Sama dagskrá á sama stað 40 árum síðar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2014 14:00 Kammersveit Reykjavíkur og Herdís Anna Jónsdóttir söngkona kát á æfingu fyrir afmælistónleikana. Fréttablaðið/GVA „Fyrstu tónleikarnir voru haldnir á Kjarvalstöðum fyrir fullu húsi á Þjóðhátíð í Reykjavík 1974. Nú endurtökum við þessa tónleika fjörutíu árum síðar á sama stað,“ segir Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari um hátíðartónleika Kammersveitar Reykjavíkur á morgun, 17. ágúst, sem hefjast klukkan 17.15. Þeir nefnast Endurskin frá 1974. Þar syngur Herdís Anna Jónsdóttir sópransöngkona einsöng í stað Elísabetar Erlingsdóttur sem var með á upphafstónleikunum. Rut Ingólfsdóttir var formaður Kammersveitarinnar í 36 ár og er sú eina af upprunalega hópnum sem spilar á morgun. „Ég tók fjögurra ára hlé frá sveitinni frá 2010 og þar til í vor. Var beðin að koma aftur að hjálpa til og gerði það mjög glöð,“ segir hún og tekur vel í að lýsa tilurð sveitarinnar. „Við vorum fimm sem höfðum spilað saman í Barrokkkvintett Helgu Ingólfsdóttir og tveir úr þeim hópi voru líka í Blásarakvintett Tónlistarskólans í Reykjavík. Við ákváðum að sameina þessa hópa til að breikka efnisvalið og bættum við kontrabassa, víólu og trompet. Stofnfélagarnir voru tólf en fólk var misjafnlega lengi í hópnum. Það unnu allir endurgjaldslaust, okkar hugsjón var að kynna alls kyns tónlist og líka að gefa okkur sjálfum tækifæri til að spila það sem okkur langaði. Engir styrkir voru fáanlegir framan af nema smávegis frá Reykjavíkurborg, þeir dugðu fyrir prentun efnisskráa og fleiru sem þurfti að kaupa að.“ Rut segir Kjarvalsstaði, Bústaðakirkju og Menntaskólann við Hamrahlíð hafa verið helstu tónleikastaðina framan af. „Þetta voru nýjar byggingar hér í Reykjavík og allir voru svo velviljaðir að við fengum að spila án endurgjalds.“ En voru tónleikar Kammersveitarinnar vel sóttir strax í upphafi? „Já, fólki fannst svo gaman og framlag okkar svo góð viðbót við tónlistarlíf sem var ekki mjög fjölskrúðugt. Þótt við værum bara með ferna tónleika á vetri gáfum við út efnisskrár fyrir fram og vorum með áskriftarmiða fyrstu tíu árin eða svo. Það mæltist vel fyrir á þeim tíma.“ Í tilefni afmælisins kemur út afmælisrit, tekið saman af Reyni Axelssyni stærðfræðingi og nefnist Blaðað í gömlum efnisskrám. „Það er fróðleg og skemmtileg lesning með myndum,“ segir Rut og getur líka nýs geisladisks sem kemur út af sama tilefni með uppáhaldsverkum sveitarinnar eftir Jóhannes Brahms. Tónleikar Kammersveitarinnar skipta hundruðum á síðustu 40 árum, að sögn Rutar sem segir starfið hafa byggst mest á sjálfboðavinnu. Efnisskráin þá og nú Arcangelo Corelli Concerto grosso op. 6 nr. 1 í D-dúr Johann Sebastian Bach „Weichet nur, betrübte Schatten“, Brúðkaupskantata BWV 202 Páll Pampichler Pálsson Kristallar (1970) Bohuslav Martinu Nonetto (1959) Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Fyrstu tónleikarnir voru haldnir á Kjarvalstöðum fyrir fullu húsi á Þjóðhátíð í Reykjavík 1974. Nú endurtökum við þessa tónleika fjörutíu árum síðar á sama stað,“ segir Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari um hátíðartónleika Kammersveitar Reykjavíkur á morgun, 17. ágúst, sem hefjast klukkan 17.15. Þeir nefnast Endurskin frá 1974. Þar syngur Herdís Anna Jónsdóttir sópransöngkona einsöng í stað Elísabetar Erlingsdóttur sem var með á upphafstónleikunum. Rut Ingólfsdóttir var formaður Kammersveitarinnar í 36 ár og er sú eina af upprunalega hópnum sem spilar á morgun. „Ég tók fjögurra ára hlé frá sveitinni frá 2010 og þar til í vor. Var beðin að koma aftur að hjálpa til og gerði það mjög glöð,“ segir hún og tekur vel í að lýsa tilurð sveitarinnar. „Við vorum fimm sem höfðum spilað saman í Barrokkkvintett Helgu Ingólfsdóttir og tveir úr þeim hópi voru líka í Blásarakvintett Tónlistarskólans í Reykjavík. Við ákváðum að sameina þessa hópa til að breikka efnisvalið og bættum við kontrabassa, víólu og trompet. Stofnfélagarnir voru tólf en fólk var misjafnlega lengi í hópnum. Það unnu allir endurgjaldslaust, okkar hugsjón var að kynna alls kyns tónlist og líka að gefa okkur sjálfum tækifæri til að spila það sem okkur langaði. Engir styrkir voru fáanlegir framan af nema smávegis frá Reykjavíkurborg, þeir dugðu fyrir prentun efnisskráa og fleiru sem þurfti að kaupa að.“ Rut segir Kjarvalsstaði, Bústaðakirkju og Menntaskólann við Hamrahlíð hafa verið helstu tónleikastaðina framan af. „Þetta voru nýjar byggingar hér í Reykjavík og allir voru svo velviljaðir að við fengum að spila án endurgjalds.“ En voru tónleikar Kammersveitarinnar vel sóttir strax í upphafi? „Já, fólki fannst svo gaman og framlag okkar svo góð viðbót við tónlistarlíf sem var ekki mjög fjölskrúðugt. Þótt við værum bara með ferna tónleika á vetri gáfum við út efnisskrár fyrir fram og vorum með áskriftarmiða fyrstu tíu árin eða svo. Það mæltist vel fyrir á þeim tíma.“ Í tilefni afmælisins kemur út afmælisrit, tekið saman af Reyni Axelssyni stærðfræðingi og nefnist Blaðað í gömlum efnisskrám. „Það er fróðleg og skemmtileg lesning með myndum,“ segir Rut og getur líka nýs geisladisks sem kemur út af sama tilefni með uppáhaldsverkum sveitarinnar eftir Jóhannes Brahms. Tónleikar Kammersveitarinnar skipta hundruðum á síðustu 40 árum, að sögn Rutar sem segir starfið hafa byggst mest á sjálfboðavinnu. Efnisskráin þá og nú Arcangelo Corelli Concerto grosso op. 6 nr. 1 í D-dúr Johann Sebastian Bach „Weichet nur, betrübte Schatten“, Brúðkaupskantata BWV 202 Páll Pampichler Pálsson Kristallar (1970) Bohuslav Martinu Nonetto (1959)
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira