttúrulega byggingarstjóri hússins á sínum tíma, hún setti keðjur undir bílinn, hún vélritaði fyrir Nóbelsskáldið, manninn sinn, og sá um heimilið. Hannyrðir hennar eru svo kapítuli út af fyrir sig. Hún átti sér margar skemmtilegar hliðar, hún Auður og því á undirtitillinn vel við, Fín frú, sendill og allt þar á milli.“Auður í sendilshlutverkinu.Mynd/úr einkasafni Guðný Dóra segir sýninguna í Listasafni Mosfellsbæjar byggða á miklu trausti sem fjölskylda Auðar hafi sýnt þeim Þórunni Elísabetu og Mörtu Guðrúnu, hún hafi meðal annars lánað þeim bréfasafn Auðar og ýmsa muni. „Við fengum fjölskylduna til að lána okkur gripi og segja litlar sögur um þá. Svo er ýmislegt úr kössum og geymslum á Gljúfrasteini sem ekki hefur sést áður. Til dæmis erum við með mynstur að Maríuteppinu bláa, sem hangir í stofunni, sem Auður flýtti sér að ljúka við áður en Halldór kæmi heim frá Nóbelsverðlaunahátíðinni. Hún hafði setið yfir á Þjóðminjasafninu og teiknað þar upp mynstrið og útfært sjálf. Á þessum tíma var erfitt að finna efni og liti en hún náði í búta á ferðalögum sínum.“ Sýningin í Listasafni Mosfellsbæjar verður opin í fimm vikur og Guðný Dóra segir ýmsa viðburði fyrirhugaða í tengslum við hana, meðal annars námskeið í skotthúfuprjóni. „Auður prjónaði skotthúfur og fékk viðurkenningu fyrir eina slíka í Álafoss-samkeppni.“
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira