Ginter safnar fyrir börnin á Gasa Baldvin Þormóðsson skrifar 21. ágúst 2014 12:00 Wictoria ákvað að taka málin í eigin hendur. Vísir/Andri marinó „Þetta eru sem sagt góðgerðartónleikar fyrir börnin í Gasa,“ segir Wictoria Joanna Ginter en hún blæs til heljarinnar tónlistarveislu á Gauknum í kvöld þar sem okkar fremstu rokksveitir koma saman til þess að safna fyrir Palestínu. „Aðgangseyrir er 3.000 krónur en það veltur bara á hverjum og einum hvað hann hefur tök á að borga, meira eða minna,“ segir Wictoria. „Ég byrjaði á að tala við eiganda Gauksins sem var strax mjög áhugasamur,“ segir Wictoria. „Síðan hafði ég bara samband við vini mína sem voru í hljómsveitum og svo stækkaði þetta bara og stækkaði.“ Wictoria hefur fundið til með Palestínumönnum í langan tíma en henni fannst hún þurfa að gera eitthvað til þess að hjálpa. „Í átökunum eru fleiri og fleiri í sárri þörf fyrir hjálp og þá sérstaklega börn,“ segir Wictoria. „Margir eru heimilislausir, slasaðir og munaðarlaus börn þarfnast athygli okkar og hjálpar. Við getum engan veginn ímyndað okkur hvernig það er fyrir þau að upplifa þessar hörmulegu og ómannúðlegu aðgerðir.“ Meðal hljómsveita, sem hafa staðfest komu sína í kvöld, eru til dæmis Mammút, Kvöld, Strigaskór nr. 42, Nykur, Dimma og svo mætti lengi telja en tónleikarnir hefjast klukkan 17 og standa langt fram eftir kvöldi. Tónlist Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta eru sem sagt góðgerðartónleikar fyrir börnin í Gasa,“ segir Wictoria Joanna Ginter en hún blæs til heljarinnar tónlistarveislu á Gauknum í kvöld þar sem okkar fremstu rokksveitir koma saman til þess að safna fyrir Palestínu. „Aðgangseyrir er 3.000 krónur en það veltur bara á hverjum og einum hvað hann hefur tök á að borga, meira eða minna,“ segir Wictoria. „Ég byrjaði á að tala við eiganda Gauksins sem var strax mjög áhugasamur,“ segir Wictoria. „Síðan hafði ég bara samband við vini mína sem voru í hljómsveitum og svo stækkaði þetta bara og stækkaði.“ Wictoria hefur fundið til með Palestínumönnum í langan tíma en henni fannst hún þurfa að gera eitthvað til þess að hjálpa. „Í átökunum eru fleiri og fleiri í sárri þörf fyrir hjálp og þá sérstaklega börn,“ segir Wictoria. „Margir eru heimilislausir, slasaðir og munaðarlaus börn þarfnast athygli okkar og hjálpar. Við getum engan veginn ímyndað okkur hvernig það er fyrir þau að upplifa þessar hörmulegu og ómannúðlegu aðgerðir.“ Meðal hljómsveita, sem hafa staðfest komu sína í kvöld, eru til dæmis Mammút, Kvöld, Strigaskór nr. 42, Nykur, Dimma og svo mætti lengi telja en tónleikarnir hefjast klukkan 17 og standa langt fram eftir kvöldi.
Tónlist Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira