Þjóðlist bæði sunnan heiða og norðan Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2014 13:00 Bára og Chris eiga ýmis sérkennileg hljóðfæri sem þau leika á undir söng sínum. Fréttablaðið/GVA Það er nóg að gera þessa dagana hjá dúóinu Funa sem samanstendur af þeim Báru Grímsdóttur kvæðakonu og Chris Foster þjóðlagasöngvara og gítarista. Svo byrjað sé á deginum í dag þá verða þau á þjóðlagatónleikum í Norræna húsinu kvöld sem hefjast klukkan 20, ásamt norsku tónlistarkonunum Lindu Gytri frá Oldedalen sem státar af titlinum Noregsmeistari í harmonikuleik og Unni Lövlid sem er rödd vesturstrandar Noregs og þykir með betri þjóðlagatónlistarkonum. „Þetta eru í raun þrískiptir tónleikar. Við skiptumst á að koma þar fram, við Chris saman og þær Linda Gytri og Unni Lövlid hvor í sínu lagi,“ lýsir Bára. „Chris verður með langspilið og ég með borðhörpu sem heitir Kantele og Chris spilar líka á gítar. Efnið er blanda af gömlum íslenskum lögum sem hafa fundist í handritum, og enskum kvæðalögum. Ég ætla til dæmis að syngja enska ballöðu við langspilið. Lagið er þjóðlag og textinn sannsögulegur.“ Svo er það stóra þjóðlistahátíðin á Akureyri sem hefst á morgun og stendur fram á laugardag. Þar verður bæði þjóðlagatónlist og þjóðdansar á dagskrá í meðferð fjölda listamanna frá Norðurlöndunum og nokkurra frá Írlandi og Skotlandi. Meðal þeirra íslensku eru Bára og Chris sem verða með tónleika á Kaffi Akureyri á föstudaginn, 22. ágúst. Þar flytja þau útsetningu á lagi sem Bára samdi við ljóð eldklerksins Jóns Steingrímsonar um Móðuharðindin. „Lagið heitir Angurvaka og við leikum undir á tvö langspil,“ lýsir Bára og bætir því að gárungarnir segi að eldklerkurinn sjálfur hafi leikið undurvel á langspil. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Það er nóg að gera þessa dagana hjá dúóinu Funa sem samanstendur af þeim Báru Grímsdóttur kvæðakonu og Chris Foster þjóðlagasöngvara og gítarista. Svo byrjað sé á deginum í dag þá verða þau á þjóðlagatónleikum í Norræna húsinu kvöld sem hefjast klukkan 20, ásamt norsku tónlistarkonunum Lindu Gytri frá Oldedalen sem státar af titlinum Noregsmeistari í harmonikuleik og Unni Lövlid sem er rödd vesturstrandar Noregs og þykir með betri þjóðlagatónlistarkonum. „Þetta eru í raun þrískiptir tónleikar. Við skiptumst á að koma þar fram, við Chris saman og þær Linda Gytri og Unni Lövlid hvor í sínu lagi,“ lýsir Bára. „Chris verður með langspilið og ég með borðhörpu sem heitir Kantele og Chris spilar líka á gítar. Efnið er blanda af gömlum íslenskum lögum sem hafa fundist í handritum, og enskum kvæðalögum. Ég ætla til dæmis að syngja enska ballöðu við langspilið. Lagið er þjóðlag og textinn sannsögulegur.“ Svo er það stóra þjóðlistahátíðin á Akureyri sem hefst á morgun og stendur fram á laugardag. Þar verður bæði þjóðlagatónlist og þjóðdansar á dagskrá í meðferð fjölda listamanna frá Norðurlöndunum og nokkurra frá Írlandi og Skotlandi. Meðal þeirra íslensku eru Bára og Chris sem verða með tónleika á Kaffi Akureyri á föstudaginn, 22. ágúst. Þar flytja þau útsetningu á lagi sem Bára samdi við ljóð eldklerksins Jóns Steingrímsonar um Móðuharðindin. „Lagið heitir Angurvaka og við leikum undir á tvö langspil,“ lýsir Bára og bætir því að gárungarnir segi að eldklerkurinn sjálfur hafi leikið undurvel á langspil.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira